Innlent

Hálka á Hellisheiði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Það snjóar nokkuð víða á Reykjanesi og þar er snjóþekja. Hálka og snjókoma er á Hellisheiði og í Þrengslum og allvíða á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi eru hálka, snjóþekja og snjókoma. Verið er að moka helstu leiðir á Snæfellsnesi en þar er frekar þungfært. Þæfingsfærð og éljagangur er um Laxárdalsheiði. Þungfært er um Uxahryggi.

Á Vestfjörðum er þæfingsfærð eða þungfært yfir helstu heiðar en mokstur stendur yfir.

Lágheiði er ófær. Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Ófært er yfir Öxi. Vegagerðin biður fólk að hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×