Fleiri fréttir

Mál e-töflusmyglara til ríkissaksóknara

Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur pólskum karlmönnum sem voru handteknir um miðjan síðasta mánuð með tæplega 6000 e-töflur. Mál þeirra er komið til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um það hvort að gefin verði út ákæra.

Talaði um hæð Tryggva Þórs

„Þú skalt segja mér það. Þú ert nú hár í loftinu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, umræðum á Alþingi í dag þegar Tryggva Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði: „Þið eigið ekki að lyppast niður.“ Birgir Ármannsson, flokksbróður Tryggva, gagnrýndi þessi orð Steingríms og sagði þau til skammar.

Vill auka umræðu um fósturlát

Auður Helgadóttir missti fóstur eftir 19 vikna meðgöngu í ágúst síðastliðnum. Hún segist hafa gengið í gegnum mikla sorg síðan og að daglegar athafnir eins og að fara í kjörbúð hafi reynst henni erfiðar í framhaldinu.

Hagræðing ástæða fyrir starfslokum Sigurðar

„Þetta er bara hluti af breytingum á stöðinni. Við erum að velta öllum steinum hjá okkur og það hefur staðið til að skoða fyrirkomulagið á veðurmálunum eins og fleiru," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, um brotthvarf Sigurðar Ragnarssonar veðurfréttamanns á 365.

Bjarni: Alþingi getur ekki takmarkað ríkisábyrgðina

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðuna í Icesave málinu sem liggur fyrir vera í grundvallaratriðum að Alþingi gefur frá frá sér réttinn til að takmarka ríkisábyrgð vegna samkomulagsins síðar. Bjarni spurði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, út í málið á þingfundi í dag. „Hvað réttlætir þessa kúvendingu frá því í sumar?“ spurði Bjarni.

Íslensk stúlka lést af völdum svínaflensu

Átján ára fjölfötluð stúlka lést í morgun á Barnaspítala Hringsins af völdu inflúensunnar A(H1N1), eftir því sem fram kom á fundi landlæknis nú fyrir stundu

Lamdi kynsystur sína eftir skólaball

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 19 ára stúlku fyrir líkamsárás fyrir utan 800 Bar á Selfossi í október á síðasta ári. Þá rún reif í hár kynsystur sinnar sem var að koma af skólaballi með þeim afleiðingum að hún féll í götuna. Hin dæmda lét ekki staðar numið þar heldur sparkaði í þá síðarnefnd þar sem hún lá í götunni, með þeim afleiðingum að stúlkan hruflaðist á báðum fótum við hné og á framanverðum fótleggjum og skarst á hægri fæti fyrir neðan hnéskel þannig að sauma þurfti 10 spor.

Segir Icesave fyrirvarana niðurtætta

„Mér sýnist að það sé búið að tæta dálítið niður einstaka af þeim fyrirvörum sem Alþingi setti fyrir samkomulaginu nú í sumar," segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður um Icesave samkomulagið sem skrifað var undir í hádeginu. Hann segir þó samkomulagið þó vera í skárri búningi en það hafi verið í upphafi. „En ekki finnst mér það nú gott," segir Ragnar.

Búið að undirrita Icesave samkomulagið

Icesave samkomulagið var undirritað með fyrirvörum í fjármálaráðuneytinu fyrir stundu. Undirritunin markar kaflaskil í einhverri mestu milliríkjadeilu sem Íslendingar hafi staðið í frá lýðveldisstofnun. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda.

Landhelgisgæslan nýtur mikils trausts.

Mikill meirihluti landsmanna ber traust til Landhelgisgæslunnar ef marka má nýja könnun MMR. Um 77,6%, segjast bera mikið traust til Gæslunnar. Einungis 5% svarenda segjast bera lítið traust til Landhelgisgæslunnar - sem þýðir með öðrum orðum að 15,5 sinnum fleiri segjast bera mikið traust til Gæslunnar en segjast bera lítið traust til hennar.

Icesave fyrirvarar ná ekki til vaxta

Efnhagsfyrirvarar Íslands í Icesave samkomulaginu ná ekki til greiðslu vaxta sem eru um fjórðungur af árlegum afborgunum. Greiðslur vegna Icesave munu nema um 55 milljörðum króna á ári. Samningurinn mun draga úr lífsgæðum hér á landi segir fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd.

24 liggja inni vegna svínaflensu

Útbreiðsla svonefndrar svínaflensu er hröð og bárust um 1000 tilkynningar um inflúensulík einkenni í síðustu viku, sem er tvöföldun frá því vikunni á undan. Langflestir ná sér með því að vera rúmliggjandi og fara eftir ráðleggingum lækna, en þó voru 24 inniliggjandi á Landspítalanum í gær, þar af fjórir á gjörgæslu. Sá sem lengst hefur legið á gjörgæslu hefur verið þar í um tvær vikur.

Hagfræðingur: Greiðsluþrot verður vart umflúið

Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi.

Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára

Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum.

Franklin Steiner ákærður fyrir fíkniefnabrot

Hafnfirðingurinn Franklin Stiner hefur verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna fyrir ári síðan. Samkvæmt ákæru hafði Franklin rúm 150 grömm af amfetamíni, 33 grömm af kókaini, 23 alsælutöflur og 1 grömm af hassi á sér þegar lögregla gerði leit þann 23. október í fyrra.

Þrír vilja taka við af Ögmundi

42. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar, BSRB, hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag. Á þinginu lætur Ögmundur Jónasson af störfum sem formaður en hann hefur verið formaður frá 1988. Þrír gefa kost á sér til formanns. Það eru þau Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, Árni Stefán Jónsson formaður SFR og Elín Björg Jónsdóttir formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi.

Eitt atkvæði bjargaði Þórshöfn og Þistilfirði

Þórshafnarbúar og nærsveitungar prísa sig sæla að eiga harðan kjarna fólks sem sagði nei við girnilegu gylliboði í fyrra. Það munaði nefnilega aðeins einu atkvæði að meirihluti heimila við Þistilfjörð sæti nú uppi með illviðráðanlegan skuldaklafa.

Opinber útgjöld til tryggingamála hafa aukist verulega

Heildarútgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr tæplega 5,7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 8,9% af landsframleiðslu 2008, en það samsvarar 132 milljörðum króna á því ári.

Dregur úr peningaþvætti

Á árinu 2008 bárust peningaþvættisskrifstofu embættis ríkislögreglustjóra alls 520 tilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Heildarfjárhæð þeirra var 625 milljónir. Það er 336 milljónum minna en árið áður en þá bárust 496 tilkynningar. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu skrifstofunnar fyrir árið 2008.

Ögmundur enn óákveðinn i Icesave

„Hjartað segir mér að réttast væri að fella samninginn. Skynsemin býður mér að fara varlega. Segir að það leiði ekki endilega til "réttari" og betri niðurstöðu,“ segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG um niðurstöðuna i Icesave málinu sem kynnt var í gær.

Frumvarpið lagt fram í dag - sameiginleg yfirlýsing birt

Nýtt Icesave frumvarp verður lagt fram á Alþingi í dag en í gær var tilkynnt um að samkomulag hefði náðst við Breta og Hollendinga í málinu. Þá er búist við því að í dag verði sameiginleg yfirlýsing frá Íslendingum Bretum og Hollendingum birt. Yfirlýsingin er liður í samkomulaginu og þar verður tekið fram að Bretland og Holland hafi meðal annars fallist á þá efnahagslegu skilmála sem settir voru með lögum Alþingis um ríkisábyrgð á Icesave.

Grunur leikur á íkveikju

Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út þegar tilkynnt var um eld í húsinu við Skólavörðustíg 40 laust fyrir klukkan 15 í gærdag. Húsið var mannlaust þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu. Grunur leikur á íkveikju.

Stuðningur við stjórnina eykst lítillega

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist lítillega á síðustu mánuðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, en stjórnin mælist enn með stuðning minnihluta kjósenda.

Verð á bókum hækkar um 10 til 15 prósent

Forlagið er stærsta bókaútgáfan á Íslandi og gefur um 200 titla út á árinu. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir að þrátt fyrir að bókaverð hjá þeim hækki á milli ára sé sú hækkun minni en almenn verðlagsþróun á Íslandi. „Í fyrra hækkaði verðið ekki neitt, þrátt fyrir uppsafnaða hækkunarþörf og aukinn kostnað,“ segir Egill.

Orkuskattur gæti fælt verksmiðju frá

„Ef þessi áform ganga eftir verður nær útilokað að selja þá hugmynd að staðsetja verksmiðjuna hér. Mitt persónulega mat er að þetta slái okkur út af borðinu“, segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland, spurður um áhrif boðaðra orku- og auðlindaskatta á fyrirætlanir um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Biðlisti eftir föstum básum í Kolaporti

viðskipti Stóraukin ásókn er í sölupláss í Kolaportinu í Reykjavík, að sögn Gunnars Hákonarsonar, framkvæmdastjóra Kolaportsins. Hann segir þó erfitt að leggja tölulegt mat á aukninguna, þar sem alla jafna hafi verið skipað í öll pláss. Hann finni þó fyrir því að pláss sem losna séu tekin mun fyrr en áður.

Þrisvar brotist inn í sama skólann

Aftur var brotist inn í skólastofu (kálf) við Myllubakkaskóla. En fyrir viku var brotinn upp gluggi á skólastofu og stolið þaðan hvítum Sony 3LCO myndvarpa.

Yfirlýsing frá Baldri Guðlaugssyni

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri Menntamálaráðuneytisins, áður fjármálaráðuenytisins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum innherjaviðskiptum hans sem sérstakur saksóknari á að hafa til rannsóknar.

Eldur í húsi hústökumanna

Eldur kviknaði í húsi á Skólavörðustíg nú rétt fyrir þrjú í dag. Að sögn varðstjóra er mikill viðbúnaður vegna brunans en sjúkrabílar og slökkviliðsbílar eru ýmist á leiðinni á vettvang eða eru komnir.

Nasistaglingur til sölu á íslenskri bloggsíðu

Nafnlaus Íslendingur, sem kallar sig Himmler, í höfuðið á Heinrich Himmler, yfirmanni Gestapó og SS sveitanna, er með tvo verðmæta nasistahringi til sölu á bloggsíðu á vefsvæði Vísis. Þá er einnig hægt að kaupa bókina Mein Kampf.

Menntamálaráðherra: Staða Baldurs skoðuð eftir helgi

Staða Baldurs Guðlaugssonar sem er ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins, verður skoðuð eftir helgi að sögn Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, þegar við hana var rætt fyrir utan stjórnarráðið í hádeginu.

Bensínsforstjóri til varnar ráðuneytisstjóra

„Þegar einstaklingur kemst að því að fyrirtæki sem hann á mikið undir í er annað hvort búið að gefa út rangar eða villandi upplýsingar um stöðu sína eða þá að að því steðji slík ógn að líkur séu á gjaldþroti, hver er þá réttur hans?“ skrifar Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, á vefsvæði Pressunnar þar sem hann bloggar til varnar Baldri Guðlaugssyni fyrrum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins.

Norðmaður lést í slysinu í Haukadal

Karlmaðurinn sem lést í fjórhjólaslysi á Haukadalsheiði síðastliðinn föstudag var 47 ára gamall Oslóarbúi, eftir því sem fram kemur á fréttavef TV 2 í Noregi.

Menntamálaráðherra vill takmarka nafnlaus ummæli á netinu

Nýtt fjölmiðlafrumvarp verður kynnt fyrir öllum þingflokkum í næstu viku og svo lagt fyrir Alþingi til umræðu. Ein af tillögunum sem finna má í frumvarpinu er ábyrgðarákvæði um nafnlaus ummæli á fréttasíðum á netinu. Fjölmiðlar eru gerðir ábyrgir fyrir nafnlausum ummælum sem birtast á vefsvæðum þeirra.

Femínistar vilja vitnavernd og lokun súlustaða

Femínistafélag Íslands krefst þess að súlustaðir verði lokaðir og að fórnalamba- og vitnavernd verði innleidd í íslensk lög í samræmi við alþjóðasamninga og að aðgerðaráætlun gegn mansali verði hrint í framkvæmd strax samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Indriði H. Þorláksson: Niðurstaða fengin í flestum atriðum Icesave

Niðurstaða er fengin í flestum atriðum í Icesave samningnum á milli íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda, segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hann segir þó að enn eigi eftir að ganga frá lausum endum sem séu aðallega tæknileg atriði varðandi samninginn.

Undarlegur erill hjá lögreglu í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn varðstjóra þá var það eftir hálf fimm í nótt sem útköllum fjölgaði stórlega. Mikið var um slagsmál í miðbænum og í einu tilviki þurftu lögreglumenn að fara inn á skemmtistað í miðborginni til þess að aðstoða dyraverði við að stöðva áflogahunda. Það þykir óvanalegt.

„Afhverju hata þig allir Obama?“

Hinn tíu ára gamli Terence Scott sló sjálfan forseta Bandaríkjanna og friðarnóbelsverðlaunahafann, Barack Obama, út af laginu í New Orleans á dögunum. Obama var á fundi með íbúum borgarinnar í borgarráðshúsinu þegar Terence kom upp á svið og fékk að spyrja forsetann einnar spurningar. Og hann hikaði ekki heldur spurði:

Allir mansalsmennirnir búnir að gefa sig fram

Mennirnir, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í dag vegna tengsla við mansalsmál, hafa allir gefið sig fram við lögreglu. Lýst var eftir mönnunum í fjölmiðlum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir