Barnaheill: Áhyggjur af fæðingarorlofsfrumvarpi 30. nóvember 2009 11:29 Petrína Ásgeirsdóttir. MYND/Valli Barnaheill, Save the Children, á Íslandi lýsa yfir áhyggjum vegna frumvarps til laga um skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku orlofsins um þrjú ár. Barnaheill telja að með boðaðri breytingu sé ekki einungis verið að skerða réttindi foreldra, heldur að vegið sé að þeim rétti barnsins að fá að njóta sem lengstrar umönnunar móður og föður á fyrsta ári ævi þess. Í tilkynningu frá Barnaheillum segir að það fyrirkomulag fæðingarorlofs sem hefur verið við lýði á Íslandi undanfarin ár hafi markað tímamót hvað varðar réttindi barna og hefur meðal annars stuðlað að aukinni þátttöku feðra í uppeldi barna sinna á fyrstu mánuðum ævi þeirra. Einnig er bent á að fyrirkomulagið hafi gert foreldrum kleift að verja lengri tíma með barninu heima við og barnið því farið seinna í dagvistun utan heimilis. „Þau tilfinningatengsl sem myndast milli barns og foreldra þess á fyrsta ári barnsins, eru grunnurinn að öðrum tilfinninga- og félagstenglsum síðar á ævinni" segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Barn sem getur myndað góð og heilbrigð tengsl er með sterkari sjálfsmynd og mun ganga betur í leik og starfi. Því er afar mikilvægt fyrir þroska barnsins að það fái að njóta sem mestra samvista við foreldra sína á fyrsta æviári þess. Frestun á töku orlofsins um þrjú ár getur leitt til þess að barnið þurfi að fara fyrr í dagvistun utan heimilis en annars hefði verið raunin og það kemur ekki í stað samfellds fæðingarorlofs". Að mati Barnaheilla hafa því allar breytingar er varða skerðingu og styttingu á fæðingarorlofi mikil áhrif á velferð barna og eru skerðing á réttindum þeirra. „Barnaheill minna á að samkvæmt 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn að byggja á því sem börnum er fyrir bestu," segir ennfremur. Að lokum hvetja Barnaheill stjórnvöld til að hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi þegar kemur að málefnum sem snerta þau og hvetja ríkisstjórnina til að falla frá fyrirhugaðri skerðingu og styttingu á fæðingarorlofi foreldra í hvaða mynd sem er. Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Barnaheill, Save the Children, á Íslandi lýsa yfir áhyggjum vegna frumvarps til laga um skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku orlofsins um þrjú ár. Barnaheill telja að með boðaðri breytingu sé ekki einungis verið að skerða réttindi foreldra, heldur að vegið sé að þeim rétti barnsins að fá að njóta sem lengstrar umönnunar móður og föður á fyrsta ári ævi þess. Í tilkynningu frá Barnaheillum segir að það fyrirkomulag fæðingarorlofs sem hefur verið við lýði á Íslandi undanfarin ár hafi markað tímamót hvað varðar réttindi barna og hefur meðal annars stuðlað að aukinni þátttöku feðra í uppeldi barna sinna á fyrstu mánuðum ævi þeirra. Einnig er bent á að fyrirkomulagið hafi gert foreldrum kleift að verja lengri tíma með barninu heima við og barnið því farið seinna í dagvistun utan heimilis. „Þau tilfinningatengsl sem myndast milli barns og foreldra þess á fyrsta ári barnsins, eru grunnurinn að öðrum tilfinninga- og félagstenglsum síðar á ævinni" segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Barn sem getur myndað góð og heilbrigð tengsl er með sterkari sjálfsmynd og mun ganga betur í leik og starfi. Því er afar mikilvægt fyrir þroska barnsins að það fái að njóta sem mestra samvista við foreldra sína á fyrsta æviári þess. Frestun á töku orlofsins um þrjú ár getur leitt til þess að barnið þurfi að fara fyrr í dagvistun utan heimilis en annars hefði verið raunin og það kemur ekki í stað samfellds fæðingarorlofs". Að mati Barnaheilla hafa því allar breytingar er varða skerðingu og styttingu á fæðingarorlofi mikil áhrif á velferð barna og eru skerðing á réttindum þeirra. „Barnaheill minna á að samkvæmt 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn að byggja á því sem börnum er fyrir bestu," segir ennfremur. Að lokum hvetja Barnaheill stjórnvöld til að hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi þegar kemur að málefnum sem snerta þau og hvetja ríkisstjórnina til að falla frá fyrirhugaðri skerðingu og styttingu á fæðingarorlofi foreldra í hvaða mynd sem er.
Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira