Innlent

Frjálslyndir harma stuðningsyfirlýsingu við Ólaf

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Mynd/Valgarður Gíslason

Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins harmar yfirlýsingu kjördæmisfélaganna í Reykjavík við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans. Stjórnin dregur í efa að fundurinn hafi verið löglegur og bendir jafnframt á að Ólafur sé ekki félagi í Frjálslynda flokknum.

Stjórnir kjördæmaráða Frjálslynda flokksins í Reykjavík harma grófar rangfærslur og ósæmilega framkomu Guðjóns Arnar Kristjánssonar, formanns flokksins, í garð Ólafs. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórna kjördæmisráða flokksins í Reykjavík. Þess er krafist að Guðjón Arnar biðji Ólaf afsökunar.

„Framkvæmdastjórn spyr hvernig standi á því að ályktun skuli gerð í nafni Frjálslynda flokksins í Reykjavík um borgarfulltrúa sem er ekki einu sinni í flokknum og hefur lýst vantrausti á Frjálslynda flokkinn," segir í tilkynningu frá Frjálslynda flokknum.

Greinargerð opinberuð

„Hvað sem því líður þá hefur framkvæmdastjórn ákveðið að gera opinbert að stjórnin hefur skilað inn ítarlegri greinargerð til borgarstjóra Reykjavíkur, vegna annarsvegar ásökun um að Ólafur F. Magnússon hafi slegið eign sinni á fjárstyrk borgarinnar til handa Frjálslynda flokknum og hinsvegar að borgin neitar alfarið að greiða styrkinn áfram til Frjálslynda flokksins eins og lög kveða á um," segir í tilkynningu.

Flokkurinn hyggst opinbera greinargerð um málið eftir hádegi á þriðjudag en þá rennur út sá frestur sem Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarastjóra, var gefin til að kynna sér greinargerðina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×