Innlent

Demjanjuk fyrir rétt í dag

John Demjanjuk.
John Demjanjuk. MYND/AP

Réttarhöld hefjast í þýsku borginni Munchen í dag yfir John Demjanjuk, sem ákærður er fyrir að hafa aðstoðað við morðin á 27 þúsund gyðingum í útrýmingarbúðum Nasista. Demjanjujk er 89 ára gamall og var hann framseldur frá Bandaríkjunum fyrr á þessu ári þar sem hann hefur búið frá stríðslokum.

Hann neitar því staðfastlega að hafa verið fangavörður í Sobobor fangabúðunum í Póllandi. Búist er við því að réttarhöldin standi fram á vor og verði hann sakfelldur má Demjanjuk búast við að eyða því sem eftir er ævinnar í fangaklefa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×