Innlent

Safnar fyrir styttu af Rúnari Júlíussyni

Rúnar Hartmannsson fyrir framan styttuna af Rúnari Júlíussyni.
Rúnar Hartmannsson fyrir framan styttuna af Rúnari Júlíussyni.

Rúnar Hartmannsson, Keflvíkingur sem smíðaði styttu af Rúnari Júlíussyni í fullri stærð, hefur hafið söfnun sem hefur það að markmiði að styttunni verði komið fyrir á rokkminjasafninu í Keflavík.

Samningaviðræður við Reykjanesbæ um að bærinn keypti styttuna fjöruðu út og Rúnar hefur því brugðið á það ráð að safna fyrir þeim kostnaði sem hann tók á sig við gerð styttunnar.

Þeir sem leggja söfnuninni lið fá nafn sitt í sérstaka bók sem fylgja mun styttunni á safnið. Söfnunarreikningurinn er í Sparisjóði Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×