Innlent

Frjálslyndir í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við Ólaf

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Mynd/GVA
Frjálslyndir í Reykjavík lýsa eindregnum stuðningi við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans, og krefjast þess að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, biðji Ólaf afsökunar.

Stjórnir kjördæmaráða Frjálslynda flokksins í Reykjavík harma grófar rangfærslur og ósæmilega framkomu Guðjóns Arnar í garð Ólafs. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórna kjördæmisráða flokksins í Reykjavík.

„Nú þegar ásakanir formannsins um meintan fjárdrátt Ólafs F. hafa verið hraktar af innri endurskoðun borgarinnar er þess krafist að Guðjón Arnar biðji Ólaf F. og borgarstjórnarflokk F-listans afsökunar. Stjórnirnar lýsa eindregnum stuðningi við störf Ólafs F. í borgarstjórn og framboð undir undir hans forystu í næstu borgarstjórnarkosningum enda hefur Ólafur staðið dyggan vörð um almannahagsmuni og stefnu F-listans í borgarmálum," segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×