Bensínsforstjóri til varnar ráðuneytisstjóra 18. október 2009 13:53 Baldur Guðlaugsson fær stuðning úr óvæntri átt. „Þegar einstaklingur kemst að því að fyrirtæki sem hann á mikið undir í er annað hvort búið að gefa út rangar eða villandi upplýsingar um stöðu sína eða þá að að því steðji slík ógn að líkur séu á gjaldþroti, hver er þá réttur hans?" skrifar Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, á vefsvæði Pressunnar þar sem hann bloggar til varnar Baldri Guðlaugssyni fyrrum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Í fréttum í gær kom fram að sérstakur saksóknari væri með mál Baldurs til rannsóknar. Það er þegar hann seldi bréf sem hann átti í Landsbankanum, eftir að hafa setið fund með Alistair Darling auk fjármála- og viðskiptaráðherranna Árna M. Mathísesen og Björgvins G. Sigurðssonar mánuði fyrir hrun. Bankinn hrundi mánuði síðar og kviknuðu þá grunsemdir um að Baldur, í krafti starfs síns sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, hefði búið að innherjaupplýsingum. Hermann veltir þessari óheppilegu stöðu fyrir sér á blogginu og skrifar ennfremur: „Í mínum huga þá er það grundvallarréttur og skylda hvers manns að verja sig og sína fjölskyldu fyrir áföllum og forða tjóni þar sem það er hægt. Hvað er til ráða þegar svona aðstæður koma upp?" Hermann bendir á að tilvik Baldurs sé gott dæmi um það hversu ófullkomið regluverkið er á mörgum sviðum viðskiptalífsins. Hann tekur svo sérstaklega fram að hann þekki ekkert til Baldurs né hafi hitt hann svo hann sjálfur viti til. Pistilinn má lesa hér. Tengdar fréttir Ráðuneytisstjórinn ræddi vanda Icesave rétt áður en hann seldi bréf í bankanum Komið hefur í ljós að vandi Icesave reikninga Landsbankans var meginefni fundar sem Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sat með fjármálaráðherra Bretlands, tveimur vikum áður en hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum, rétt fyrir hrun bankans. 11. nóvember 2008 22:16 Björgvin vissi ekki um eignarhlut Baldurs í Landsbankanum Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu gerði Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra ekki grein fyrir því að hann væri hluthafi í Landsbankanum áður en hann sat fund ásamt viðskiptaráðherra með Alistair Darling fjármálaráðherra Breta. 10. desember 2008 14:25 Baldur lætur af störfum í fjármálaráðuneytinu Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, lætur af störfum á næstunni. Óljóst er hvernig staðið verður að starfslokum hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið verið að ganga frá þeim málum. Þær upplýsingar fengust hjá ritara Baldurs að hann væri enn við störf í ráðuneytinu en ekki náðist í Baldur. Ekki hefur heldur náðst í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í dag. 5. febrúar 2009 11:39 Óljóst hvort Baldur snúi aftur Ekki er enn komið í ljós hvort Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, snúi aftur í ráðuneytið. Hann hefur verið í leyfi frá því í febrúar. 4. júní 2009 12:06 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Þegar einstaklingur kemst að því að fyrirtæki sem hann á mikið undir í er annað hvort búið að gefa út rangar eða villandi upplýsingar um stöðu sína eða þá að að því steðji slík ógn að líkur séu á gjaldþroti, hver er þá réttur hans?" skrifar Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, á vefsvæði Pressunnar þar sem hann bloggar til varnar Baldri Guðlaugssyni fyrrum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Í fréttum í gær kom fram að sérstakur saksóknari væri með mál Baldurs til rannsóknar. Það er þegar hann seldi bréf sem hann átti í Landsbankanum, eftir að hafa setið fund með Alistair Darling auk fjármála- og viðskiptaráðherranna Árna M. Mathísesen og Björgvins G. Sigurðssonar mánuði fyrir hrun. Bankinn hrundi mánuði síðar og kviknuðu þá grunsemdir um að Baldur, í krafti starfs síns sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, hefði búið að innherjaupplýsingum. Hermann veltir þessari óheppilegu stöðu fyrir sér á blogginu og skrifar ennfremur: „Í mínum huga þá er það grundvallarréttur og skylda hvers manns að verja sig og sína fjölskyldu fyrir áföllum og forða tjóni þar sem það er hægt. Hvað er til ráða þegar svona aðstæður koma upp?" Hermann bendir á að tilvik Baldurs sé gott dæmi um það hversu ófullkomið regluverkið er á mörgum sviðum viðskiptalífsins. Hann tekur svo sérstaklega fram að hann þekki ekkert til Baldurs né hafi hitt hann svo hann sjálfur viti til. Pistilinn má lesa hér.
Tengdar fréttir Ráðuneytisstjórinn ræddi vanda Icesave rétt áður en hann seldi bréf í bankanum Komið hefur í ljós að vandi Icesave reikninga Landsbankans var meginefni fundar sem Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sat með fjármálaráðherra Bretlands, tveimur vikum áður en hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum, rétt fyrir hrun bankans. 11. nóvember 2008 22:16 Björgvin vissi ekki um eignarhlut Baldurs í Landsbankanum Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu gerði Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra ekki grein fyrir því að hann væri hluthafi í Landsbankanum áður en hann sat fund ásamt viðskiptaráðherra með Alistair Darling fjármálaráðherra Breta. 10. desember 2008 14:25 Baldur lætur af störfum í fjármálaráðuneytinu Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, lætur af störfum á næstunni. Óljóst er hvernig staðið verður að starfslokum hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið verið að ganga frá þeim málum. Þær upplýsingar fengust hjá ritara Baldurs að hann væri enn við störf í ráðuneytinu en ekki náðist í Baldur. Ekki hefur heldur náðst í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í dag. 5. febrúar 2009 11:39 Óljóst hvort Baldur snúi aftur Ekki er enn komið í ljós hvort Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, snúi aftur í ráðuneytið. Hann hefur verið í leyfi frá því í febrúar. 4. júní 2009 12:06 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ráðuneytisstjórinn ræddi vanda Icesave rétt áður en hann seldi bréf í bankanum Komið hefur í ljós að vandi Icesave reikninga Landsbankans var meginefni fundar sem Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sat með fjármálaráðherra Bretlands, tveimur vikum áður en hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum, rétt fyrir hrun bankans. 11. nóvember 2008 22:16
Björgvin vissi ekki um eignarhlut Baldurs í Landsbankanum Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu gerði Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra ekki grein fyrir því að hann væri hluthafi í Landsbankanum áður en hann sat fund ásamt viðskiptaráðherra með Alistair Darling fjármálaráðherra Breta. 10. desember 2008 14:25
Baldur lætur af störfum í fjármálaráðuneytinu Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, lætur af störfum á næstunni. Óljóst er hvernig staðið verður að starfslokum hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið verið að ganga frá þeim málum. Þær upplýsingar fengust hjá ritara Baldurs að hann væri enn við störf í ráðuneytinu en ekki náðist í Baldur. Ekki hefur heldur náðst í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í dag. 5. febrúar 2009 11:39
Óljóst hvort Baldur snúi aftur Ekki er enn komið í ljós hvort Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, snúi aftur í ráðuneytið. Hann hefur verið í leyfi frá því í febrúar. 4. júní 2009 12:06