Árni Þór: Væla yfir því að fá ekki að borða 29. nóvember 2009 15:00 Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. Mynd/GVA Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að framferði stjórnarandstöðunnar í umræðum um Icesave að undanförnu sé ekkert annað en skrípaleikur. Stjórnandstaðan væli yfir því að fá ekki að borða. Þingmaðurinn er kjaftfor, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hart var tekist á um skipulag þingstarfanna á Alþingi í gær þegar annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var haldið áfram. Hálftíma hlé var gert klukkan sjö, sem margir þingmenn notuðu til þess að nærast enda höfðu þeir kvartað nokkuð yfir skorti á matarhléi.Þegar fundurinn hófst á nýjan leik gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að þingfundi yrði haldið áfram án þess að fyrir því væri samkomulag milli þingflokka og án þess að slík tillaga hefði verið borin upp og samþykkt sérstaklega af þeim þingmönnum sem viðstaddir voru umræðuna. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur. Að lokum frestaði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, þingfundi um tíu leytið en Alþingi kemur næst saman í fyrramálið. Árni og Þorgerður voru gestir í þátti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í fyrr í dag. Árni sagði þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta og væla yfir því að þeir væru svangir og fái ekki að borða. „Ég veit ekki eiginlega ekki hvað þau héldu að þau væru að fara að gera þegar þau voru kosin í vor," sagði Árni. Þætti væri einfaldlega skrípalegur. Þorgerði hugnaðist þau orð ekki. „Hér fer Árni Þór mjög mikinn og reynir að vera kjaftfor og rosa brattur karl." Staðreynd málsins væri sú að þingmenn stjórnarandstöðunnar fái engin svör frá ráðherrum og stjórnarliðum. Þá sagðist Þorgerður undrast að forseti Alþingis hafi í umræðum í gær ákveðið að breyta þingsköpum svo að hægt væri að halda kvöldfund. Þetta hafi verið gert til að þóknast framkvæmdavaldinu. Tengdar fréttir Þingfundur í dag Þingfundur hefst innan stundar á Alþingi þar sem annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna verður fram haldið, en ekki tókst að ljúka henni í gærkvöld. Sex verða á mælendaskrá í upphafi fundar. 28. nóvember 2009 10:20 Þvertaka fyrir málþóf Fullkomin óvissa ríkir um hvenær fjárlög og skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar koma á dagskrá Alþingis vegna togstreitu stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um Icesave. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um Icesave fyrir hálftómum sal í rúmlega þrjátíu klukkustundir. 27. nóvember 2009 18:58 Ræddu um skipulag þingfundar í 49 mínútur Þingmenn ræddu í 49 mínútur við upphaf þingfundar í dag hvort að fram ætti að fara atkvæðagreiðsla um það hvort ræða ætti Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar fram á kvöld. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, sagði umræðuna fyrir neðan virðingu Alþingis. 26. nóvember 2009 11:20 Siv: Icesave hefur ekkert með ESB að gera „Ég held að ESB hafi ekkert þetta mál að gera en ég heyri að það eru margir sem vilja tengja þetta saman. Sérstaklega ESB andstæðingar,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið í morgun. Þingmaðurinn sagðist ennfremur ekki eiga von á því að Icesave málið komi til með að trufla umsóknarferlið. 28. nóvember 2009 16:26 Birgir: Ólöglegur þingfundur Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var frestað á Alþingi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur. 29. nóvember 2009 09:32 Kvörtuðu undan fjarveru stjórnarliða Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu alvarlegar athugasemdir við fjarveru ráðherra og stjórnarliða í umræðum um Icesave í upphafi þingfundar í dag og hvort að ræða eigi um málið á kvöldfundi. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði ríkisstjórnina hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því að greidd yrði atkvæði með nafnakalli um hvort að ræða ætti málið fram á kvöld. 26. nóvember 2009 10:38 Icesave tefur afgreiðslu skattamála Þingfundi lauk á öðrum tímanum í nótt og var þá umræðu um Icesave-frumvarpið frestað en henni verður fram haldið í dag. Fyrir lok þingfundar var atkvæðagreiðsla um dagskrártillögu frá stjórnarandstöðuflokkunum um að dagskrá dagsins í dag yrði með þeim hætti að fyrst yrðu skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar tekin til umræðu auk annarar umræðu um frumvarp til fjáraukalaga. Síðan yrði hafist handa við að ræða icesave málið. 27. nóvember 2009 06:50 Boða kvöldfundi en mæta ekki sjálfir Tuttugu og fjórir þingmenn létu að sér kveða í heitum umræðum við upphaf þingfundar þar sem stjórnarandstaðan mótmælti því að halda ætti kvöldfund í þinginu til að ræða stjórnarfrumvarp um ríkisábyrgð. 27. nóvember 2009 04:45 „Ég er svöng" Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið á Alþingi í morgun. Þegar leið á umræðuna hvatti formaður Hreyfingarinnar forseta Alþingis til þess að gera matarhlé þar sem hún væri svöng. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að um réttlætismál væri að ræða. Þingmenn ættu að fá matarhlé. 28. nóvember 2009 14:01 Áhersla lögð á að klára Icesave fyrir mánaðamót Greiðsluskylda Tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna Icesave varð virk fyrir rúmum mánuði og segir fjármálaráðherra mikilvægt að klára afgreiðslu Icesave í þessum mánuði. Ekki sér hins vegar fyrir endann á ræðum stjórnarandstöðunnar um málið. 27. nóvember 2009 12:04 Frostavetur í atvinnuuppbyggingu verði Icesave-frumvarp ekki afgreitt Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ýmislegt sem andstæðingar Icesave-frumvarps ríkisstjórnarinnar halda fram gangi fram af sér. 27. nóvember 2009 03:00 Birkir J. taldi sig niðurlægðan Önnur umræða um Icesave-málið, sem framhaldið var á þingi í gær, gekk treglega. Réði óánægja stjórnarandstæðinga með fjarveru stjórnarliða mestu um en lengst af voru stjórnarandstæðingar einir í þingsalnum. Margsinnis voru gerðar athugasemdir við fjarveruna, lagt til að þingfundi yrði frestað og önnur mál tekin á dagskrá. 28. nóvember 2009 01:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að framferði stjórnarandstöðunnar í umræðum um Icesave að undanförnu sé ekkert annað en skrípaleikur. Stjórnandstaðan væli yfir því að fá ekki að borða. Þingmaðurinn er kjaftfor, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hart var tekist á um skipulag þingstarfanna á Alþingi í gær þegar annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var haldið áfram. Hálftíma hlé var gert klukkan sjö, sem margir þingmenn notuðu til þess að nærast enda höfðu þeir kvartað nokkuð yfir skorti á matarhléi.Þegar fundurinn hófst á nýjan leik gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að þingfundi yrði haldið áfram án þess að fyrir því væri samkomulag milli þingflokka og án þess að slík tillaga hefði verið borin upp og samþykkt sérstaklega af þeim þingmönnum sem viðstaddir voru umræðuna. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur. Að lokum frestaði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, þingfundi um tíu leytið en Alþingi kemur næst saman í fyrramálið. Árni og Þorgerður voru gestir í þátti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í fyrr í dag. Árni sagði þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta og væla yfir því að þeir væru svangir og fái ekki að borða. „Ég veit ekki eiginlega ekki hvað þau héldu að þau væru að fara að gera þegar þau voru kosin í vor," sagði Árni. Þætti væri einfaldlega skrípalegur. Þorgerði hugnaðist þau orð ekki. „Hér fer Árni Þór mjög mikinn og reynir að vera kjaftfor og rosa brattur karl." Staðreynd málsins væri sú að þingmenn stjórnarandstöðunnar fái engin svör frá ráðherrum og stjórnarliðum. Þá sagðist Þorgerður undrast að forseti Alþingis hafi í umræðum í gær ákveðið að breyta þingsköpum svo að hægt væri að halda kvöldfund. Þetta hafi verið gert til að þóknast framkvæmdavaldinu.
Tengdar fréttir Þingfundur í dag Þingfundur hefst innan stundar á Alþingi þar sem annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna verður fram haldið, en ekki tókst að ljúka henni í gærkvöld. Sex verða á mælendaskrá í upphafi fundar. 28. nóvember 2009 10:20 Þvertaka fyrir málþóf Fullkomin óvissa ríkir um hvenær fjárlög og skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar koma á dagskrá Alþingis vegna togstreitu stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um Icesave. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um Icesave fyrir hálftómum sal í rúmlega þrjátíu klukkustundir. 27. nóvember 2009 18:58 Ræddu um skipulag þingfundar í 49 mínútur Þingmenn ræddu í 49 mínútur við upphaf þingfundar í dag hvort að fram ætti að fara atkvæðagreiðsla um það hvort ræða ætti Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar fram á kvöld. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, sagði umræðuna fyrir neðan virðingu Alþingis. 26. nóvember 2009 11:20 Siv: Icesave hefur ekkert með ESB að gera „Ég held að ESB hafi ekkert þetta mál að gera en ég heyri að það eru margir sem vilja tengja þetta saman. Sérstaklega ESB andstæðingar,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið í morgun. Þingmaðurinn sagðist ennfremur ekki eiga von á því að Icesave málið komi til með að trufla umsóknarferlið. 28. nóvember 2009 16:26 Birgir: Ólöglegur þingfundur Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var frestað á Alþingi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur. 29. nóvember 2009 09:32 Kvörtuðu undan fjarveru stjórnarliða Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu alvarlegar athugasemdir við fjarveru ráðherra og stjórnarliða í umræðum um Icesave í upphafi þingfundar í dag og hvort að ræða eigi um málið á kvöldfundi. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði ríkisstjórnina hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því að greidd yrði atkvæði með nafnakalli um hvort að ræða ætti málið fram á kvöld. 26. nóvember 2009 10:38 Icesave tefur afgreiðslu skattamála Þingfundi lauk á öðrum tímanum í nótt og var þá umræðu um Icesave-frumvarpið frestað en henni verður fram haldið í dag. Fyrir lok þingfundar var atkvæðagreiðsla um dagskrártillögu frá stjórnarandstöðuflokkunum um að dagskrá dagsins í dag yrði með þeim hætti að fyrst yrðu skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar tekin til umræðu auk annarar umræðu um frumvarp til fjáraukalaga. Síðan yrði hafist handa við að ræða icesave málið. 27. nóvember 2009 06:50 Boða kvöldfundi en mæta ekki sjálfir Tuttugu og fjórir þingmenn létu að sér kveða í heitum umræðum við upphaf þingfundar þar sem stjórnarandstaðan mótmælti því að halda ætti kvöldfund í þinginu til að ræða stjórnarfrumvarp um ríkisábyrgð. 27. nóvember 2009 04:45 „Ég er svöng" Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið á Alþingi í morgun. Þegar leið á umræðuna hvatti formaður Hreyfingarinnar forseta Alþingis til þess að gera matarhlé þar sem hún væri svöng. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að um réttlætismál væri að ræða. Þingmenn ættu að fá matarhlé. 28. nóvember 2009 14:01 Áhersla lögð á að klára Icesave fyrir mánaðamót Greiðsluskylda Tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna Icesave varð virk fyrir rúmum mánuði og segir fjármálaráðherra mikilvægt að klára afgreiðslu Icesave í þessum mánuði. Ekki sér hins vegar fyrir endann á ræðum stjórnarandstöðunnar um málið. 27. nóvember 2009 12:04 Frostavetur í atvinnuuppbyggingu verði Icesave-frumvarp ekki afgreitt Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ýmislegt sem andstæðingar Icesave-frumvarps ríkisstjórnarinnar halda fram gangi fram af sér. 27. nóvember 2009 03:00 Birkir J. taldi sig niðurlægðan Önnur umræða um Icesave-málið, sem framhaldið var á þingi í gær, gekk treglega. Réði óánægja stjórnarandstæðinga með fjarveru stjórnarliða mestu um en lengst af voru stjórnarandstæðingar einir í þingsalnum. Margsinnis voru gerðar athugasemdir við fjarveruna, lagt til að þingfundi yrði frestað og önnur mál tekin á dagskrá. 28. nóvember 2009 01:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Þingfundur í dag Þingfundur hefst innan stundar á Alþingi þar sem annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna verður fram haldið, en ekki tókst að ljúka henni í gærkvöld. Sex verða á mælendaskrá í upphafi fundar. 28. nóvember 2009 10:20
Þvertaka fyrir málþóf Fullkomin óvissa ríkir um hvenær fjárlög og skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar koma á dagskrá Alþingis vegna togstreitu stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um Icesave. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um Icesave fyrir hálftómum sal í rúmlega þrjátíu klukkustundir. 27. nóvember 2009 18:58
Ræddu um skipulag þingfundar í 49 mínútur Þingmenn ræddu í 49 mínútur við upphaf þingfundar í dag hvort að fram ætti að fara atkvæðagreiðsla um það hvort ræða ætti Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar fram á kvöld. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, sagði umræðuna fyrir neðan virðingu Alþingis. 26. nóvember 2009 11:20
Siv: Icesave hefur ekkert með ESB að gera „Ég held að ESB hafi ekkert þetta mál að gera en ég heyri að það eru margir sem vilja tengja þetta saman. Sérstaklega ESB andstæðingar,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið í morgun. Þingmaðurinn sagðist ennfremur ekki eiga von á því að Icesave málið komi til með að trufla umsóknarferlið. 28. nóvember 2009 16:26
Birgir: Ólöglegur þingfundur Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var frestað á Alþingi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur. 29. nóvember 2009 09:32
Kvörtuðu undan fjarveru stjórnarliða Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu alvarlegar athugasemdir við fjarveru ráðherra og stjórnarliða í umræðum um Icesave í upphafi þingfundar í dag og hvort að ræða eigi um málið á kvöldfundi. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði ríkisstjórnina hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því að greidd yrði atkvæði með nafnakalli um hvort að ræða ætti málið fram á kvöld. 26. nóvember 2009 10:38
Icesave tefur afgreiðslu skattamála Þingfundi lauk á öðrum tímanum í nótt og var þá umræðu um Icesave-frumvarpið frestað en henni verður fram haldið í dag. Fyrir lok þingfundar var atkvæðagreiðsla um dagskrártillögu frá stjórnarandstöðuflokkunum um að dagskrá dagsins í dag yrði með þeim hætti að fyrst yrðu skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar tekin til umræðu auk annarar umræðu um frumvarp til fjáraukalaga. Síðan yrði hafist handa við að ræða icesave málið. 27. nóvember 2009 06:50
Boða kvöldfundi en mæta ekki sjálfir Tuttugu og fjórir þingmenn létu að sér kveða í heitum umræðum við upphaf þingfundar þar sem stjórnarandstaðan mótmælti því að halda ætti kvöldfund í þinginu til að ræða stjórnarfrumvarp um ríkisábyrgð. 27. nóvember 2009 04:45
„Ég er svöng" Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið á Alþingi í morgun. Þegar leið á umræðuna hvatti formaður Hreyfingarinnar forseta Alþingis til þess að gera matarhlé þar sem hún væri svöng. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að um réttlætismál væri að ræða. Þingmenn ættu að fá matarhlé. 28. nóvember 2009 14:01
Áhersla lögð á að klára Icesave fyrir mánaðamót Greiðsluskylda Tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna Icesave varð virk fyrir rúmum mánuði og segir fjármálaráðherra mikilvægt að klára afgreiðslu Icesave í þessum mánuði. Ekki sér hins vegar fyrir endann á ræðum stjórnarandstöðunnar um málið. 27. nóvember 2009 12:04
Frostavetur í atvinnuuppbyggingu verði Icesave-frumvarp ekki afgreitt Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ýmislegt sem andstæðingar Icesave-frumvarps ríkisstjórnarinnar halda fram gangi fram af sér. 27. nóvember 2009 03:00
Birkir J. taldi sig niðurlægðan Önnur umræða um Icesave-málið, sem framhaldið var á þingi í gær, gekk treglega. Réði óánægja stjórnarandstæðinga með fjarveru stjórnarliða mestu um en lengst af voru stjórnarandstæðingar einir í þingsalnum. Margsinnis voru gerðar athugasemdir við fjarveruna, lagt til að þingfundi yrði frestað og önnur mál tekin á dagskrá. 28. nóvember 2009 01:00