Innlent

Mikill gnýr í Óðalsbændum

Lögregla á vettvangi.
Lögregla á vettvangi. MYND/Arnór Pálmi

Mikill glaumur var á veitingahúsinu Óðali í nótt. Kvað svo rammt að hávaðanum frá húsinu að lögreglumenn fóru á vettvang á fimmta tímanum í nótt. Húsið var þá harðlæst og enginn gesta þar sinnti því að lögreglumenn væru að berja á glugga og hurðir. Það bar þó þann árangur að eftir nokkra stund hljóðnaði hávaðinn og héldu lögreglumenn þá á brott. Ekkert er því vitað hvað þarna fór fram nema hvað mikið teiti var í gangi, löngu eftir löglegan afgreiðslutíma.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×