Innlent

Hætt við að skerða fæðingarorlof

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. Mynd/Anton Brink
Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Þingflokkar VG og Samfylkingar hafa fallist á þessi áform. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Samkvæmt tillögum sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, kynnti í ríkisstjórn fyrr í vikunni stóð til lækka hámarksgreiðslur úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund. Til stóð að bæturnar yrðu aldrei hærri en 75% af launum þess sem tæki fæðingarorlof og væri með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar yrði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður.

Áform ríkisstjórnarinnar vöktu afar hörð viðbrögð.


Tengdar fréttir

Skerðingin vegur freklega að fjölskyldum í landinu

VR mótmælir harðlega skerðingu réttinda í fæðingarorlofi og segir hana vega freklega að réttindum fjölskyldna í landinu. Fyrr í dag mótmæltu BSRB og Kvenréttindafélags Íslands fyrirhugaðri skerðingu.

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar

Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi

Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn

BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum.

Árni Páll endurskoði skerðingu á fæðingarorlofi

BSRB krefst þess að sparnaðarkrafa sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur boðað að verði lögð á fæðingarorlofssjóð verði endurskoðuð. Kvenréttindafélag Íslands varar við neikvæðum áhrifum fyrirhugaðrar skerðingar á stöðu foreldra á vinnumarkaði, sérstaklega kvenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×