Innlent

Hluti af gagnsæi á markaði

Fyrirtæki verða eftirleiðis að hlíta hertum reglum um skuldabréfaviðskipti.Fréttablaðið/valli
Fyrirtæki verða eftirleiðis að hlíta hertum reglum um skuldabréfaviðskipti.Fréttablaðið/valli

Hertar reglur taka gildi um upplýsingagjöf útgefenda skuldabréfa í Kauphöllinni um mánaðamótin. Þær kveða á um að fyrirtæki sem gefa út skuldabréf þurfa að birta á markaðnum endurskoðaðan ársreikning sem og hálfsársuppgjör. Hið opinbera og sveitarfélög þurfa aðeins að birta ársuppgjör.

Brjóti fyrirtæki reglurnar getur Kauphöllin beitt ýmsum úrræðum, svo sem opinberri áminningu og févíti.

Skuldabréfaútgefendur hafa í töluverðum mæli frestað birtingu uppgjöra sinna á þessu ári og hafa talsverðar sektir fallið á þau. Opinber áminning Kauphallarinnar getur haft talsverð áhrif enda hætt við að fjárfestar og aðrir sem kaupa skuldabréf þeirra fyrirtækja sem fá slíkan skell snúi við þeim baki.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×