Innlent

Ógnaði starfsfólki með eggvopni

Mynd/Stefán Karlsson

Lögreglan fékk tilkynningu um vopnað rán í verslun 10-11, Engihjalla, í Kópavogi um átta leytið í gærkvöldi, líkt og kom fram á Vísi. Þar hafði aðili ógnað starfsmönnum með eggvopni.

Lögreglan handtók síðan tvo aðila í tengslum við málið á stolnu ökutæki skammt frá þeim vettvangi sem ránið átti sér stað. Enginn meiddist í ráninu að sögn lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú tekið við rannsókn málsins

Nóttin var síðan að mestu leyti róleg að sögn lögreglu. Sex gista þó fangageymslur sökum ölvunar, enginn vegna líkamsárása. Talsverður fjöldi var í miðbænum enda jólahlaðborð í hámarki. Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur undir morgun, báðir að koma úr miðborginni. Lögregla er vökul þessa dagana með eftirlit vegna ölvunaraksturs.

Þá segir lögreglan í tilkynningu að mikið sé búið að snjóa í höfuðborginni en engin umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt. Tvennt hefur óskað aðstoðar vegna fastra bifreiða í snjónum.






Tengdar fréttir

Rán í 10-11 í Kópavogi

Rán var framið í 10-11 verslun í Engihjalla í kvöld. Lögreglan staðfesti þetta í samtali við Vísi en verst annars allra frétta af málum. Ekki er vitað hvort búið er að handtaka menn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×