Innlent

Sluppu með lítilsháttar meiðsli úr slysi í Skagafirði

Flughált er í Skagafirðinum.
Flughált er í Skagafirðinum.

Umferðarslys var um klukkan tvö í Blönduhlíð í Skagafirði þegar bíll ók út af veginum. Frá slysinu er greint á fréttamiðlinum Feyki og er varað við gríðarlegri hálku á svæðinu. Bíllinn er gjörónýtur en hann hentist um 150 metra út af veginum og hafnaði út í skurði.

Þrennt var í bílnum sem er jeppi og sluppu þau öll með lítilsháttar meiðsli. Vegfarendur eru beðnir um að sýna fyllstu aðgæslu í akstri um Skagafjörðinn og að sögn fréttaritara Feykis er varla stætt á veginum vegna hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×