Fleiri fréttir Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vörðu milljónum í eigin framboð Sjö frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar í apríl vörðu meira en einni milljón króna úr eigin vasa í prófkjörsbaráttuna. Jón Gunnarsson, þingmaður í suðvesturkjördæmi, varði rúmlega 2,1 milljón króna úr eigin vasa til þess að fjármagna prófkjörsbaráttu sína. 30.11.2009 20:46 Kröfuhafar eignast bróðurpartinn í Arion Erlendir kröfuhafar í gamla Kaupþingi eignast bróðurpartinn í Arion banka, sem áður hét Nýi Kaupþing, samkvæmt samkomulagi sem er í burðarliðnum. Fréttastofa RÚV fullyrðir að tilkynnt verði um samkomulag þessa eðlis í dag eða á morgun. Samkvæmt samkomulaginu mun skilanefndin eignast 90% en ríkið mun áfram eiga 10% í bankanum. 30.11.2009 19:37 RÚV tapaði nærri 300 milljónum Tap á rekstri Ríkisútvarpsins á nýliðnu rekstrarári nam 271 milljón króna, samkvæmt ársreikningi sem birtur var rétt fyrir fréttir. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að afkoma RÚV hafi batnað um 465 milljónir króna frá árinu á undan. Tap ársins megi að öllu leyti rekja til mikils fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu og gengislækkunar íslensku krónunnar. 30.11.2009 18:33 Efast um að Alþingi ráði við endurreisn efnahagslífsins Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist efast um getu Alþingis til að ráða við það verkefni að endurreisa efnhag landsins. Áframhaldandi óvissa í kringum Icesave málið gæti þýtt að lánshæfi Íslands verði lækkað niður í ruslflokk. 30.11.2009 18:49 Metin slegin í humarveiðum Skipverjarnir á Fróða II í Þorlákshöfn settu í dag Íslandsmet í humarveiðum þegar afli skipsins á árinu fór yfir hundrað tonn. Skipsstjórinn segir koma á óvart hversu mikið veiðist nú af humri við landið. 30.11.2009 19:04 Hrollvekjandi að heyra um kvikustreymi undir Krýsuvík Hrollur fór um vistmenn og starfsfólk meðferðarheimilisins í Krýsuvík þegar þau heyrðu fréttir um kvikustreymi undir svæðinu og hættu á gufusprengingum. 30.11.2009 18:47 Guðlaugur og Illugi vörðu rúmum fjórum milljónum í framboð sín Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson, vörðu mestu fé í prófkjörsbaráttu fyrir síðustu þingkosningar af öllum frambjóðendum. Þetta kemur fram í útdrátti úr uppgjörum frambjóðenda sem Ríkisendurskoðun birtir á vefsíðu sinni. 30.11.2009 18:19 Frestur til að afgreiða Icesave rennur út í dag Frestur Alþingis til þess afgreiða Icesave málið samkvæmt viðaukasamningum sem íslensk stjórnvöld gerðu við Hollendinga og Breta rennur út í dag. 30.11.2009 17:37 Segir tilboði stjórnarandstöðunnar um að ræða skattamál hafnað Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs þegar þing kom aftur saman eftir miðdegishlé klukkan þrjú og bauð fyrir hönd þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar, hliðrun á dagskrá þingsins, þannig að unnt yrði að ræða mikilvæg mál samkvæmt tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. 30.11.2009 16:10 Umferðatafir á Suðurlandsvegi vegna mjólkurbíls Umferðartafir eru tímabundið á Suðurlandsvegi við Bláfjallarveg, og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitsemi samkvæmt Vegagerðinni en mjólkurbíll endaði utan vegar rúmlega tvö í dag. 30.11.2009 15:59 Dómsmálaráðherra undirritaði landamærasamning við ESB Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra undirritaði í Brussel í dag samning við Evrópusambandið um eflingu lögreglusamstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi. 30.11.2009 15:48 Vilja meitla nöfn þingmanna á Icesave-minnisvarða Forsvarsmenn heimasíðunnar, iceslave.is, vonast til þess að geta reist minnisvarða í miðborg Reykjavíkur til minningar um hugsanlega samþykkt Icesave-frumvarpsins. Á minnisvarðann verða nöfn þeirra sem greiða atkvæði með frumvarpinu greypt, auk þeirra sem sitja hjá eða koma sér undan þátttöku í atkvæðagreiðslunni. 30.11.2009 15:26 Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið nálægt Bláfjallaafleggjara nú fyrir stundu. „Þetta er 22 hjóla trukkur sem liggur hérna á hliðinni.“ segir fréttamaður Stöðvar 2, sem er á staðnum. 30.11.2009 14:37 Fimmtugur kannabisframleiðandi í fangelsi Fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa haft 117 kannabisplöntur og 11 kannabisgræðlinga á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 30.11.2009 14:33 30 starfsmönnum sagt upp hjá Ölgerðinni Ölgerðin hefur sagt upp rúmlega 30 starfsmönnum frá og með þeim mánaðamótum sem nú ganga í garð. 30.11.2009 14:15 Tvö snjóflóð féllu á Siglufjarðarveg Tvö snjóflóð hafa fallið á Siglufjarðarveg og verður vegurinn hafður lokaður vegna hættu á frekari flóðum samkvæmt Vegagerðinni. 30.11.2009 14:11 Indverjar standa straum af ferðakostnaði Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun fara til Indlands um miðjan janúar næstkomandi og taka við Nehru-verðlaununum sem hann hlaut á síðasta ári. Það eru indversk stjórnvöld sem bjóða forsetanum en auk hans fer Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Indversk stjórnvöld munu standa straum af öllum kostnaði vegna ferðarinnar samkvæmt Örnólfi Thorssyni forsetaritara. 30.11.2009 13:21 Sýknuð af bótakröfu þegar snjóflóð féll á björgunarsveitarbíl Eigandi bifreiðar og Sjóvá-Almennar tryggingar voru sýknuð af bótakröfu manns sem lærbrotnaði þegar snjóflóð féll á bifreið sem sat föst í Súðarvíkurhlíð í apríl 2006. Forsaga málsins er sú að tvær bifreiðar voru fastar í Súðavíkurhlíðinni milli snjóflóða. Björgunarsveitarmenn komu á vettvang en þeir voru á vel útbúnum bíl sem kallast Jakinn í daglegu tali. 30.11.2009 12:55 Sextíu sagt upp vegna boðaðra stjórnvaldsaðgerða Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði hefur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfsmönnum nú um næstu mánaðarmót en þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. 30.11.2009 12:33 Fæðingarorlof styst hér á landi Fæðingarorlof hér á landi er með því stysta í samanburði við önnur Norðurlönd. Þetta segir formaður ljósmæðrafélags Íslands, Guðlaug Einarsdóttir, sem telur hættulega þróun að stytta orlofið. Auk þess samræmist stytting þess engan veginn tilmælum heilbrigðisyfirvalda landsins um aðbúnað og brjóstagjöf ungbarna. 30.11.2009 12:22 Safnar fyrir styttu af Rúnari Júlíussyni Rúnar Hartmannsson, Keflvíkingur sem smíðaði styttu af Rúnari Júlíussyni í fullri stærð, hefur hafið söfnun sem hefur það að markmiði að styttunni verði komið fyrir á rokkminjasafninu í Keflavík. 30.11.2009 12:15 Óku tugi kílómetra til þess að handtaka ölvaðan mann Lögreglan á Selfossi handtók verulega ölvaðan mann aðfaranótt sunnudags en húsráðendur sumarbústaðs skammt frá Geysi í Haukadal höfðu skotið skjólhúsi yfir manninn þar sem hann hafði orðið viðskila við félaga sína. 30.11.2009 12:09 Flatskjá og fersku kjöti stolið af Svarta sauðinum Aðfaranótt fimmtudagsins var brotist inn í veitingastaðinn Svarta sauðinn í Þorlákshöfn. Þaðan var stolið 42” Philips flatskjá, skiptimynt, bjór og fersku kjöti. Þjófarnir komust inn á veitingastaðinn með því að spenna upp glugga. Málið er óupplýst en lögreglan leitar eftir vísbendingum. 30.11.2009 12:07 Fíladelfíusöfnuðurinn: Samkynhneigðir eru víst velkomnir Hvítasunnukirkja Fíladelfíu hefur sent frá sér tilkynningu vegna ásakanna tónlistarmannsins, Friðriks Ómars Hjörleifssonar, þar sem hann hélt því fram að samkynhneigðir væru ekki velkomnir í gospelkór safnaðarins. 30.11.2009 11:42 Barnaheill: Áhyggjur af fæðingarorlofsfrumvarpi Barnaheill, Save the Children, á Íslandi lýsa yfir áhyggjum vegna frumvarps til laga um skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku orlofsins um þrjú ár. Barnaheill telja að með boðaðri breytingu sé ekki einungis verið að skerða réttindi foreldra, heldur að vegið sé að þeim rétti barnsins að fá að njóta sem lengstrar umönnunar móður og föður á fyrsta ári ævi þess. 30.11.2009 11:29 Demjanjuk fyrir rétt í dag Réttarhöld hefjast í þýsku borginni Munchen í dag yfir John Demjanjuk, sem ákærður er fyrir að hafa aðstoðað við morðin á 27 þúsund gyðingum í útrýmingarbúðum Nasista. Demjanjujk er 89 ára gamall og var hann framseldur frá Bandaríkjunum fyrr á þessu ári þar sem hann hefur búið frá stríðslokum. 30.11.2009 10:24 Ódæðið í Reykjanesbæ: Líklega farið fram á lengra gæsluvarðhald Gæsluvarðhald yfir 22 ára gamalli konu, Selmu Guðnadóttur, sem á að hafa stungið stúlkubarn með hnífi í haust rennur út í dag. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður sennilega farið fram á framlengingu gæsluvarðhaldsins í dag. Rannsókn er nær lokið og er beðið eftir að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi. 30.11.2009 10:05 Fulltrúar Wikileaks á Íslandi Tveir fulltrúar frá WikiLeaks, Daniel Schmitt og Julian Assange, eru staddir hérlendis í tengslum við ráðstefnu Félags um Stafrænt frelsi (FSFÍ), sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun klukkan 10 um morgunin. 30.11.2009 09:13 Bjarki Freyr fékk 16 ár Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Bjarka Frey Sigurgeirsson rétt í þessu í 16 ára fangelsi fyrir að verða Braga Friðþjófssyni að bana í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn. 30.11.2009 09:01 Mokað um land allt Vetrarfærð er nánast um allt land og víða verið að ryðja eða hreinsa vegi. Það er hálka á Sandskeiði og á Hellisheiði þar sem gengur á með éljum. Annars eru hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 30.11.2009 07:45 Ökumenn undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn sem grunaðir eru um að aka undir áhrifum fíkniefna. Annar var á Breiðholstbraut en hinn í Kjalarvogi. Þá var einn var tekinn á Ártúnshöfða vegna gruns um ölvun við akstur. 30.11.2009 07:42 Kveikt í gámum í gærkvöldi Eldur kom upp í gámi í Sorpu í Jafnaseli um klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverður eldur var í gámnum þegar slökkvilið mætti á staðinn og þurfti að fjarlægja nærliggjandi gáma til þess að koma í veg fyrir að eldurinn bærist yfir í þá. Slökkvistarfið gekk þó vel að sögn vaktstjóra en líkur eru taldar á að kveikt hafi verið í gámnum. Fyrr um kvöldið var slökkviliðið einnig kallað út vegna elds í gámi sem stóð við Ingunnarskóla í Grafarholti og þar gekk slökkvistarf sömuleiðis vel. 30.11.2009 07:41 Breytingarnar gætu komið verr niður á einstæðum mæðrum Breytingar á fæðingarorlofi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt geta komið verr niður á einstæðum mæðrum en sú skerðing sem áður hafði verið fallist á. Félagsmálaráðherra vonast til að vankantar verði sniðnir af í meðförum Alþingis. Áður var áformað að skerða hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði úr 350 þúsundum króna á mánuði í 300 þúsund krónur. Í frumvarpi félagsmálaráðherra á að halda hámarkinu í 350 þúsundum, en fresta töku eins mánaðar af orlofinu í þrjú ár. 30.11.2009 06:30 Fólk missir bótarétt hafni það vinnu Atvinnulaust fólk getur misst bótarétt hafni það störfum sem bjóðast í tvígang verði nýtt frumvarp um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar að lögum. Frumvarpið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi í dag. 30.11.2009 05:00 Fé úr ofanflóðasjóði til sjóvarna við Vík Ef áætlanir stjórnvalda ganga eftir verður nýr sjóvarnargarður við Vík í Mýrdal fjármagnaður úr Ofanflóðasjóði. 30.11.2009 05:00 Laxaseiðum sleppt án sérstaks eftirlits Upplýsingum um seiðasleppingar í íslenskar ár hefur ekki verið haldið markvisst saman síðan 1997. Veiðimálastofnun hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um sleppingarnar þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Fiskistofa segir upplýsingaöflun um sleppingarnar í eðlilegum farvegi. 30.11.2009 04:15 Afbrotum fækkar milli ára Fækkun varð í flestum brotaflokkum í október síðastliðnum miðað við október í fyrra. 30.11.2009 04:00 Hluti af gagnsæi á markaði Hertar reglur taka gildi um upplýsingagjöf útgefenda skuldabréfa í Kauphöllinni um mánaðamótin. Þær kveða á um að fyrirtæki sem gefa út skuldabréf þurfa að birta á markaðnum endurskoðaðan ársreikning sem og hálfsársuppgjör. Hið opinbera og sveitarfélög þurfa aðeins að birta ársuppgjör. 30.11.2009 04:00 Vilja Nató fyrir þjóðaratkvæði Samtök hernaðarandstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu. Samtökin ályktuðu þess efnis á landsráðstefnu um helgina. 30.11.2009 03:45 Kannabisræktandi fyrir dóm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært karlmann um fimmtugt fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir kannabisræktun. 30.11.2009 03:30 Bjó til ókeypis tré fyrir gítara Valdís Steinarsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna Snilldarlausn - Marel sem haldin var samhliða Alþjóðlegu athafnavikunni í þarsíðustu viku. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í menntamálaráðuneytinu á fimmtudag. 30.11.2009 03:00 Bleikjustofnar sýktir í tveim stöðuvötnum Nær allur bleikjustofn Elliðavatns sem og Vífilsstaðavatns er smitaður af nýrnaveiki; svokallaðri PKD-sýki. Hátt hlutfall bleikjunnar sýnir einkenni sýkinnar og líklegt er talið að verulega fækkun bleikju í vötnunum tveimur megi að stórum hluta rekja til hennar. 30.11.2009 02:00 Tveir af þremur áfram í haldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur af þremur sakborningum í umfangsmiklu þjófnaðarmáli. Átta eru ákærðir í málinu, allt ungt fólk af pólskum uppruna. 30.11.2009 02:00 Ísland á kort fuglaskoðunar Meðlimir nýstofnaðra Samtaka um fuglatengda ferðaþjónustu telja mikla möguleika á þessu sviði hérlendis. „Með samtökunum er ætlunin að koma Íslandi almennilega á kortið hjá erlendum fuglaskoðurum sem áfangastað til fuglaskoðunar,“ segir Hrafn Svavarsson, formaður nýju samtakanna, í Útherja, blaði Útflutningsráðs Íslands. Þar kemur einnig fram að sex íslensk félög og fyrirtæki hafi nýlega sótt árlega ráðstefnu fuglaskoðunarmanna í Englandi til að vekja athygli á einstæðum möguleikum á Íslandi. Þá segir að um tuttugu milljónir Bandaríkjamanna fari árlega í fuglaskoðunarferðir.- gar 30.11.2009 02:00 Ísland stækkar á hverju ári sem nemur hálfri Surtsey Ísland stækkaði um 4,4 ferkílómetra, eða sem nemur þremur Surtseyjum, á sex ára tímabili frá árinu 2000 til 2006. Þetta kemur fram í nýrri kortlagningu Landmælinga á landgerðum, en samkvæmt henni er manngert yfirborð einungis 0,38 prósent af landinu. 29.11.2009 18:40 Sjá næstu 50 fréttir
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vörðu milljónum í eigin framboð Sjö frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar í apríl vörðu meira en einni milljón króna úr eigin vasa í prófkjörsbaráttuna. Jón Gunnarsson, þingmaður í suðvesturkjördæmi, varði rúmlega 2,1 milljón króna úr eigin vasa til þess að fjármagna prófkjörsbaráttu sína. 30.11.2009 20:46
Kröfuhafar eignast bróðurpartinn í Arion Erlendir kröfuhafar í gamla Kaupþingi eignast bróðurpartinn í Arion banka, sem áður hét Nýi Kaupþing, samkvæmt samkomulagi sem er í burðarliðnum. Fréttastofa RÚV fullyrðir að tilkynnt verði um samkomulag þessa eðlis í dag eða á morgun. Samkvæmt samkomulaginu mun skilanefndin eignast 90% en ríkið mun áfram eiga 10% í bankanum. 30.11.2009 19:37
RÚV tapaði nærri 300 milljónum Tap á rekstri Ríkisútvarpsins á nýliðnu rekstrarári nam 271 milljón króna, samkvæmt ársreikningi sem birtur var rétt fyrir fréttir. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að afkoma RÚV hafi batnað um 465 milljónir króna frá árinu á undan. Tap ársins megi að öllu leyti rekja til mikils fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu og gengislækkunar íslensku krónunnar. 30.11.2009 18:33
Efast um að Alþingi ráði við endurreisn efnahagslífsins Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist efast um getu Alþingis til að ráða við það verkefni að endurreisa efnhag landsins. Áframhaldandi óvissa í kringum Icesave málið gæti þýtt að lánshæfi Íslands verði lækkað niður í ruslflokk. 30.11.2009 18:49
Metin slegin í humarveiðum Skipverjarnir á Fróða II í Þorlákshöfn settu í dag Íslandsmet í humarveiðum þegar afli skipsins á árinu fór yfir hundrað tonn. Skipsstjórinn segir koma á óvart hversu mikið veiðist nú af humri við landið. 30.11.2009 19:04
Hrollvekjandi að heyra um kvikustreymi undir Krýsuvík Hrollur fór um vistmenn og starfsfólk meðferðarheimilisins í Krýsuvík þegar þau heyrðu fréttir um kvikustreymi undir svæðinu og hættu á gufusprengingum. 30.11.2009 18:47
Guðlaugur og Illugi vörðu rúmum fjórum milljónum í framboð sín Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson, vörðu mestu fé í prófkjörsbaráttu fyrir síðustu þingkosningar af öllum frambjóðendum. Þetta kemur fram í útdrátti úr uppgjörum frambjóðenda sem Ríkisendurskoðun birtir á vefsíðu sinni. 30.11.2009 18:19
Frestur til að afgreiða Icesave rennur út í dag Frestur Alþingis til þess afgreiða Icesave málið samkvæmt viðaukasamningum sem íslensk stjórnvöld gerðu við Hollendinga og Breta rennur út í dag. 30.11.2009 17:37
Segir tilboði stjórnarandstöðunnar um að ræða skattamál hafnað Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs þegar þing kom aftur saman eftir miðdegishlé klukkan þrjú og bauð fyrir hönd þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar, hliðrun á dagskrá þingsins, þannig að unnt yrði að ræða mikilvæg mál samkvæmt tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. 30.11.2009 16:10
Umferðatafir á Suðurlandsvegi vegna mjólkurbíls Umferðartafir eru tímabundið á Suðurlandsvegi við Bláfjallarveg, og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitsemi samkvæmt Vegagerðinni en mjólkurbíll endaði utan vegar rúmlega tvö í dag. 30.11.2009 15:59
Dómsmálaráðherra undirritaði landamærasamning við ESB Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra undirritaði í Brussel í dag samning við Evrópusambandið um eflingu lögreglusamstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi. 30.11.2009 15:48
Vilja meitla nöfn þingmanna á Icesave-minnisvarða Forsvarsmenn heimasíðunnar, iceslave.is, vonast til þess að geta reist minnisvarða í miðborg Reykjavíkur til minningar um hugsanlega samþykkt Icesave-frumvarpsins. Á minnisvarðann verða nöfn þeirra sem greiða atkvæði með frumvarpinu greypt, auk þeirra sem sitja hjá eða koma sér undan þátttöku í atkvæðagreiðslunni. 30.11.2009 15:26
Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið nálægt Bláfjallaafleggjara nú fyrir stundu. „Þetta er 22 hjóla trukkur sem liggur hérna á hliðinni.“ segir fréttamaður Stöðvar 2, sem er á staðnum. 30.11.2009 14:37
Fimmtugur kannabisframleiðandi í fangelsi Fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa haft 117 kannabisplöntur og 11 kannabisgræðlinga á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 30.11.2009 14:33
30 starfsmönnum sagt upp hjá Ölgerðinni Ölgerðin hefur sagt upp rúmlega 30 starfsmönnum frá og með þeim mánaðamótum sem nú ganga í garð. 30.11.2009 14:15
Tvö snjóflóð féllu á Siglufjarðarveg Tvö snjóflóð hafa fallið á Siglufjarðarveg og verður vegurinn hafður lokaður vegna hættu á frekari flóðum samkvæmt Vegagerðinni. 30.11.2009 14:11
Indverjar standa straum af ferðakostnaði Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun fara til Indlands um miðjan janúar næstkomandi og taka við Nehru-verðlaununum sem hann hlaut á síðasta ári. Það eru indversk stjórnvöld sem bjóða forsetanum en auk hans fer Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Indversk stjórnvöld munu standa straum af öllum kostnaði vegna ferðarinnar samkvæmt Örnólfi Thorssyni forsetaritara. 30.11.2009 13:21
Sýknuð af bótakröfu þegar snjóflóð féll á björgunarsveitarbíl Eigandi bifreiðar og Sjóvá-Almennar tryggingar voru sýknuð af bótakröfu manns sem lærbrotnaði þegar snjóflóð féll á bifreið sem sat föst í Súðarvíkurhlíð í apríl 2006. Forsaga málsins er sú að tvær bifreiðar voru fastar í Súðavíkurhlíðinni milli snjóflóða. Björgunarsveitarmenn komu á vettvang en þeir voru á vel útbúnum bíl sem kallast Jakinn í daglegu tali. 30.11.2009 12:55
Sextíu sagt upp vegna boðaðra stjórnvaldsaðgerða Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði hefur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfsmönnum nú um næstu mánaðarmót en þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. 30.11.2009 12:33
Fæðingarorlof styst hér á landi Fæðingarorlof hér á landi er með því stysta í samanburði við önnur Norðurlönd. Þetta segir formaður ljósmæðrafélags Íslands, Guðlaug Einarsdóttir, sem telur hættulega þróun að stytta orlofið. Auk þess samræmist stytting þess engan veginn tilmælum heilbrigðisyfirvalda landsins um aðbúnað og brjóstagjöf ungbarna. 30.11.2009 12:22
Safnar fyrir styttu af Rúnari Júlíussyni Rúnar Hartmannsson, Keflvíkingur sem smíðaði styttu af Rúnari Júlíussyni í fullri stærð, hefur hafið söfnun sem hefur það að markmiði að styttunni verði komið fyrir á rokkminjasafninu í Keflavík. 30.11.2009 12:15
Óku tugi kílómetra til þess að handtaka ölvaðan mann Lögreglan á Selfossi handtók verulega ölvaðan mann aðfaranótt sunnudags en húsráðendur sumarbústaðs skammt frá Geysi í Haukadal höfðu skotið skjólhúsi yfir manninn þar sem hann hafði orðið viðskila við félaga sína. 30.11.2009 12:09
Flatskjá og fersku kjöti stolið af Svarta sauðinum Aðfaranótt fimmtudagsins var brotist inn í veitingastaðinn Svarta sauðinn í Þorlákshöfn. Þaðan var stolið 42” Philips flatskjá, skiptimynt, bjór og fersku kjöti. Þjófarnir komust inn á veitingastaðinn með því að spenna upp glugga. Málið er óupplýst en lögreglan leitar eftir vísbendingum. 30.11.2009 12:07
Fíladelfíusöfnuðurinn: Samkynhneigðir eru víst velkomnir Hvítasunnukirkja Fíladelfíu hefur sent frá sér tilkynningu vegna ásakanna tónlistarmannsins, Friðriks Ómars Hjörleifssonar, þar sem hann hélt því fram að samkynhneigðir væru ekki velkomnir í gospelkór safnaðarins. 30.11.2009 11:42
Barnaheill: Áhyggjur af fæðingarorlofsfrumvarpi Barnaheill, Save the Children, á Íslandi lýsa yfir áhyggjum vegna frumvarps til laga um skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku orlofsins um þrjú ár. Barnaheill telja að með boðaðri breytingu sé ekki einungis verið að skerða réttindi foreldra, heldur að vegið sé að þeim rétti barnsins að fá að njóta sem lengstrar umönnunar móður og föður á fyrsta ári ævi þess. 30.11.2009 11:29
Demjanjuk fyrir rétt í dag Réttarhöld hefjast í þýsku borginni Munchen í dag yfir John Demjanjuk, sem ákærður er fyrir að hafa aðstoðað við morðin á 27 þúsund gyðingum í útrýmingarbúðum Nasista. Demjanjujk er 89 ára gamall og var hann framseldur frá Bandaríkjunum fyrr á þessu ári þar sem hann hefur búið frá stríðslokum. 30.11.2009 10:24
Ódæðið í Reykjanesbæ: Líklega farið fram á lengra gæsluvarðhald Gæsluvarðhald yfir 22 ára gamalli konu, Selmu Guðnadóttur, sem á að hafa stungið stúlkubarn með hnífi í haust rennur út í dag. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður sennilega farið fram á framlengingu gæsluvarðhaldsins í dag. Rannsókn er nær lokið og er beðið eftir að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi. 30.11.2009 10:05
Fulltrúar Wikileaks á Íslandi Tveir fulltrúar frá WikiLeaks, Daniel Schmitt og Julian Assange, eru staddir hérlendis í tengslum við ráðstefnu Félags um Stafrænt frelsi (FSFÍ), sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun klukkan 10 um morgunin. 30.11.2009 09:13
Bjarki Freyr fékk 16 ár Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Bjarka Frey Sigurgeirsson rétt í þessu í 16 ára fangelsi fyrir að verða Braga Friðþjófssyni að bana í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn. 30.11.2009 09:01
Mokað um land allt Vetrarfærð er nánast um allt land og víða verið að ryðja eða hreinsa vegi. Það er hálka á Sandskeiði og á Hellisheiði þar sem gengur á með éljum. Annars eru hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 30.11.2009 07:45
Ökumenn undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn sem grunaðir eru um að aka undir áhrifum fíkniefna. Annar var á Breiðholstbraut en hinn í Kjalarvogi. Þá var einn var tekinn á Ártúnshöfða vegna gruns um ölvun við akstur. 30.11.2009 07:42
Kveikt í gámum í gærkvöldi Eldur kom upp í gámi í Sorpu í Jafnaseli um klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverður eldur var í gámnum þegar slökkvilið mætti á staðinn og þurfti að fjarlægja nærliggjandi gáma til þess að koma í veg fyrir að eldurinn bærist yfir í þá. Slökkvistarfið gekk þó vel að sögn vaktstjóra en líkur eru taldar á að kveikt hafi verið í gámnum. Fyrr um kvöldið var slökkviliðið einnig kallað út vegna elds í gámi sem stóð við Ingunnarskóla í Grafarholti og þar gekk slökkvistarf sömuleiðis vel. 30.11.2009 07:41
Breytingarnar gætu komið verr niður á einstæðum mæðrum Breytingar á fæðingarorlofi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt geta komið verr niður á einstæðum mæðrum en sú skerðing sem áður hafði verið fallist á. Félagsmálaráðherra vonast til að vankantar verði sniðnir af í meðförum Alþingis. Áður var áformað að skerða hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði úr 350 þúsundum króna á mánuði í 300 þúsund krónur. Í frumvarpi félagsmálaráðherra á að halda hámarkinu í 350 þúsundum, en fresta töku eins mánaðar af orlofinu í þrjú ár. 30.11.2009 06:30
Fólk missir bótarétt hafni það vinnu Atvinnulaust fólk getur misst bótarétt hafni það störfum sem bjóðast í tvígang verði nýtt frumvarp um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar að lögum. Frumvarpið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi í dag. 30.11.2009 05:00
Fé úr ofanflóðasjóði til sjóvarna við Vík Ef áætlanir stjórnvalda ganga eftir verður nýr sjóvarnargarður við Vík í Mýrdal fjármagnaður úr Ofanflóðasjóði. 30.11.2009 05:00
Laxaseiðum sleppt án sérstaks eftirlits Upplýsingum um seiðasleppingar í íslenskar ár hefur ekki verið haldið markvisst saman síðan 1997. Veiðimálastofnun hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um sleppingarnar þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Fiskistofa segir upplýsingaöflun um sleppingarnar í eðlilegum farvegi. 30.11.2009 04:15
Afbrotum fækkar milli ára Fækkun varð í flestum brotaflokkum í október síðastliðnum miðað við október í fyrra. 30.11.2009 04:00
Hluti af gagnsæi á markaði Hertar reglur taka gildi um upplýsingagjöf útgefenda skuldabréfa í Kauphöllinni um mánaðamótin. Þær kveða á um að fyrirtæki sem gefa út skuldabréf þurfa að birta á markaðnum endurskoðaðan ársreikning sem og hálfsársuppgjör. Hið opinbera og sveitarfélög þurfa aðeins að birta ársuppgjör. 30.11.2009 04:00
Vilja Nató fyrir þjóðaratkvæði Samtök hernaðarandstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu. Samtökin ályktuðu þess efnis á landsráðstefnu um helgina. 30.11.2009 03:45
Kannabisræktandi fyrir dóm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært karlmann um fimmtugt fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir kannabisræktun. 30.11.2009 03:30
Bjó til ókeypis tré fyrir gítara Valdís Steinarsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna Snilldarlausn - Marel sem haldin var samhliða Alþjóðlegu athafnavikunni í þarsíðustu viku. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í menntamálaráðuneytinu á fimmtudag. 30.11.2009 03:00
Bleikjustofnar sýktir í tveim stöðuvötnum Nær allur bleikjustofn Elliðavatns sem og Vífilsstaðavatns er smitaður af nýrnaveiki; svokallaðri PKD-sýki. Hátt hlutfall bleikjunnar sýnir einkenni sýkinnar og líklegt er talið að verulega fækkun bleikju í vötnunum tveimur megi að stórum hluta rekja til hennar. 30.11.2009 02:00
Tveir af þremur áfram í haldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur af þremur sakborningum í umfangsmiklu þjófnaðarmáli. Átta eru ákærðir í málinu, allt ungt fólk af pólskum uppruna. 30.11.2009 02:00
Ísland á kort fuglaskoðunar Meðlimir nýstofnaðra Samtaka um fuglatengda ferðaþjónustu telja mikla möguleika á þessu sviði hérlendis. „Með samtökunum er ætlunin að koma Íslandi almennilega á kortið hjá erlendum fuglaskoðurum sem áfangastað til fuglaskoðunar,“ segir Hrafn Svavarsson, formaður nýju samtakanna, í Útherja, blaði Útflutningsráðs Íslands. Þar kemur einnig fram að sex íslensk félög og fyrirtæki hafi nýlega sótt árlega ráðstefnu fuglaskoðunarmanna í Englandi til að vekja athygli á einstæðum möguleikum á Íslandi. Þá segir að um tuttugu milljónir Bandaríkjamanna fari árlega í fuglaskoðunarferðir.- gar 30.11.2009 02:00
Ísland stækkar á hverju ári sem nemur hálfri Surtsey Ísland stækkaði um 4,4 ferkílómetra, eða sem nemur þremur Surtseyjum, á sex ára tímabili frá árinu 2000 til 2006. Þetta kemur fram í nýrri kortlagningu Landmælinga á landgerðum, en samkvæmt henni er manngert yfirborð einungis 0,38 prósent af landinu. 29.11.2009 18:40