Innlent

Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO aðild

Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Mynd/Anton Brink
Samtök hernaðarandstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Samtökin minna á að íslenska þjóðin hefur aldrei verið spurð með beinum hætti um afstöðu sína til aðildarinnar að NATO. Þetta kemur fram í ályktun landsráðstefna samtakanna sem haldin var 27. til 28. nóvember.

„Sextíu ár eru liðin frá inngöngu Íslands í NATO. Með aðildinni að hernaðarbandalaginu hafa Íslendingar skipað sér í sveit með helstu vopnaframleiðslulöndum heims - ríkjum sem staðið hafa í stríðsrekstri víða um lönd með hörmulegum afleiðingum fyrir fólk," segir í ályktuninni.

Samtökin skora á Alþingi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða öðrum kosningum eins til dæmis sveitarstjórnarkosningum, kosningu til stjórnlagaþings eða mögulegra kosninga um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Á fundinum var ný miðnefnd samtakanna kjörin. Hana skipa Auður Lilja Erlingsdóttir, Elías Jón Guðjónsson, Halldór Smárason,

Haukur Þorgeirsson, Hildur Lilliendahl, Kolbeinn Hólmar Stefánsson, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Þórir Hrafn Gunnarsson og Þórunn Ólafsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×