Tilraun til að nýta gulldeplu sem aðalfóður í þorskeldi 14. desember 2009 06:00 gulldepla Gulldepla er lítill fiskur af silfurfiskaætt. Hún er 5-8 sentimetra löng. Hún er miðsjávarfiskur sem finnst frá yfirborðinu niður í allt að 1.500 metra dýpi en er algengust á 150-250 metrum um nætur en við 50 metra á daginn. Hún er algengust í heittempruðum sjó í Norður- og Suður-Atlantshafi og lifir á rauðátu. Gulldepla finnst allt í kringum Ísland. Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal gerði í fyrravetur tilraun til að nýta gulldeplu sem fóður í áframeldi á villtum þorski. Tilraunin gafst það vel að hugmyndir eru uppi um að leggja áherslu á gulldeplu sem fóður og Álfsfell, annað þorskeldisfyrirtæki í Djúpinu, hefur bæst við. Huginn VE frá Vestmannaeyjum ætlar að frysta 500 tonn fyrir jól, gefi á sjó. Þessi nýting gulldeplunnar sætir nokkrum tíðindum í því ljósi að fisktegundin var ekki veidd hér við land fyrr en loðnuvertíð brást og uppsjávarskipin þurftu að leita sér nýrra verkefna í fyrra, segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar. Hann segir tilraunina í fyrra hafa staðfest að þorskur í áframeldi taki gulldepluna sem fóður. Það hafi verið fyrsta skrefið. Hins vegar sé ekki enn þá hægt að fullyrða um hversu gott fóður hún sé í samanburði við loðnu, síld og fiskúrgang sem nýtt hafi verið hingað til. „Þetta er mjög spennandi, sérstaklega ef hægt er að landa þessu beint til okkar, en það er einmitt hugmyndin,“ segir Einar. Við áframeldi á þorski er eins til tveggja kílógramma þorskur veiddur og færður lifandi í sjókvíar. Þar er hann alinn í nokkra mánuði og síðan slátrað. Þá hefur hann oft tvöfaldað þyngd sína. Um lítið magn er að ræða á landsvísu, eða um 500 tonn hjá þeim fyrirtækjum sem þetta eldi stunda. Einar segir að í áframeldið noti fyrirtækið á milli eitt og tvö þúsund tonn á ári. „Við verðum að vita hvað við erum með í höndunum en ef vel gengur skiptum við út öðru fóðri fyrir þetta. Það er líka ánægjulegt að vinna með mönnum sem vilja gera meira með hráefnið en selja það allt í bræðslu.“ Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Huginn VE, segir hafa staðið til að veiða 500 tonn af gulldeplu í fóður en brælur hafi ekki leyft það hingað til. „Það stóð til að landa þessu fyrir vestan. Þeir vilja sjá hvernig fiskurinn dafnar af þessu. Ef það er í lagi vilja þeir fá nokkur þúsund tonn til viðbótar.“ Huginn segir gulldepluna vera spikfeitan fisk sem hljóti að henta vel í fiskeldi. „Hann er líka svo smávaxinn að hann er ábyggilega þægilegur munnbiti fyrir þorskinn.“ svavar@frettabladid.is Guðmundur Huginn Guðmundsson Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal gerði í fyrravetur tilraun til að nýta gulldeplu sem fóður í áframeldi á villtum þorski. Tilraunin gafst það vel að hugmyndir eru uppi um að leggja áherslu á gulldeplu sem fóður og Álfsfell, annað þorskeldisfyrirtæki í Djúpinu, hefur bæst við. Huginn VE frá Vestmannaeyjum ætlar að frysta 500 tonn fyrir jól, gefi á sjó. Þessi nýting gulldeplunnar sætir nokkrum tíðindum í því ljósi að fisktegundin var ekki veidd hér við land fyrr en loðnuvertíð brást og uppsjávarskipin þurftu að leita sér nýrra verkefna í fyrra, segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar. Hann segir tilraunina í fyrra hafa staðfest að þorskur í áframeldi taki gulldepluna sem fóður. Það hafi verið fyrsta skrefið. Hins vegar sé ekki enn þá hægt að fullyrða um hversu gott fóður hún sé í samanburði við loðnu, síld og fiskúrgang sem nýtt hafi verið hingað til. „Þetta er mjög spennandi, sérstaklega ef hægt er að landa þessu beint til okkar, en það er einmitt hugmyndin,“ segir Einar. Við áframeldi á þorski er eins til tveggja kílógramma þorskur veiddur og færður lifandi í sjókvíar. Þar er hann alinn í nokkra mánuði og síðan slátrað. Þá hefur hann oft tvöfaldað þyngd sína. Um lítið magn er að ræða á landsvísu, eða um 500 tonn hjá þeim fyrirtækjum sem þetta eldi stunda. Einar segir að í áframeldið noti fyrirtækið á milli eitt og tvö þúsund tonn á ári. „Við verðum að vita hvað við erum með í höndunum en ef vel gengur skiptum við út öðru fóðri fyrir þetta. Það er líka ánægjulegt að vinna með mönnum sem vilja gera meira með hráefnið en selja það allt í bræðslu.“ Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Huginn VE, segir hafa staðið til að veiða 500 tonn af gulldeplu í fóður en brælur hafi ekki leyft það hingað til. „Það stóð til að landa þessu fyrir vestan. Þeir vilja sjá hvernig fiskurinn dafnar af þessu. Ef það er í lagi vilja þeir fá nokkur þúsund tonn til viðbótar.“ Huginn segir gulldepluna vera spikfeitan fisk sem hljóti að henta vel í fiskeldi. „Hann er líka svo smávaxinn að hann er ábyggilega þægilegur munnbiti fyrir þorskinn.“ svavar@frettabladid.is Guðmundur Huginn Guðmundsson
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira