Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár 29. nóvember 2009 12:09 Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. Til stóð að lækka hámarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum í stað 80 prósenta áður. Þessi áform vöktu ekki almenna lukku og frá þeim hefur verið horfið. Nú er sú hugmynd uppi að fæðingarorlofið verði stytt um mánuð og foreldrum sé þá gert skylt að geyma þennan eina mánuð í þrjú ár. Þegar barnið nær þriggja ára aldri fari foreldri í mánaðarfæðingarorlof. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar þingflokkum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna en af því fer tvennum sögum hvort frumvarp þessa efnis sé fullgert og bíði þess eins að verða lagt fram. Óljóst er hver sparnaðurinn af þessum breytingum verður en fyrirsjáanlegt er að þær munu hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélögin sem niðurgreiða gjöld til dagforeldra. Þá munu einnig vera í pípunum að gera breytingar á því hvernig orlofið skiptist milli föður og móður en í hverju þær nákvæmlega felast er enn á huldu. Tengdar fréttir Skerðingin vegur freklega að fjölskyldum í landinu VR mótmælir harðlega skerðingu réttinda í fæðingarorlofi og segir hana vega freklega að réttindum fjölskyldna í landinu. Fyrr í dag mótmæltu BSRB og Kvenréttindafélags Íslands fyrirhugaðri skerðingu. 26. nóvember 2009 16:29 Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 Hætt við að skerða fæðingarorlof Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Þingflokkar VG og Samfylkingar hafa fallist á þessi áform. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 28. nóvember 2009 19:10 Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. 25. nóvember 2009 12:43 Árni Páll endurskoði skerðingu á fæðingarorlofi BSRB krefst þess að sparnaðarkrafa sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur boðað að verði lögð á fæðingarorlofssjóð verði endurskoðuð. Kvenréttindafélag Íslands varar við neikvæðum áhrifum fyrirhugaðrar skerðingar á stöðu foreldra á vinnumarkaði, sérstaklega kvenna. 26. nóvember 2009 13:36 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. Til stóð að lækka hámarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum í stað 80 prósenta áður. Þessi áform vöktu ekki almenna lukku og frá þeim hefur verið horfið. Nú er sú hugmynd uppi að fæðingarorlofið verði stytt um mánuð og foreldrum sé þá gert skylt að geyma þennan eina mánuð í þrjú ár. Þegar barnið nær þriggja ára aldri fari foreldri í mánaðarfæðingarorlof. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar þingflokkum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna en af því fer tvennum sögum hvort frumvarp þessa efnis sé fullgert og bíði þess eins að verða lagt fram. Óljóst er hver sparnaðurinn af þessum breytingum verður en fyrirsjáanlegt er að þær munu hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélögin sem niðurgreiða gjöld til dagforeldra. Þá munu einnig vera í pípunum að gera breytingar á því hvernig orlofið skiptist milli föður og móður en í hverju þær nákvæmlega felast er enn á huldu.
Tengdar fréttir Skerðingin vegur freklega að fjölskyldum í landinu VR mótmælir harðlega skerðingu réttinda í fæðingarorlofi og segir hana vega freklega að réttindum fjölskyldna í landinu. Fyrr í dag mótmæltu BSRB og Kvenréttindafélags Íslands fyrirhugaðri skerðingu. 26. nóvember 2009 16:29 Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 Hætt við að skerða fæðingarorlof Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Þingflokkar VG og Samfylkingar hafa fallist á þessi áform. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 28. nóvember 2009 19:10 Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. 25. nóvember 2009 12:43 Árni Páll endurskoði skerðingu á fæðingarorlofi BSRB krefst þess að sparnaðarkrafa sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur boðað að verði lögð á fæðingarorlofssjóð verði endurskoðuð. Kvenréttindafélag Íslands varar við neikvæðum áhrifum fyrirhugaðrar skerðingar á stöðu foreldra á vinnumarkaði, sérstaklega kvenna. 26. nóvember 2009 13:36 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Skerðingin vegur freklega að fjölskyldum í landinu VR mótmælir harðlega skerðingu réttinda í fæðingarorlofi og segir hana vega freklega að réttindum fjölskyldna í landinu. Fyrr í dag mótmæltu BSRB og Kvenréttindafélags Íslands fyrirhugaðri skerðingu. 26. nóvember 2009 16:29
Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55
Hætt við að skerða fæðingarorlof Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Þingflokkar VG og Samfylkingar hafa fallist á þessi áform. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 28. nóvember 2009 19:10
Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. 25. nóvember 2009 12:43
Árni Páll endurskoði skerðingu á fæðingarorlofi BSRB krefst þess að sparnaðarkrafa sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur boðað að verði lögð á fæðingarorlofssjóð verði endurskoðuð. Kvenréttindafélag Íslands varar við neikvæðum áhrifum fyrirhugaðrar skerðingar á stöðu foreldra á vinnumarkaði, sérstaklega kvenna. 26. nóvember 2009 13:36