Innlent

Vilja Nató fyrir þjóðaratkvæði

Samtök hernaðarandstæðinga vilja að þjóðin fái að taka afstöðu til aðildar að Nató.fréttablaðið/anton
Samtök hernaðarandstæðinga vilja að þjóðin fái að taka afstöðu til aðildar að Nató.fréttablaðið/anton

Samtök hernaðarandstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu. Samtökin ályktuðu þess efnis á landsráðstefnu um helgina.

Í ályktuninni segir að þjóðin hafi aldrei verið spurð með beinum hætti um afstöðu sína til aðildarinnar. Nató hafi á síðustu misserum „varpað grímunni og kemur nú fram sem hreinræktað árásarbandalag“. Samtökin skora á Alþingi að halda slíka kosningu samhliða sveitarstjórnarkosningum, kosningu til stjórnlagaþings eða mögulegum kosningum um aðild að Evrópusambandinu.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×