Innlent

Niðurstaðan í prófkjöri framsóknarmanna ljós

Einar Skúlason mun leiða lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári.
Einar Skúlason mun leiða lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. MYND/Pjetur
Á kjörfundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í gær var kosið í sex efstu sæti listans með meirihlutakosningu og í sæti næstu sæti með prófkjörsleið. Niðurstaða prófkjörsins liggur fyrir.

Sæti 7 til 12 skipa í réttri röð: Einar Örn Ævarsson viðskiptafræðingur, Þórir Ingþórsson viðskiptafræðingur, Sigurjón Kjærnested verkfræðinemi, Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri, Þuríður Bernódusdóttir þjónustufulltrúi og Agnar Bragi Bragason laganemi.

Líkt og áður hefur komið fram sigraði Einar Skúlason varaþingmaður Óskar Bergsson sitjandi oddvita í kosningu um oddvita sætið. Guðrún Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK hafnaði í öðru sæti og Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur í því þriðja. Fjórða sæti listans hlaut Zakaria Elias Anbari þjálfari, Ingvar Mar Jónsson flugstjóri það fimmta og Kristín Helga Magnúsdóttir sjötta sætið.




Tengdar fréttir

Guðlaugur dregur framboð sitt til baka

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur, hefur dregið framboð sitt í 3. sæti á lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor til baka. Hann er náinn samstarfsfélagi Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem laut í lægra haldi í baráttu við Einar Skúlason um oddvitasætið.

Einar sigraði sitjandi borgarfulltrúa

Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, sigraði Óskar Bergsson, borgarfulltrúa, í kosningu um oddvitasæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Einar hlaut 62% atkvæða.

Óskar: Úrslitin vonbrigði

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og sitjandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að úrslitin í kosningu um oddvitasæti flokksins séu vonbrigði. Hann ætlar að leggja sitt af mörkum í komandi kosningabaráttu.

Talning hafin á kjörfundi framsóknarmanna

Kosningu um oddvitasæti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum lauk á 12 tímanum og er talning hafin. Kjörfundur fer fram á Hótel Loftleiðum og berjast Einar Skúlason, varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, um fyrsta sætið.

Valgerður sigraði Hall í baráttunni um þriðja sætið

Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, sigraði Hall Magnússon í kosningu um þriðja sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík í kosningunum í maí á næsta ári. Valgerður sigraði með 66% gildra atkvæða en Hallur hlaut 34% atkvæða.

Einar og Óskar berjast um oddvitasætið

Kjörfundur framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hefst klukkan tíu á Hótel Loftleiðum. Einar Skúlason, fyrrverandi skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi, takast á um oddvitasætið. Alls eru 20 frambjóðendur í kjöri.

Hallarbylting í Framsóknarflokknum

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir hallarbyltingu hafa verið gerð í Framsóknarflokknum í Reykjavík, þegar oddviti flokksins var felldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×