Innlent

Guðlaugur og Illugi vörðu rúmum fjórum milljónum í framboð sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Illugi Gunnarsson varði rúmum fjórum milljónum í framboð sitt.
Illugi Gunnarsson varði rúmum fjórum milljónum í framboð sitt.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson, vörðu mestu fé í prófkjörsbaráttu fyrir síðustu þingkosningar af öllum frambjóðendum. Þetta kemur fram í útdrátti úr uppgjörum frambjóðenda sem Ríkisendurskoðun birtir á vefsíðu sinni.

Þeir Guðlaugur og Illugi börðust um efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en baráttan kostaði Illuga kostaði rúmar 4,4 en barátta Guðlaugs Þórs um 150 þúsund krónum minna.

Aðrir frambjóðendur vörðu lægri upphæðum í framboð sín. Enginn frambjóðandi í Samfylkingunni eða Framsóknarflokknum vörðu meira en einni milljón króna í framboð sín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×