Innlent

Sprengingar við Fálkagötu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um sprengingar við Fálkagötu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þar sást til unglinga að sprengja einhvers konar kínverja, en þeir forðuðu sér áður en lögreglan kom. Lögreglan vill brýna fyrir foreldrum að ræða við börn sín um hættuna sem getur hlotist af meðhöndlun sprengiefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×