Innlent

Sýknuð af bótakröfu þegar snjóflóð féll á björgunarsveitarbíl

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Eigandi bifreiðar og Sjóvá-Almennar tryggingar voru sýknuð í dag af bótakröfu manns sem lærbrotnaði þegar snjóflóð féll á bifreið sem sat föst í Súðarvíkurhlíð í apríl 2006.

Forsaga málsins er sú að tvær bifreiðar voru fastar í Súðavíkurhlíðinni milli snjóflóða. Björgunarsveitarmenn komu á vettvang en þeir voru á vel útbúnum bíl sem kallast Jakinn í daglegu tali.

Jakinn lagði upp við bifreið konu sem sat föst í hlíðinni. Þegar ferja átti fólkið úr fólksbifreiðinni yfir í Jaka féll snjóflóð úr hlíðinni á bíl konunnar. Þá var karlmaður að fikra sig í Jaka en snjóflóðið varð til þess að hann klemmdi lærlegg á milli bílanna og brotnaði illa.

Hann stefndi eiganda bílsins auk tryggingafélagsins vegna slyssins.

Eigandi bílsins og tryggingafélagið voru sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur á þeim forsendum að slysið varð ekki fyrir notkun bifreiðarinnar og verður á engan hátt rakið til hættu­eiginleika vélknúinna ökutækja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×