Innlent

Flestir vetnisbílar hér á landi

Stærsti floti vetnisknúinna fólksbíla í Evrópu er nú hér á landi. Í flotanum eru nú tuttugu og tveir fólksbílar, en tíu þeirra eru nýkomnir til landsins. Íslensk Nýorka og Brimborg tóku við bílunum á athafnasvæði Eimskipa í morgun.

Til samanburðar má nefna að í gervöllu Þýskalandi munu vera nítján vetnisknúnir fólksbílar í umferð. Búist er við því að frá og með árinu tvöþúsund og fimmtán verði nokkur hundruð þúsund vetnisrafbílar settir á markað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×