Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfarandi á Reykjanesbraut við Smáralind fyrir stundu. Hinn slasaði var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. Lögreglan vill koma því áleiðis að Reykjanesbraut er lokuð í suðurátt á móts við Smáralind. 3.11.2009 13:23 Garðyrkjubændur að gefast upp Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp. 3.11.2009 12:49 Búist við hlaupi í Jökulsá í Fljótsdal Landsvirkjun varar við því að hlaup sé líklegt í Jökulsá í Fljótsdal á næstunni. Hlaupið er þó talið verða lítið og mannvirki ekki sögð í hættu. 3.11.2009 12:36 Actavis bað ekki um að upplýsingar yrðu fjarlægðar úr skýrslu AGS Actavis óskaði ekki eftir því að upplýsingar um erlendar skuldir fyrirtækisins yrðu fjarlægðar úr skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3.11.2009 12:27 Evrópulán Orkuveitunnar ekki tengt Icesave Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafnar því að það sé Icesave-samningunum að þakka að Orkuveitan fái nú, eftir ársbið, afgreitt þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingabankanum. 3.11.2009 12:24 Aðalmeðferð í máli gegn forsvarsmönnum Baugs frestað Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Baugi Group og Fjárfestngarfélaginu Gaumi vegna meintra skattalagabrota hefur frestast. 3.11.2009 12:18 Konur fjórðungur viðmælenda í Silfrinu og í Vikulokunum Í úttekt Kvenréttindafélags Íslands á því af hvaða kyni viðmælendur tveggja vinsælla umræðuþátta hjá Ríkissjónvarpinu- og útvarpinu hafa verið undanfarna tvo mánuði kemur í ljós að um það bil fjórðungur viðmælenda voru konur. 3.11.2009 11:57 Vegurinn fái heitið Þröskuldar Þeirri hugmynd er varpað fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að nýi vegurinn um Arrnkötludal verði kallaður Þröskuldar. 3.11.2009 11:50 Undirbúningsnám fyrir háskóla á Austurlandi Þekkingarnet Austurlands og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa gert með sér samning um svokallaða Háskólabrú Austurlands. Er það aðfararnám að háskólanámi fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fer nú í fyrsta sinn fram á Austurlandi. 3.11.2009 11:49 Svínaflensan: Tæplega 1400 greindust í síðustu viku Tæplega 1400 manns greindust með svínaflensu á landinu í vikunni sem leið. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að flensan sé enn á talsverðu flugi og ljóst að hún sé ekki að líða hjá á næstunni. 3.11.2009 11:45 Tómas Ingi Olrich lét af sendiherraembætti Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, lét af embætti sendiherra í Frakklandi um helgina. Við starfi hans tók Þórir Ibsen. Þá tók Guðmundur Eiríksson við embætti sendiherra í Nýju Delhi um helgina af Finnbogi Rúti Arnarsyni. 3.11.2009 11:31 Ræða forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Eftir hádegi fram umræða utan dagskrár á Alþingi um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er málshefjandi en Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, verður til andsvara. Umræðan hefst klukkan tvo og sendur í hálfa klukkustund. 3.11.2009 11:29 Um 10 manns voru ákærðir vegna mótmæla Um 10 manns voru ákærðir eftir handtökurnar í kringum mótmælin í miðborg Reykjavíkur í upphafi árs, segir Jón HB Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3.11.2009 11:08 Fórnarlömbum mansals tryggður aðgangur að heilbrigðisþjónustu Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, breytti fyrir helgi reglugerð um rétt þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi með það fyrir augum að tryggja ótvíræðan rétt þolenda mansals óháð greiðslugetu viðkomandi og samningum við önnur ríki um greiðslur fyrir veitta þjónustu, að fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins. 3.11.2009 10:56 Vilja friðlýsa Skjálfandafljót Þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um friðlýsingu Skjálfandafljóts og alls vatnasviðs þess ofan Mjóadalsár. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Þuríður Backman, þingmaður VG. 3.11.2009 10:45 Vegurinn um Óshlíð nýttur sem hjólaleið Óshlíðarvegur verður væntanlega nýttur sem útivistar- og jafnvel hjólaleið þegar hann verður lagður af sem stofnvegur þegar jarðgöng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals verða tilbúin árið 2011. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta. 3.11.2009 10:26 Kostnaður við ESB-þýðingar hleypur á tugum milljóna Kostnaður ríkissjóðs vegna þýðingar á efni sem tengist mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á hæfi Íslands til að sækja um aðild að ESB hleypur á tugum milljóna króna. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða 12 mánaða vinnu fyrir sex þýðendur. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 3.11.2009 09:43 Greiddi 1,6 milljarð í atvinnuleysisbætur Vinnumálastofnun greiddi í gær rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar til um 13.100 einstaklinga. Á vef Vinnumálastofnunar kemur hins vegar fram að heildargreiðslur í september voru rétt rúmlega 1.8 milljarður króna og var þá greitt til 15.324 einstaklinga. 3.11.2009 09:35 Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt. 3.11.2009 08:51 AGS skýrslan birt í dag Skýrsla sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda verður birt í dag klukkan tvö að íslenskum tíma. 3.11.2009 07:20 Brutu rúðu í Alþingishúsinu Lögregla handtók í nótt ungt fólk á Austurvelli sem brotið hafði rúðu í Alþingishúsinu. Fólkið bar því við að það væri að mótmæla Icesave-samningunum að sögn lögreglu. Fólkinu var sleppt að lokinni skýrlutöku en þau mega búast við ákæru fyrir rúðubrotið. 3.11.2009 07:15 Keyrðu á og hlupu á brott Lögregla veitti tveimur mönnum eftirför í Teigahverfi í gærkvöldi eftir gáleysisakstur á Kringlumýrarbraut. Mennirnir voru á Volkswagen jeppa og keyrðu þeir meðal annars yfir girðingu og klesstu að minnsta kosti einn bíl. Að lokum staðnæmdist bíllinn við Grand hótel við Sigtún og mennirnir hlupu út í náttmyrkrið. Nokkurt lið lögreglu leitaði þeirra í hverfinu meðal annars með aðstoð hunda, en án árangurs. 3.11.2009 07:13 Tóku út upplýsingar um skuldir Actavis Seðlabanki Íslands bað um frestun útgáfu skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda. 3.11.2009 06:30 Sætir ákæru fyrir milljónaskattsvik Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um tengsl við glæpamálið umfangsmikla sem upp kom á Suðurnesjum um miðjan október sætir ákæru fyrir skattsvik upp á tæpar tuttugu milljónir. 3.11.2009 06:00 Skjóta á rjúpur úr bílunum „Okkur hafa borist tilkynningar um að rjúpnaveiðimenn séu að þvælast upp á hálendið á jeppum og skjóta á fuglinn úr bílunum,“ segir Adolf Árnason, lögreglumaður á Hvolsvelli. 3.11.2009 06:00 Heimilin fái greiðsluplan en fyrirtækin afskrifað Þingmenn spurðu ráðherra um verklagsreglur bankanna og um traust á bankakerfinu í gær, í kjölfar frétta af hugsanlegum milljarða afskriftum Nýja Kaupþings á skuldum 1998, sem á Haga, sem á meðal annars Bónus. Því var haldið fram að bankar færu mýkri höndum um fyrirtæki en einstaklinga. 3.11.2009 06:00 Margt hefur áunnist með Schengen-aðild Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. 3.11.2009 06:00 Óttaðist róg og baktal skósveina Óskars Gestur Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík og varaformaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í kjölfar deilu við borgarfulltrúann Óskar Bergsson. Í bréfi sem Gestur sendi borgarstjórnarflokknum fyrir tveimur vikum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segist hann hafa hætt af ótta við róg og baktal skósveina Óskars. 3.11.2009 06:00 Ætla að miðla góðum fréttum Samtök atvinnulífsins kalla eftir jákvæðum fréttum úr atvinnulífinu og ætla að miðla þeim áfram. Fréttum er hægt að koma til skila á vef samtakanna, www.sa.is. 3.11.2009 05:00 Vilja hagstæð lán Nýstofnuð Samtök ungra bænda vilja að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir að ungt fólk geti fengið hagstæð lán til jarðakaupa og þannig hafið búskap. 3.11.2009 04:00 Stefna að útboði á næsta ári Samkvæmt frummatsskýrslu Vegagerðarinnar verða umhverfisáhrif af gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar að mestu óveruleg. 3.11.2009 04:00 Stal peningaskáp úr Bautanum Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að stela peningaskáp, auk fleiri brota. Skápnum, sem innihélt 154 þúsund krónur, stal hann með því að brjótast inn í veitingastaðinn Bautann á Akureyri. 3.11.2009 03:00 Skil skilyrði fyrir leikskólaplássi Borgaryfirvöld hafa ákveðið að skilyrði fyrir leikskóladvöl barna sé að foreldrar þeirra séu ekki í vanskilum við leikskólasvið borgarinnar. 3.11.2009 02:00 Noro-veirur í hindberjum Matvælastofnun bendir almenningi á að hitun á frosnum innfluttum hindberjum sé fyrirbyggjandi til að forðast sýkingar af völdum noro-veira. 3.11.2009 01:00 Púað á félagsmálaráðherra Félagsmálaráðherrann Árni Páll Árnason var púaður niður á fundi Hagsmunasamtaka Heimilanna sem var haldinn í Iðnó í kvöld. 2.11.2009 22:06 Fyrirtæki á undanþágu uppvís af milljarða gjaldeyrisbraski Um það bil fjörtíu fyrirtæki hafa orðið uppvís af því að misnota undanþágu um gjaldeyrishöft frá Seðlabanka Íslands með stórfelldu gjaldeyrisbraski samkvæmt fréttastofu RÚV. 2.11.2009 19:38 Fyrrverandi lögga með fíkniefni í Argentínu Íslendingur á sextugsaldri, sem áður starfaði sem rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Argentínu eftir að hann var handtekinn með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum. 2.11.2009 18:45 Vörður samþykkir prófkjör Á fundi Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í dag mánudaginn 2. nóvember, var samþykkt að prófkjör skuli fara fram í Reykjavík um val frambjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2010. 2.11.2009 18:08 Nýr ráðuneytisstjóri ráðinn í fjármálaráðuneytið Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í dag fallist á ósk fjármálaráðherra um að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, flytjist í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu frá og með 1. nóvember 2009 samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. 2.11.2009 18:01 Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár. 2.11.2009 19:15 Evrópska lánið sterk skilaboð um Ísland Lánveiting Evrópska fjárfestingarbankans til Orkuveitu Reykjavíkur er gríðarlega sterkt merki út í hinn alþjóðlega fjármálaheim, að mati forystumanna orkufyrirtækjanna, og jafnvel upphafið að endurreisn íslensks efnahagslífs. 2.11.2009 19:06 Stefán Haukur stýrir aðildarviðræðum Íslands Utanríkisráðherra hefur falið Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán Haukur er einn reyndasti samningamaður Íslands á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 2005. 2.11.2009 16:37 Árásarkonan í Keflavík áfram í gæsluvarðhaldi Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að gæsluvarðhald yrði framlengt yfir Selmu Gunnarsdóttur sem grunuð er um að hafa stungið telpu með hnífi í brjóstið 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili telpunnar í Reykjanesbæ. 2.11.2009 16:25 Bæjarstjóri: Ekkert athugavert þótt fólk skoði atvinnutækifæri Það er ekkert athugavert við það þótt að fólk skoði spennandi tækifæri á vinnumarkaði og freisti gæfunnar innanlands sem utan, segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness. 2.11.2009 16:20 Vilja fá fund með framkvæmdastjóra AGS Hóps fólks hefur sent Dominique Strauss-Kahn, framkvæmda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bréf og óskað eftir fundi með honum til að leita svara vegna efnahagsáætlunar sjóðsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Lilja Mósesdóttir þingmaður VG, Ólafur Arnarson rithöfundur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Halla Gunnarsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. 2.11.2009 16:17 Sjá næstu 50 fréttir
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfarandi á Reykjanesbraut við Smáralind fyrir stundu. Hinn slasaði var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. Lögreglan vill koma því áleiðis að Reykjanesbraut er lokuð í suðurátt á móts við Smáralind. 3.11.2009 13:23
Garðyrkjubændur að gefast upp Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp. 3.11.2009 12:49
Búist við hlaupi í Jökulsá í Fljótsdal Landsvirkjun varar við því að hlaup sé líklegt í Jökulsá í Fljótsdal á næstunni. Hlaupið er þó talið verða lítið og mannvirki ekki sögð í hættu. 3.11.2009 12:36
Actavis bað ekki um að upplýsingar yrðu fjarlægðar úr skýrslu AGS Actavis óskaði ekki eftir því að upplýsingar um erlendar skuldir fyrirtækisins yrðu fjarlægðar úr skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3.11.2009 12:27
Evrópulán Orkuveitunnar ekki tengt Icesave Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafnar því að það sé Icesave-samningunum að þakka að Orkuveitan fái nú, eftir ársbið, afgreitt þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingabankanum. 3.11.2009 12:24
Aðalmeðferð í máli gegn forsvarsmönnum Baugs frestað Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Baugi Group og Fjárfestngarfélaginu Gaumi vegna meintra skattalagabrota hefur frestast. 3.11.2009 12:18
Konur fjórðungur viðmælenda í Silfrinu og í Vikulokunum Í úttekt Kvenréttindafélags Íslands á því af hvaða kyni viðmælendur tveggja vinsælla umræðuþátta hjá Ríkissjónvarpinu- og útvarpinu hafa verið undanfarna tvo mánuði kemur í ljós að um það bil fjórðungur viðmælenda voru konur. 3.11.2009 11:57
Vegurinn fái heitið Þröskuldar Þeirri hugmynd er varpað fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að nýi vegurinn um Arrnkötludal verði kallaður Þröskuldar. 3.11.2009 11:50
Undirbúningsnám fyrir háskóla á Austurlandi Þekkingarnet Austurlands og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa gert með sér samning um svokallaða Háskólabrú Austurlands. Er það aðfararnám að háskólanámi fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fer nú í fyrsta sinn fram á Austurlandi. 3.11.2009 11:49
Svínaflensan: Tæplega 1400 greindust í síðustu viku Tæplega 1400 manns greindust með svínaflensu á landinu í vikunni sem leið. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að flensan sé enn á talsverðu flugi og ljóst að hún sé ekki að líða hjá á næstunni. 3.11.2009 11:45
Tómas Ingi Olrich lét af sendiherraembætti Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, lét af embætti sendiherra í Frakklandi um helgina. Við starfi hans tók Þórir Ibsen. Þá tók Guðmundur Eiríksson við embætti sendiherra í Nýju Delhi um helgina af Finnbogi Rúti Arnarsyni. 3.11.2009 11:31
Ræða forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Eftir hádegi fram umræða utan dagskrár á Alþingi um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er málshefjandi en Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, verður til andsvara. Umræðan hefst klukkan tvo og sendur í hálfa klukkustund. 3.11.2009 11:29
Um 10 manns voru ákærðir vegna mótmæla Um 10 manns voru ákærðir eftir handtökurnar í kringum mótmælin í miðborg Reykjavíkur í upphafi árs, segir Jón HB Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3.11.2009 11:08
Fórnarlömbum mansals tryggður aðgangur að heilbrigðisþjónustu Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, breytti fyrir helgi reglugerð um rétt þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi með það fyrir augum að tryggja ótvíræðan rétt þolenda mansals óháð greiðslugetu viðkomandi og samningum við önnur ríki um greiðslur fyrir veitta þjónustu, að fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins. 3.11.2009 10:56
Vilja friðlýsa Skjálfandafljót Þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um friðlýsingu Skjálfandafljóts og alls vatnasviðs þess ofan Mjóadalsár. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Þuríður Backman, þingmaður VG. 3.11.2009 10:45
Vegurinn um Óshlíð nýttur sem hjólaleið Óshlíðarvegur verður væntanlega nýttur sem útivistar- og jafnvel hjólaleið þegar hann verður lagður af sem stofnvegur þegar jarðgöng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals verða tilbúin árið 2011. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta. 3.11.2009 10:26
Kostnaður við ESB-þýðingar hleypur á tugum milljóna Kostnaður ríkissjóðs vegna þýðingar á efni sem tengist mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á hæfi Íslands til að sækja um aðild að ESB hleypur á tugum milljóna króna. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða 12 mánaða vinnu fyrir sex þýðendur. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 3.11.2009 09:43
Greiddi 1,6 milljarð í atvinnuleysisbætur Vinnumálastofnun greiddi í gær rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar til um 13.100 einstaklinga. Á vef Vinnumálastofnunar kemur hins vegar fram að heildargreiðslur í september voru rétt rúmlega 1.8 milljarður króna og var þá greitt til 15.324 einstaklinga. 3.11.2009 09:35
Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt. 3.11.2009 08:51
AGS skýrslan birt í dag Skýrsla sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda verður birt í dag klukkan tvö að íslenskum tíma. 3.11.2009 07:20
Brutu rúðu í Alþingishúsinu Lögregla handtók í nótt ungt fólk á Austurvelli sem brotið hafði rúðu í Alþingishúsinu. Fólkið bar því við að það væri að mótmæla Icesave-samningunum að sögn lögreglu. Fólkinu var sleppt að lokinni skýrlutöku en þau mega búast við ákæru fyrir rúðubrotið. 3.11.2009 07:15
Keyrðu á og hlupu á brott Lögregla veitti tveimur mönnum eftirför í Teigahverfi í gærkvöldi eftir gáleysisakstur á Kringlumýrarbraut. Mennirnir voru á Volkswagen jeppa og keyrðu þeir meðal annars yfir girðingu og klesstu að minnsta kosti einn bíl. Að lokum staðnæmdist bíllinn við Grand hótel við Sigtún og mennirnir hlupu út í náttmyrkrið. Nokkurt lið lögreglu leitaði þeirra í hverfinu meðal annars með aðstoð hunda, en án árangurs. 3.11.2009 07:13
Tóku út upplýsingar um skuldir Actavis Seðlabanki Íslands bað um frestun útgáfu skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda. 3.11.2009 06:30
Sætir ákæru fyrir milljónaskattsvik Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um tengsl við glæpamálið umfangsmikla sem upp kom á Suðurnesjum um miðjan október sætir ákæru fyrir skattsvik upp á tæpar tuttugu milljónir. 3.11.2009 06:00
Skjóta á rjúpur úr bílunum „Okkur hafa borist tilkynningar um að rjúpnaveiðimenn séu að þvælast upp á hálendið á jeppum og skjóta á fuglinn úr bílunum,“ segir Adolf Árnason, lögreglumaður á Hvolsvelli. 3.11.2009 06:00
Heimilin fái greiðsluplan en fyrirtækin afskrifað Þingmenn spurðu ráðherra um verklagsreglur bankanna og um traust á bankakerfinu í gær, í kjölfar frétta af hugsanlegum milljarða afskriftum Nýja Kaupþings á skuldum 1998, sem á Haga, sem á meðal annars Bónus. Því var haldið fram að bankar færu mýkri höndum um fyrirtæki en einstaklinga. 3.11.2009 06:00
Margt hefur áunnist með Schengen-aðild Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. 3.11.2009 06:00
Óttaðist róg og baktal skósveina Óskars Gestur Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík og varaformaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í kjölfar deilu við borgarfulltrúann Óskar Bergsson. Í bréfi sem Gestur sendi borgarstjórnarflokknum fyrir tveimur vikum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segist hann hafa hætt af ótta við róg og baktal skósveina Óskars. 3.11.2009 06:00
Ætla að miðla góðum fréttum Samtök atvinnulífsins kalla eftir jákvæðum fréttum úr atvinnulífinu og ætla að miðla þeim áfram. Fréttum er hægt að koma til skila á vef samtakanna, www.sa.is. 3.11.2009 05:00
Vilja hagstæð lán Nýstofnuð Samtök ungra bænda vilja að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir að ungt fólk geti fengið hagstæð lán til jarðakaupa og þannig hafið búskap. 3.11.2009 04:00
Stefna að útboði á næsta ári Samkvæmt frummatsskýrslu Vegagerðarinnar verða umhverfisáhrif af gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar að mestu óveruleg. 3.11.2009 04:00
Stal peningaskáp úr Bautanum Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að stela peningaskáp, auk fleiri brota. Skápnum, sem innihélt 154 þúsund krónur, stal hann með því að brjótast inn í veitingastaðinn Bautann á Akureyri. 3.11.2009 03:00
Skil skilyrði fyrir leikskólaplássi Borgaryfirvöld hafa ákveðið að skilyrði fyrir leikskóladvöl barna sé að foreldrar þeirra séu ekki í vanskilum við leikskólasvið borgarinnar. 3.11.2009 02:00
Noro-veirur í hindberjum Matvælastofnun bendir almenningi á að hitun á frosnum innfluttum hindberjum sé fyrirbyggjandi til að forðast sýkingar af völdum noro-veira. 3.11.2009 01:00
Púað á félagsmálaráðherra Félagsmálaráðherrann Árni Páll Árnason var púaður niður á fundi Hagsmunasamtaka Heimilanna sem var haldinn í Iðnó í kvöld. 2.11.2009 22:06
Fyrirtæki á undanþágu uppvís af milljarða gjaldeyrisbraski Um það bil fjörtíu fyrirtæki hafa orðið uppvís af því að misnota undanþágu um gjaldeyrishöft frá Seðlabanka Íslands með stórfelldu gjaldeyrisbraski samkvæmt fréttastofu RÚV. 2.11.2009 19:38
Fyrrverandi lögga með fíkniefni í Argentínu Íslendingur á sextugsaldri, sem áður starfaði sem rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Argentínu eftir að hann var handtekinn með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum. 2.11.2009 18:45
Vörður samþykkir prófkjör Á fundi Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í dag mánudaginn 2. nóvember, var samþykkt að prófkjör skuli fara fram í Reykjavík um val frambjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2010. 2.11.2009 18:08
Nýr ráðuneytisstjóri ráðinn í fjármálaráðuneytið Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í dag fallist á ósk fjármálaráðherra um að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, flytjist í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu frá og með 1. nóvember 2009 samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. 2.11.2009 18:01
Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár. 2.11.2009 19:15
Evrópska lánið sterk skilaboð um Ísland Lánveiting Evrópska fjárfestingarbankans til Orkuveitu Reykjavíkur er gríðarlega sterkt merki út í hinn alþjóðlega fjármálaheim, að mati forystumanna orkufyrirtækjanna, og jafnvel upphafið að endurreisn íslensks efnahagslífs. 2.11.2009 19:06
Stefán Haukur stýrir aðildarviðræðum Íslands Utanríkisráðherra hefur falið Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán Haukur er einn reyndasti samningamaður Íslands á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 2005. 2.11.2009 16:37
Árásarkonan í Keflavík áfram í gæsluvarðhaldi Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að gæsluvarðhald yrði framlengt yfir Selmu Gunnarsdóttur sem grunuð er um að hafa stungið telpu með hnífi í brjóstið 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili telpunnar í Reykjanesbæ. 2.11.2009 16:25
Bæjarstjóri: Ekkert athugavert þótt fólk skoði atvinnutækifæri Það er ekkert athugavert við það þótt að fólk skoði spennandi tækifæri á vinnumarkaði og freisti gæfunnar innanlands sem utan, segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness. 2.11.2009 16:20
Vilja fá fund með framkvæmdastjóra AGS Hóps fólks hefur sent Dominique Strauss-Kahn, framkvæmda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bréf og óskað eftir fundi með honum til að leita svara vegna efnahagsáætlunar sjóðsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Lilja Mósesdóttir þingmaður VG, Ólafur Arnarson rithöfundur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Halla Gunnarsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. 2.11.2009 16:17