Innlent

Flatskjá og fersku kjöti stolið af Svarta sauðinum

Aðfaranótt fimmtudagsins var brotist inn í veitingastaðinn Svarta sauðinn í Þorlákshöfn. Þaðan var stolið 42" Philips flatskjá, skiptimynt, bjór og fersku kjöti. Þjófarnir komust inn á veitingastaðinn með því að spenna upp glugga. Málið er óupplýst en lögreglan leitar eftir vísbendingum.

Þá var einnig brotistinn í bílskúr við Sigtún á Selfossi fyrir tveimur helgum síðan og þaðan stolið Invertec-W14S rafsuðuvél og Metabo slípirokk.

Þá var þremur hjólbörðum á felgum stolið þar sem þeir voru fyrir utan verkstæði í Sunnumörk í Hveragerði. Þarna er um að ræða nýlega hjólbarða af stærðinni 205/55/16 og felgurnar eru 16 tommu álfelgur og eru sjaldgæfar.

Hafi einhver upplýsingar um ofangreind mál er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×