Innlent

Nokkur hundruð manns í Hlíðarfjalli

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. Mynd/Ægir

Nokkur hundruð manns hafa rennt sér á skíðum í Hlíðarfjalli, skíðasvæði Akureyringa, í dag. Þetta er í fyrsta sinn á þessu hausti sem skíðasvæðið er opið en á síðasta ári opnaði það nokkuð fyrr.

Opið er til klukkan fjögur í dag. Skíðafærið er gott að sögn starfsfólks svæðisins en í fjallinu er logn og sjö til átta stiga frost.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×