Innlent

Braut gegn dóttur sinni og vinkonu hennar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vinkonu hennar. Þær voru 12 ára þegar hann braut gegn þeim um sumarið og haustið 2008 í sumarbústað.

Samkvæmt sakavottorði hans hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann neitaði sök við aðalmeðferð málsins en héraðsdómur taldi manninn sekan og eiga sér engar málsbætur.

Auk þess að greiða allan sakarkostnað var manninum gert að greiða dóttur sinni 450 þúsund í bætur og vinkonu hennar 200 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×