Innlent

Meira en 5000 Reykvíkingar búnir að kjósa

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, opnaði fyrir kosninguna 2. desember.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, opnaði fyrir kosninguna 2. desember. Mynd/Valgarður Gíslason
Rúmlega 5000 manns hafa nú kosið í netkosningunni um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sem hefur verið í gangi á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 95 þúsund borgarbúar, sextán ára og eldri mega kjósa, og því hafa rúmlega 5,2% nýtt atkvæðisrétt sinn. Kosningunni lýkur á morgun.

Íbúar geta kosið á netinu um tilteknar framkvæmdir í sínu nánasta umhverfi. Ekki er kosið um allar verklegar framkvæmdir í hverfunum, segir á vef borgarinnar, heldur aðeins um valin smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni.

Kosningin stendur morgun þriðjudags. Hægt er að kjósa á vef borgarinnar, www.reykjavik.is. Þeir sem ekki eru nettengdir heima við eða í vinnu, geta komist án vef borgarinnar á bókasöfnum og í þjónustumiðstöðvum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×