Fleiri fréttir Tæplega 13 þúsund skora á forsetann í Icesave málinu Rúmlega 12.900 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Undirskriftasöfnunin hófst síðastliðinn miðvikudag. 29.11.2009 16:19 Árni Þór: Væla yfir því að fá ekki að borða Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að framferði stjórnarandstöðunnar í umræðum um Icesave að undanförnu sé ekkert annað en skrípaleikur. Stjórnandstaðan væli yfir því að fá ekki að borða. Þingmaðurinn er kjaftfor, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29.11.2009 15:00 Þurfum ekki varanlegar undanþágur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Íslendingar þurfi ekki varanlegar undanþágur hjá Evrópusambandinu þegar kemur að fiskimiðunum. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fullyrði að með inngöngu í sambandið afsali Íslendingar yfirráðum sínum yfir helstum auðlindunum. Jón og Styrmir voru gestir Egils Helgasonar í þætti hans í Ríkissjónvarpsinu fyrr í dag. 29.11.2009 13:42 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO aðild Samtök hernaðarandstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Samtökin minna á að íslenska þjóðin hefur aldrei verið spurð með beinum hætti um afstöðu sína til aðildarinnar að NATO. Þetta kemur fram í ályktun landsráðstefna samtakanna sem haldin var 27. til 28. nóvember. 29.11.2009 13:15 Niðurstaðan í prófkjöri framsóknarmanna ljós Á kjörfundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í gær var kosið í sex efstu sæti listans með meirihlutakosningu og í sæti 7 til 12 með prófkjörsleið. Niðurstaða prófkjörsins liggur fyrir. 29.11.2009 13:04 Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29.11.2009 12:09 Óvíst hvort Héðinsfjarðargöng dragi úr fólksfækkun Óvíst er að Héðinsfjarðargöng muni verða til þess að draga úr fólksfækkun á Ólafsfirði og Siglufirði eins og vonast er til. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, prófessor í Háskólanum á Akureyri sem stýrt hefur umfangsmikill rannsókn sem snýr að mögulegum áhrifum gangnanna. 29.11.2009 12:08 Ræningjarnir voru í annarlegu ástandi Mennirnir sem handteknir voru skammt frá verslun 10-11 í Engihjalla í gærkvöldi voru í annarlegu ástandi. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir en líklegt þykir að mennirnir hafi ætlað að nota féð úr ráninu til þess að fjármagna fíkniefnaneyslu. 29.11.2009 12:00 Flokkar hafa ekki gott af því að vera lengi við völd Ekki er þörf á að stofna nýjan hægriflokk hér á landi, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún telur engan flokk hafa gott að því að sitja samfellt við völd í mörg ár. 29.11.2009 11:28 Frjálslyndir harma stuðningsyfirlýsingu við Ólaf Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins harmar yfirlýsingu kjördæmisfélaganna í Reykjavík við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans. Stjórnin dregur í efa að fundurinn hafi verið löglegur og bendir jafnframt á að Ólafur sé ekki félagi í Frjálslynda flokknum. 29.11.2009 10:46 Lyfjastofnun borist 16 tilkynningar um aukaverkanir Lyfjastofnun hafa borist 16 tilkynningar um aukaverkanir sem hugsanlega geta verið af völdum Pandemrix, bóluefnisins sem notað er gegn svínaflensu eðaa inflúensu af stofni A(H1N1). Það er 2,1 tilkynning á hverja 10.000 bólusetta en nú hafa 75.000 Íslendingar verið bólusettir við flensunni. 29.11.2009 10:27 Hálka á Hellisheiði Það snjóar nokkuð víða á Reykjanesi og þar er snjóþekja. Hálka og snjókoma er á Hellisheiði og í Þrengslum og allvíða á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 29.11.2009 09:49 Ógnaði starfsfólki með eggvopni Lögreglan fékk tilkynningu um vopnað rán í verslun 10-11, Engihjalla, í Kópavogi um átta leytið í gærkvöldi. Þar hafði aðili ógnað starfsmönnum með eggvopni. Lögreglan handtók síðan tvo aðila í tengslum við málið á stolnu ökutæki skammt frá þeim vettvangi sem ránið átti sér stað. Enginn meiddist í ráninu að sögn lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú tekið við rannsókn málsins 29.11.2009 09:46 Birgir: Ólöglegur þingfundur Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var frestað á Alþingi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur. 29.11.2009 09:32 Ljósin á Oslóartrénu tendruð á Austurvelli Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan fjögur í dag. Athöfnin hefst með því að Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar. 29.11.2009 08:00 Hætt við að skerða fæðingarorlof Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Þingflokkar VG og Samfylkingar hafa fallist á þessi áform. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 28.11.2009 19:10 Hátt í tuttugu unglingar í meðferð á BUGL vegna offitu Hátt í tuttugu unglingar sem glíma við offitu hafa verið í meðferð hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans undanfarið ár meðal annars vegna þunglyndis, kvíða og annarra sálrænna kvilla sem eru fylgifiskar offitu. Mörg þeirra eru 20 til 30 kílóum of þung, sum jafnvel enn þyngri. 28.11.2009 18:57 Tæplega 11 þúsund skora á Ólaf Ragnar Tæplega 11 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Undirskriftunum hefur fjölgað um meira en tvö þúsund í dag. 28.11.2009 18:00 Siv: Icesave hefur ekkert með ESB að gera „Ég held að ESB hafi ekkert þetta mál að gera en ég heyri að það eru margir sem vilja tengja þetta saman. Sérstaklega ESB andstæðingar,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið í morgun. Þingmaðurinn sagðist ennfremur ekki eiga von á því að Icesave málið komi til með að trufla umsóknarferlið. 28.11.2009 16:26 Fimmfaldur næst Fyrsti vinningur verður fimmfaldur næsta laugardag því enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. Búast má við að potturinn verði í 37 milljónir. 28.11.2009 20:11 Hallarbylting í Framsóknarflokknum Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir hallarbyltingu hafa verið gerð í Framsóknarflokknum í Reykjavík, þegar oddviti flokksins var felldur. 28.11.2009 18:12 Spyr um kostnað vegna erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um kostnað vegna starfa erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum. 28.11.2009 17:26 Víða hálka á Vesturlandi Á Vesturlandi eru víða hálka, hálkublettir og snjóþekja. Þungfært er á Skógarströnd og Snjóþekja og mikil snjókoma á Snæfellsnesi. Snjóþekja og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Þæfingsfærð er á Laxárdalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 28.11.2009 17:12 Jólapakkasöfnunin hófst í dag Fyrr í dag hófst góðgerðasöfnun á jólapökkum fyrir börn undir jólatréð í Kringlunni samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. 28.11.2009 16:00 Fjölmenni á útifundi Boðaður útifundur Hagsmunasamtaka heimilanna hófst klukkan þrjú á Austurvelli. Vel á þriðja hundrað manns tóku þátt í fundinum. 28.11.2009 15:29 Frjálslyndir í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við Ólaf Frjálslyndir í Reykjavík lýsa eindregnum stuðningi við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans, og krefjast þess að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, biðji Ólaf afsökunar. 28.11.2009 15:17 Valgerður sigraði Hall í baráttunni um þriðja sætið Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, sigraði Hall Magnússon í kosningu um þriðja sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík í kosningunum í maí á næsta ári. Valgerður sigraði með 66% gildra atkvæða en Hallur hlaut 34% atkvæða. 28.11.2009 14:26 „Ég er svöng" Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið á Alþingi í morgun. Þegar leið á umræðuna hvatti formaður Hreyfingarinnar forseta Alþingis til þess að gera matarhlé þar sem hún væri svöng. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að um réttlætismál væri að ræða. Þingmenn ættu að fá matarhlé. 28.11.2009 14:01 Guðrún skipar annað sætið á eftir Einari Skúlasyni Guðrún Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, sigraði í kosningu um 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í maí á næsta ári. 28.11.2009 13:32 Nokkur hundruð manns í Hlíðarfjalli Nokkur hundruð manns hafa rennt sér á skíðum í Hlíðarfjalli, skíðasvæði Akureyringa, í dag. Þetta er í fyrsta sinn á þessu hausti sem skíðasvæðið er opið en á síðasta ári opnaði það nokkuð fyrr. 28.11.2009 13:30 Þingmenn á landsfundi norskra ESB andstæðinga Um helgina fer fram landsfundur Nei til EU í Noregi. Samtökin eru systursamtök Heimssýnar sem berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í sendinefnd Heimssýnar sem tekur þátt í fundinum eru meðal annars þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason VG, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki. 28.11.2009 13:15 Samfylkingin í Mosó með prófkjör Félagsfundur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ samþykkti á fimmtudag tillögu stjórnar um að hafa prófkjör meðal félagsmanna til að velja á framboðslista flokksins í bæjarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 28.11.2009 13:15 Guðlaugur dregur framboð sitt til baka Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur, hefur dregið framboð sitt í 3. sæti á lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor til baka. Hann er náinn samstarfsfélagi Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem laut í lægra haldi í baráttu við Einar Skúlason um oddvitasætið. 28.11.2009 12:54 Útilegubúnaður og bílar boðnir upp Sýslumaðurinn í Reykjavík stendur í hádeginu fyrir uppboði á vörum sem ekki hafa verið leystar út úr tollinum. Uppboðið er í vörumiðstöð Samskipa í Reykjavík. 28.11.2009 12:48 Boða til mótmæla á jólatónleikum Fíladelfíu Hópur samkynhneigðra hefur boðað til mótmæla á jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins. Ástæðan er sú tónlistamanni er meinað að syngja þar vegna kynhneigðar sinnar. 28.11.2009 12:44 Óskar: Úrslitin vonbrigði Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og sitjandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að úrslitin í kosningu um oddvitasæti flokksins séu vonbrigði. Hann ætlar að leggja sitt af mörkum í komandi kosningabaráttu. 28.11.2009 12:21 Einar sigraði sitjandi borgarfulltrúa Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, sigraði Óskar Bergsson, borgarfulltrúa, í kosningu um oddvitasæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Einar hlaut 62% atkvæða. 28.11.2009 11:55 Talning hafin á kjörfundi framsóknarmanna Kosningu um oddvitasæti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum lauk á 12 tímanum og er talning hafin. Kjörfundur fer fram á Hótel Loftleiðum og berjast Einar Skúlason, varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, um fyrsta sætið. 28.11.2009 11:38 Fyrrverandi ráðherra meðal 78 umsækjenda Þingvallanefnd bárust alls 78 umsóknir um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en umsóknarfrestur rann nýverið út. Meðal umsækjenda eru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður, og Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Það er þingvallanefnd sem ræður framkvæmdastjóra fyrir þjóðgarðinn sem jafnframt er þjóðgarðsvörður. 28.11.2009 11:24 Barnaefni fyrir fullorðna Það vekur athygli að foreldrarnir hlæja síst minna en börnin, segir Einar Árnason kvikmyndatökumaður sem fékk þá hugmynd að gefa út Klaufabárðana á Íslandi. 28.11.2009 11:00 Þingfundur í dag Þingfundur hefst innan stundar á Alþingi þar sem annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna verður fram haldið, en ekki tókst að ljúka henni í gærkvöld. Sex verða á mælendaskrá í upphafi fundar. 28.11.2009 10:20 Handtekinn fimm ára gamall Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, var handtekinn í fyrsta sinn á ævinni þegar hann var fimm ára gamall. „Ég var handtekinn í fyrsta sinn þegar ég var fimm að verða sex og strauk af leikskólanum Steinahlíð og fór heim til mín og reyndi að kveikja í stigaganginum,“ segir Mikael í samtali við Miðjuna, nýtt vefrit um menningu og dægurmál. 28.11.2009 10:15 Boða til útifundar á Austuvelli í dag Hagsmunasamtök heimilanna hafa boðað til útifundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að greiðsluverkfall sé okkar vopn og hvatt er til að fólk sameinist í því. 28.11.2009 10:13 Ríflega níu þúsund skora á forsetann Ríflega 9000 manns hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. 28.11.2009 10:03 Spyr Össur og Steingrím um fundargerðir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill vita hvort að til séu fundargerðir forystumanna ríkisstjórnarinnar með erlendum leiðtogum vegna Icesave málsins. Séu slíkar fundargerði til spyr hún jafnframt hvort þær verði birtar. Ragnheiður hefur lagt fram tvær fyrirspurnir Alþingi vegna þessa. 28.11.2009 09:56 Sjá næstu 50 fréttir
Tæplega 13 þúsund skora á forsetann í Icesave málinu Rúmlega 12.900 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Undirskriftasöfnunin hófst síðastliðinn miðvikudag. 29.11.2009 16:19
Árni Þór: Væla yfir því að fá ekki að borða Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að framferði stjórnarandstöðunnar í umræðum um Icesave að undanförnu sé ekkert annað en skrípaleikur. Stjórnandstaðan væli yfir því að fá ekki að borða. Þingmaðurinn er kjaftfor, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29.11.2009 15:00
Þurfum ekki varanlegar undanþágur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Íslendingar þurfi ekki varanlegar undanþágur hjá Evrópusambandinu þegar kemur að fiskimiðunum. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fullyrði að með inngöngu í sambandið afsali Íslendingar yfirráðum sínum yfir helstum auðlindunum. Jón og Styrmir voru gestir Egils Helgasonar í þætti hans í Ríkissjónvarpsinu fyrr í dag. 29.11.2009 13:42
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO aðild Samtök hernaðarandstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Samtökin minna á að íslenska þjóðin hefur aldrei verið spurð með beinum hætti um afstöðu sína til aðildarinnar að NATO. Þetta kemur fram í ályktun landsráðstefna samtakanna sem haldin var 27. til 28. nóvember. 29.11.2009 13:15
Niðurstaðan í prófkjöri framsóknarmanna ljós Á kjörfundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í gær var kosið í sex efstu sæti listans með meirihlutakosningu og í sæti 7 til 12 með prófkjörsleið. Niðurstaða prófkjörsins liggur fyrir. 29.11.2009 13:04
Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29.11.2009 12:09
Óvíst hvort Héðinsfjarðargöng dragi úr fólksfækkun Óvíst er að Héðinsfjarðargöng muni verða til þess að draga úr fólksfækkun á Ólafsfirði og Siglufirði eins og vonast er til. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, prófessor í Háskólanum á Akureyri sem stýrt hefur umfangsmikill rannsókn sem snýr að mögulegum áhrifum gangnanna. 29.11.2009 12:08
Ræningjarnir voru í annarlegu ástandi Mennirnir sem handteknir voru skammt frá verslun 10-11 í Engihjalla í gærkvöldi voru í annarlegu ástandi. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir en líklegt þykir að mennirnir hafi ætlað að nota féð úr ráninu til þess að fjármagna fíkniefnaneyslu. 29.11.2009 12:00
Flokkar hafa ekki gott af því að vera lengi við völd Ekki er þörf á að stofna nýjan hægriflokk hér á landi, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún telur engan flokk hafa gott að því að sitja samfellt við völd í mörg ár. 29.11.2009 11:28
Frjálslyndir harma stuðningsyfirlýsingu við Ólaf Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins harmar yfirlýsingu kjördæmisfélaganna í Reykjavík við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans. Stjórnin dregur í efa að fundurinn hafi verið löglegur og bendir jafnframt á að Ólafur sé ekki félagi í Frjálslynda flokknum. 29.11.2009 10:46
Lyfjastofnun borist 16 tilkynningar um aukaverkanir Lyfjastofnun hafa borist 16 tilkynningar um aukaverkanir sem hugsanlega geta verið af völdum Pandemrix, bóluefnisins sem notað er gegn svínaflensu eðaa inflúensu af stofni A(H1N1). Það er 2,1 tilkynning á hverja 10.000 bólusetta en nú hafa 75.000 Íslendingar verið bólusettir við flensunni. 29.11.2009 10:27
Hálka á Hellisheiði Það snjóar nokkuð víða á Reykjanesi og þar er snjóþekja. Hálka og snjókoma er á Hellisheiði og í Þrengslum og allvíða á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 29.11.2009 09:49
Ógnaði starfsfólki með eggvopni Lögreglan fékk tilkynningu um vopnað rán í verslun 10-11, Engihjalla, í Kópavogi um átta leytið í gærkvöldi. Þar hafði aðili ógnað starfsmönnum með eggvopni. Lögreglan handtók síðan tvo aðila í tengslum við málið á stolnu ökutæki skammt frá þeim vettvangi sem ránið átti sér stað. Enginn meiddist í ráninu að sögn lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú tekið við rannsókn málsins 29.11.2009 09:46
Birgir: Ólöglegur þingfundur Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var frestað á Alþingi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur. 29.11.2009 09:32
Ljósin á Oslóartrénu tendruð á Austurvelli Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan fjögur í dag. Athöfnin hefst með því að Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar. 29.11.2009 08:00
Hætt við að skerða fæðingarorlof Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Þingflokkar VG og Samfylkingar hafa fallist á þessi áform. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 28.11.2009 19:10
Hátt í tuttugu unglingar í meðferð á BUGL vegna offitu Hátt í tuttugu unglingar sem glíma við offitu hafa verið í meðferð hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans undanfarið ár meðal annars vegna þunglyndis, kvíða og annarra sálrænna kvilla sem eru fylgifiskar offitu. Mörg þeirra eru 20 til 30 kílóum of þung, sum jafnvel enn þyngri. 28.11.2009 18:57
Tæplega 11 þúsund skora á Ólaf Ragnar Tæplega 11 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Undirskriftunum hefur fjölgað um meira en tvö þúsund í dag. 28.11.2009 18:00
Siv: Icesave hefur ekkert með ESB að gera „Ég held að ESB hafi ekkert þetta mál að gera en ég heyri að það eru margir sem vilja tengja þetta saman. Sérstaklega ESB andstæðingar,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið í morgun. Þingmaðurinn sagðist ennfremur ekki eiga von á því að Icesave málið komi til með að trufla umsóknarferlið. 28.11.2009 16:26
Fimmfaldur næst Fyrsti vinningur verður fimmfaldur næsta laugardag því enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. Búast má við að potturinn verði í 37 milljónir. 28.11.2009 20:11
Hallarbylting í Framsóknarflokknum Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir hallarbyltingu hafa verið gerð í Framsóknarflokknum í Reykjavík, þegar oddviti flokksins var felldur. 28.11.2009 18:12
Spyr um kostnað vegna erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um kostnað vegna starfa erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum. 28.11.2009 17:26
Víða hálka á Vesturlandi Á Vesturlandi eru víða hálka, hálkublettir og snjóþekja. Þungfært er á Skógarströnd og Snjóþekja og mikil snjókoma á Snæfellsnesi. Snjóþekja og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Þæfingsfærð er á Laxárdalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 28.11.2009 17:12
Jólapakkasöfnunin hófst í dag Fyrr í dag hófst góðgerðasöfnun á jólapökkum fyrir börn undir jólatréð í Kringlunni samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. 28.11.2009 16:00
Fjölmenni á útifundi Boðaður útifundur Hagsmunasamtaka heimilanna hófst klukkan þrjú á Austurvelli. Vel á þriðja hundrað manns tóku þátt í fundinum. 28.11.2009 15:29
Frjálslyndir í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við Ólaf Frjálslyndir í Reykjavík lýsa eindregnum stuðningi við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans, og krefjast þess að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, biðji Ólaf afsökunar. 28.11.2009 15:17
Valgerður sigraði Hall í baráttunni um þriðja sætið Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, sigraði Hall Magnússon í kosningu um þriðja sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík í kosningunum í maí á næsta ári. Valgerður sigraði með 66% gildra atkvæða en Hallur hlaut 34% atkvæða. 28.11.2009 14:26
„Ég er svöng" Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið á Alþingi í morgun. Þegar leið á umræðuna hvatti formaður Hreyfingarinnar forseta Alþingis til þess að gera matarhlé þar sem hún væri svöng. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að um réttlætismál væri að ræða. Þingmenn ættu að fá matarhlé. 28.11.2009 14:01
Guðrún skipar annað sætið á eftir Einari Skúlasyni Guðrún Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, sigraði í kosningu um 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í maí á næsta ári. 28.11.2009 13:32
Nokkur hundruð manns í Hlíðarfjalli Nokkur hundruð manns hafa rennt sér á skíðum í Hlíðarfjalli, skíðasvæði Akureyringa, í dag. Þetta er í fyrsta sinn á þessu hausti sem skíðasvæðið er opið en á síðasta ári opnaði það nokkuð fyrr. 28.11.2009 13:30
Þingmenn á landsfundi norskra ESB andstæðinga Um helgina fer fram landsfundur Nei til EU í Noregi. Samtökin eru systursamtök Heimssýnar sem berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í sendinefnd Heimssýnar sem tekur þátt í fundinum eru meðal annars þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason VG, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki. 28.11.2009 13:15
Samfylkingin í Mosó með prófkjör Félagsfundur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ samþykkti á fimmtudag tillögu stjórnar um að hafa prófkjör meðal félagsmanna til að velja á framboðslista flokksins í bæjarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 28.11.2009 13:15
Guðlaugur dregur framboð sitt til baka Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur, hefur dregið framboð sitt í 3. sæti á lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor til baka. Hann er náinn samstarfsfélagi Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem laut í lægra haldi í baráttu við Einar Skúlason um oddvitasætið. 28.11.2009 12:54
Útilegubúnaður og bílar boðnir upp Sýslumaðurinn í Reykjavík stendur í hádeginu fyrir uppboði á vörum sem ekki hafa verið leystar út úr tollinum. Uppboðið er í vörumiðstöð Samskipa í Reykjavík. 28.11.2009 12:48
Boða til mótmæla á jólatónleikum Fíladelfíu Hópur samkynhneigðra hefur boðað til mótmæla á jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins. Ástæðan er sú tónlistamanni er meinað að syngja þar vegna kynhneigðar sinnar. 28.11.2009 12:44
Óskar: Úrslitin vonbrigði Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og sitjandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að úrslitin í kosningu um oddvitasæti flokksins séu vonbrigði. Hann ætlar að leggja sitt af mörkum í komandi kosningabaráttu. 28.11.2009 12:21
Einar sigraði sitjandi borgarfulltrúa Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, sigraði Óskar Bergsson, borgarfulltrúa, í kosningu um oddvitasæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Einar hlaut 62% atkvæða. 28.11.2009 11:55
Talning hafin á kjörfundi framsóknarmanna Kosningu um oddvitasæti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum lauk á 12 tímanum og er talning hafin. Kjörfundur fer fram á Hótel Loftleiðum og berjast Einar Skúlason, varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, um fyrsta sætið. 28.11.2009 11:38
Fyrrverandi ráðherra meðal 78 umsækjenda Þingvallanefnd bárust alls 78 umsóknir um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en umsóknarfrestur rann nýverið út. Meðal umsækjenda eru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður, og Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Það er þingvallanefnd sem ræður framkvæmdastjóra fyrir þjóðgarðinn sem jafnframt er þjóðgarðsvörður. 28.11.2009 11:24
Barnaefni fyrir fullorðna Það vekur athygli að foreldrarnir hlæja síst minna en börnin, segir Einar Árnason kvikmyndatökumaður sem fékk þá hugmynd að gefa út Klaufabárðana á Íslandi. 28.11.2009 11:00
Þingfundur í dag Þingfundur hefst innan stundar á Alþingi þar sem annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna verður fram haldið, en ekki tókst að ljúka henni í gærkvöld. Sex verða á mælendaskrá í upphafi fundar. 28.11.2009 10:20
Handtekinn fimm ára gamall Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, var handtekinn í fyrsta sinn á ævinni þegar hann var fimm ára gamall. „Ég var handtekinn í fyrsta sinn þegar ég var fimm að verða sex og strauk af leikskólanum Steinahlíð og fór heim til mín og reyndi að kveikja í stigaganginum,“ segir Mikael í samtali við Miðjuna, nýtt vefrit um menningu og dægurmál. 28.11.2009 10:15
Boða til útifundar á Austuvelli í dag Hagsmunasamtök heimilanna hafa boðað til útifundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að greiðsluverkfall sé okkar vopn og hvatt er til að fólk sameinist í því. 28.11.2009 10:13
Ríflega níu þúsund skora á forsetann Ríflega 9000 manns hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. 28.11.2009 10:03
Spyr Össur og Steingrím um fundargerðir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill vita hvort að til séu fundargerðir forystumanna ríkisstjórnarinnar með erlendum leiðtogum vegna Icesave málsins. Séu slíkar fundargerði til spyr hún jafnframt hvort þær verði birtar. Ragnheiður hefur lagt fram tvær fyrirspurnir Alþingi vegna þessa. 28.11.2009 09:56