Innlent

Bjó til ókeypis tré fyrir gítara

Valdís Steinarsdóttir ásamt öðrum vinningshöfum og aðstandendum Alþjóðlegu athafnavikunnar.
Valdís Steinarsdóttir ásamt öðrum vinningshöfum og aðstandendum Alþjóðlegu athafnavikunnar.

Valdís Steinarsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna Snilldarlausn - Marel sem haldin var samhliða Alþjóðlegu athafnavikunni í þarsíðustu viku. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í menntamálaráðuneytinu á fimmtudag.

Þátttakendur í keppninni áttu að auka virði hlutar sem ekkert kostaði, taka virðisaukninguna upp á myndband og senda inn á netsíðu keppninnar. Myndböndin þóttu afar haganlega gerð og má sjá þau bæði á síðu Snilldarlausna og á YouTube.

Hluturinn var herðatré og bjó Steinunn til svokallað „Gítar­tré" úr því. Á tréð má setja gítar og hægt að hengja hann upp hvort heldur er á vegg eða inn í skáp. Verðlaunaféð nemur eitt hundrað þúsund krónum.

Þeir Ari Páll Ísberg og Elís Rafn Björnsson fengu verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina en Kristinn Pálsson fyrir flottasta myndbandið sem sýndi hvernig virði herðatrésins var aukið.

Þetta var fyrsta skiptið sem keppnin var haldin og bárust svo hugmyndaríkar lausnir að dómnefnd átti erfitt með að úrskurða um sigurvegarann, samkvæmt aðstandendum athafnavikunnar.

Þá taldi dómnefnd vinningstillögurnar það góðar að þær kunni að fara í framleiðslu síðar meir með örlítilli fínpússun. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×