Innlent

Þingmenn strengjabrúður

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. Mynd/Stefán Karlsson
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir óvönduð vinnubrögð viðhöfð á Alþingi og að þingmenn séu strengjabrúður ríkisstjórnarinnar.

„Ég verð að viðurkenna að þegar ég fór að vinna sem þingmaður þá hvarflaði ekki að mér hve óvönduð vinnubrögð eru viðhöfð á þinginu. Ég hélt í einfeldni minni að þingið hefði einhver smá völd. En hef komist að því að þingmenn hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu eru einfaldlega strengjabrúður framkvæmdavaldsins," segir þingmaðurinn í pistli á heimasíðu sinni.

Birgitta gagnrýnir vinnulag fjárlaganefndar þingsins. Ljóst sé að yfirlýsingar um samstarf og samráð sé innantómt orðagjálfur. Hún segir að í stað þess að tryggt sé að grunnstoðirnar bresti ekki sé ákveðið að dæla peningum í óþörf verkefni. Öryggi þjóðarinnar sé hunsað á kostnað ótal gæluverkefna víðsvegar um land og borg.

„Ég hlusta ekki á þau rök að þetta hafi alltaf verið svona, það var einmitt út á loforðin um að breyta klisjunni: þetta hefur alltaf verið svona, sem þessi ríkisstjórn fékk sitt embætti. Það að forgangsraða peningum í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu samfélagsins er fullkomlega óásættanlegt í kreppunni," segir Birgitta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×