Innlent

673 íslenskar bækur í flóðinu

Bókamarkður í mars
Fólk kemur þúsundum saman á bókaútsölur á hverju ári og slæst um bestu bækurnar.
fréttablaðið/stefán
Bókamarkður í mars Fólk kemur þúsundum saman á bókaútsölur á hverju ári og slæst um bestu bækurnar. fréttablaðið/stefán

Aldrei hafa verið prentaðar fleiri bækur hérlendis en nú fyrir jólin að því er kemur fram í könnun Bókasambands Íslands. Um áttatíu prósent af öllum þeim bókartitlum sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda eru prentuð hérlendis.

Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum frá árinu 1998. Á þessu ári eru miklu fleiri titlar prentaðir innanlands en í fyrra og er aukningin um 26 prósent. Heildarfjöldi bókatitla hefur dregist lítilega saman á milli ára. Þeir eru 673 í Bókatíðindunum í ár en voru 710 árið 2008 en voru flestir árið 2007 eða 780. Fæstir titlar voru prentaðir hér á landi árið 2000 eða aðeins um þriðjungur útgáfunnar.

Á þessu ári eru 529 titlar prentaðir hér, í Asíu voru þeir 63 en í Evrópu 81. Árið 2008 voru 377 titlar prentaðir hér og 229 í Evrópu. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×