Innlent

Íslensk mannætusaga á forsíðu Politiken

Forsíðan góða þar sem Þórarinn fær góða umfjöllun.
Forsíðan góða þar sem Þórarinn fær góða umfjöllun.

Stórblaðið Politiken skrýddi forsíðu blaðsins og forsíðu bókakálfs síns með verkum Þórarins Leifssonar, rithöfundar og myndlistarmanns en í bókablaðinu sjálfu var síðan stærðarinnar viðtal við Þórarinn í tilefni af útkomu bókarinnar Leyndarmálið hans pabba þar í landi.

Bókin hefur vakið mikla athygli samkvæmt tilkynningu frá Forlaginu, bæði fyrir frumleg efnistök og stíl.

Blaðakonan Tine Marie Winter frá Politiken ferðaðist hingað til lands að hitta Þórarinn sem þá var nýstiginn upp úr svínaflensu og var að jafna sig á blóðtappa á fæti. Í spjalli þeirra ræddu þau meðal annars um danskættuðu mannætuna sem er miðpunktur sögunnar og þá staðreynd að Þórarinn hefur verið kallaður „Roald Dahl" Íslands.

Margt fróðlegt kemur fram í viðtalinu, meðal annars að Leyndarmálið hans pabba ratar á leiksvið í Þýskalandi og verður brátt að teiknimynd og að forlagið Torgard gefur út Bókasafn ömmu Huldar í Danmörku í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×