Innlent

Vilja meitla nöfn þingmanna á Icesave-minnisvarða

Iceslave.
Iceslave.

Forsvarsmenn heimasíðunnar, iceslave.is, vonast til þess að geta reist minnisvarða í miðborg Reykjavíkur til minningar um hugsanlega samþykkt Icesave-frumvarpsins og eru með söfnun þess eðlis á heimasíðu sinni.

Á minnisvarðann verða nöfn þeirra sem greiða atkvæði með frumvarpinu greypt, auk þeirra sem sitja hjá eða koma sér undan þátttöku í atkvæðagreiðslunni.

Þá verður einnig nafn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, greypt í minnisvarðann fari svo að hann samþykki lögin með undirskrift sinni.

Í tilkynningu segir:

„Þar sem baráttan gegn Icesave virðist nú vera töpuð er með þessu reynt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Minnisvarðinn verður áminning til framtíðarþingmanna um að verk þeirra gleymist ef til vill ekki. Sérstaklega ætti hann að vera þeim áminning um að fylgja sannfæringu sinni og víkja sér til að mynda ekki undan ábyrgð með hjásetu, fjarveru eða orlofi þegar afar mikilvæg mál koma til atkvæðagreiðslu."

Forsvarsmenn síðunnar hvetja fólk til þess að fará Iceslave.is og skrá sig fyrir litlu fjárframlagi til byggingar minnisvarðans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×