Innlent

Auglýst eftir forstjóra Bankasýslu ríkisins

Bankasýsla ríkisins hefur auglýst embætti forstjóra laust til umsóknar. Bankasýsla ríkisins hefur tekið við eigandahlutverki í viðskiptabönkunum þremur. Lúkning samninga við kröfuhafa verður þó áfram á hendi fjármálaráðherra.

Í tilkynningu frá því í gær segir að Bankasýslan fari samkvæmt lögum með eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að eignast hlut í. Þeim sem þurfa að hafa samband við ríkið vegna eignarhluta þess í viðskiptabönkunum er bent á að hafa samband við Bankasýsluna.

Stjórn Bankasýslu ríkisins skipa þau Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur, stjórnarformaður, Sonja María Hreiðarsdóttir lögmaður, varaformaður, Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur og Guðrún Johnsen hagfræðingur til vara.

Nánari upplýsingar um stöðuna veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Herdís Rán Magnúsdóttir (herdis.magnusdottir@capacent.is) ráðgjafar hjá Capacent Ráðningum. Umsóknir skal senda til Capacent Ráðninga, www.capacent.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×