Fleiri fréttir

Stórþjófnaður: Fimm hundruð geislasteinum stolið

Verðmætu steinasafni var stolið af bænum Teigarhorni við Djúpavog fyrir helgi en þjófnaðurinn uppgvötaðist ekki fyrr en í gær. Eigandi steinanna, Jónína Ingvarsdóttir, telur að þjófurinn hafi ásælst steinanna sérstaklega. Jónína segir að steinarnir, sem eru svokallaðir geislasteinar, eða Zeolíte-steinar, séu milljóna króna virði.

Glóðarbruni í Grafarvogi

Glóðarbruni varð í Grafarvogi í nótt þegar leslampi féll á dýnu. Húsráðandinn kom heim til sín rúmlega tvö í nótt og fann þá sérkennilega eiturgufulykt. Hann fann engan eld en hringdi engu að síður í neyðarlínuna sem sendi slökkviliðið á svæðið.

Innbrot í Reykjanesbæ

Tvö innbrot voru framinn í Reykjanesbæ í nótt og gærkvöldi. Í fyrra innbrotinu fór þjófurinn inn og náði að taka með sér tvær fartölvur.

Ólöglegur kappakstur á Granda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum á Granda vegna hraðaksturs. Kvartað var undan hávaða.

Hröktu ráðherra úr púlti

Brottvísun hælisleitenda til Grikklands er umdeild. Mótmælendur hafa farið mikinn. Dæmi eru um að Útlendingastofnun hafi látið hjá líða að senda fólk til Grikklands. Sjálfstætt mat er lagt á sérhverja umsókn.

Vilja þúsund milljarða lánalínu

Framsóknarmenn telja, eins og málum er háttað, rétt að stjórnvöld óski með formlegum hætti eftir þúsund milljarða króna lánalínu frá Noregi. Af þeirri fjárhæð kunni að vera þörf fyrir að draga um þriðjung, það er fá rúmlega 300 milljarða að láni.

Stálu hraðbanka og deildu þýfinu

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir fjölmörg brot, ýmist saman eða hver í sínu lagi. Saman stálu þeir til dæmis hraðbanka sem innihélt 2,2 milljónir króna. Þeir brutu bankann upp síðar sama dag og skiptu þýfinu á milli sín. Mennirnir, sem eru allir af erlendum uppruna, stálu hraðbankanum aðfaranótt sunnudagsins 1. febrúar. Hann var í anddyri verslunarmiðstöðvar að Sunnumörk 1 í Hveragerði.

Séra Gunnar getur ekki hunsað biskup

Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan.

Tóku vel á móti Ólafi Ragnari

Gestir Rauða krosshússins tóku fagnandi á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann kynnti sér starfsemina í Borgartúni 25 í Reykjavík um miðjan dag í gær.

Hef aldrei kynnst öðru eins ástandi

„Ég hef aldrei kynnst öðru eins ástandi,“ segir Dagrún Ársælsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Vinagerði í Reykjavík. Svínaflensan hefur herjað á börn og starfsmenn í leikskólanum svo um munar. Í honum eru 62 börn og í gær mættu 18 börn. Þá voru fimm starfsmenn af fimmtán veikir.

Enginn veit hver á að borga

Alþingi kaus hagfræðinginn Daniel Gros í bankaráð Seðlabankans á fimmtudag, en þingflokkur Framsóknarflokksins tilnefndi hann. Daniel er búsettur í Brussel og því ljóst að hann þarf að ferðast um langan veg á bankaráðsfundi. Þá er líklegt að þýða þurfi öll gögn fyrir hann. Fréttablaðið spurðist fyrir um hver greiddi kostnað við ferðir, uppihald og þýðingar en fátt var um svör.

Bað veitingamenn afsökunar

Níels S. Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, baðst á fimmtudag afsökunar á ummælum sínum um veitingarekstur á Reykjanesi. Níels hafði í blaði Matvæla- og veitingafélagsins í grein um siðferði í atvinnurekstri sagt að svo virtist sem engin lög giltu á Reykjanesi. Níels viðhafði síðan svipuð ummæli um veitingamenn á Reykjanesi í Fréttablaðinu á þriðjudag og miðvikudag.

Flóttamaður óttast um líf sitt

Wali Safi, flóttamaður frá Afganistan, sendi fjölmiðlum tilkynningu í dag með þeim skilaboðum að hann væri farinn í felum til að forðast það að honum yrði vísað til Grikklands.

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut, skammt frá álverinu við Straumsvík, þegar bifreið hafnaði utanvegar rétt eftir klukkan sex í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði voru þrír fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um líðan þeirra. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út og tók það tæpan hálftíma.

Tíu prestar taka upp hanskann fyrir sr. Gunnar

Tíu prestar, þar á meðal sóknarprestur fjölmennustu sóknar landsins, skrifa Biskupi bréf, til varnar séra Gunnari Björnssyni. Þeir telja að hættulegt fordæmi geti skapast, verði séra Gunnar færður til í starfi, vegna siðferðsbrots gegn ungum sóknarbörnum.

Mál séra Gunnars vekur upp guðfræðilegar spurningar

„Fyrir okkur er það líka alvarleg staða að lesa megi út úr ferli þessa máls, að Þjóðkirkjan skuli ætla sér annað réttarfar en samfélagið sem hún á að þjóna. Það vekur einnig upp guðfræðilegar spurningar í lúterskri kirkju," þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem tíu prestar hafa skrifað Biskupi Íslands til varnar séra Gunnari Björnssyni, en Gunnar hefur sem kunnugt er verið í leyfi síðustu tvö árin vegna ásakana um kynferðisbrot gegn sóknarbörnum sínum.

Þjófurinn gleymdi símanum sínum

Hann var heldur seinheppinn þjófurinn sem braust inn í bíl í Breiðholti síðdegis í gær. Kauði náði að vísu að komast undan með eitthvað lítilræði en trúlega er það miklu minna virði en það sem hann sjálfur gleymdi á vettvangi. Þetta var sími þjófsins og því reyndist lögreglunni auðvelt að finna út hver var að verki. Maðurinn sem um ræðir er á fertugsaldri og hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu.

Dómsmálaráðherra hrökklaðist úr Háskólanum

„Þú ert með blóðugar hendur“ og „Ragna morðingi“ var meðal þess sem mótmælendur hrópuðu að Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, á ráðstefnu um mannréttindi og lýðræði í Háskóla Íslands í dag. Hún hvarf á braut án þess að hafa náð að flytja ávarp á ráðstefnunni.

Játaði morðið en sagðist ekki hafa notað vöfflujárn

Bjarki Freyr Sigurgeirsson játaði að hafa orðið Braga Friðþjófssyni að bana í Dalshrauni í Hafnarfirði í ágúst síðast liðnum, við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bjarki sagðist játa öllu því sem kæmi fram í ákæru málsins að því undanskildu að hann hefði notað vöfflujárn við verknaðinn, líkt og talið er.

Almenningur takmarki heimsóknir til sjúklinga

Vegna svínainflúensufaraldursins mælir farsóttanefnd Landspítala með því að almenningur takmarki heimsóknir sínar til sjúklinga á sjúkrahúsinu eins og kostur er. Margar deildir hafa þegar takmarkað heimsóknir og er fólk vinsamlegast beðið að virða þær takmarkanir, að fram kemur í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans.

Litháarnir áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald yfir þremur Litháum sem handteknir voru í tengslum við mál Litháísku stúlkunnar sem trylltist í flugvél á leið hingað til lands um helgina var framlengt fram á miðvikudag í næstu viku í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu.

Hosmany áfram í gæsluvarðhaldi

„Gæsluvarðhaldið er endalaust framlengt,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Hosmany var framlengdur um tvær vikur í dag eins og heimilt er, að sögn Hilmars.

Styttist í lausn í Icesave-málinu

Össur Skarphéðinsson segir að ríkisstjórnin muni kynna nýtt frumvarp um lausn í Icesavedeilunni „mjög fljótlega“ í samtali við Reuters fréttastofuna í dag. Hann segist einnig mjög bjartsýnn á að fá stuðning meirihluta þingsins í málinu.

Aðeins þriðjungur hefur skilað uppgjöri

Aðeins þriðjungur frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna vegna alþingiskosninganna 25. apríl síðastliðinn hefur skilað fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Samtals hafa 107 af 321 frambjóðendum skilað inn umræddum upplýsingum en skilafrestur rennur út 25. október. Ríkisendurskoðun flokkar skilin eftir stjórnmálaflokkum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að birtur verði listi yfir þá frambjóðendur sem skila ekki uppgjöri til stofnunarinnar.

Amfetamín fannst við húsleit

Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær en um amfetamín var að ræða. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins en hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Gott fyrir blaðamenn

Kristinn Hrafnsson segist ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur en hann var ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Ara Edwald sýknaður af kröfu handrukkarans Benjamíns Þórs Þorgrímssonar í dag. Kristinn segist hafa búist við þessari niðurstöðu.

Götuvændi færist í vöxt í Reykjavík

Götuvændi er að færist í vöxt í Reykjavík að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Greiningardeildin varar við að svipað ástand og í höfuðborgum nágrannalanda kunni að skapast í Reyjavík. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Á ofsahraða án ökuréttinda

Nítján ára piltur var tekinn fyrir ofsaakstur á Reykjanesbraut í Garðabæ í gærkvöld en bíll hans mældist á 150 kílómetra hraða. Pilturinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi en þrátt fyrir réttindaleysi og ungan aldur hefur hann nokkrum sinnum áður verið tekinn fyrir brot á umferðarlögum.

50 manns koma að byggingu metanólverksmiðju

Fyrsta skóflustungan að metanólverksmiðju í Svartsengi í landi Grindavíkur verður tekin á morgun. Um 50 manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar sem mun bera nafnið George Olah CO2 to Renewable Methanol Plant.

Kompásmenn sýknaðir af kröfu Benna Ólsara

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fréttamennina Kristinn Hrafnsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365, af kröfu Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem betur er þekktur sem Benni Ólsari, en hann stefndi þeim vegna Kompásþáttar sem fjallaði um handrukkun og var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári. Benjamín krafðist 10 milljón króna í miskabætur.

Þurfa ekki að skila inn vottorðum

Menntamálaráðuneytið sendi í dag stjórnendum framhaldsskóla bréf þar sem lagt er til að nemendur þurfi ekki að skila læknisvottorðum í veikindatilvikum. Sömu tilmælum hefur verið beint til atvinnurekenda.

Biskup hafi vald til að flytja séra Gunnar

Biskup Íslands telur að séra Gunnari Björnssyni beri að víkja frá Selfossi, með vísan í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Gunnar ætlar sér hvergi og hefur boðað til fundar með stuðningsmönnum á Selfossi í kvöld.

Konan frá Litháen fannst í Reykjavík

Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin.

SkjárEinn í læstri dagskrá

Frá miðjum nóvember næstkomandi verður sjónvarpsstöðin SkjárEinn áskriftarstöð. SkjárEinn verður þá sendur út í læstri dagskrá.

Búið að bera kennsl á manninn sem fannst látinn

Búið er að bera kennsl á manninn sem fannst látinn í flæðarmálinu á Langasandi skammt frá dvalarheimilinu Höfða á Akranesi seinnipartinn í gær. Andlátið virðist ekki tengjast saknæmu athæfi, að sögn lögreglunnar á Akranesi.

Reiðarslag fyrir Þingeyinga

Framsýn stéttarfélag lýsir yfir megnri óánægju með afstöðu ríkistjórnarinnar til uppbyggingar álvers á Bakka við Húsavík. Í ályktun stjórnar félagsins frá því í gær segir að ljóst sé að ákvörðun stjórnvalda um að skrifa ekki undir viljayfirlýsingu með heimamönnum og Alcoa varðandi uppbyggingu álvers á Bakka sé reiðarslag fyrir Þingeyinga. Ekki síst á sama tíma og atvinnulausum fari fjölgandi og hundruð milljóna flæði út úr ríkisjóði í atvinnuleysisbætur.

Rýkur enn úr rústum Lifrasamlagsins

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur staðið vaktina við leifar Lifrasamlagsins sem brann í fyrrnótt í einum mesta bruna í bænum frá því Ísfélagið brann árið 2000. Stór hluti hússins var einangraður með torfi og því hefur reynst erfitt slökkva síðustu glæðurnar og rýkur enn úr rústunum.

Markvörður ákærður fyrir rán

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann.

Stúlkan frá Litháen komin í leitirnar

Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir vegna meints mansals er fundin. Hún er í vörslu lögreglunnar og er mál hennar til rannsóknar. Búist er við því að lögreglan sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þegar nær dregur hádegi. Stúlkan sem ferðaðist undir nafninu Leva Grisiúte með stolnum skilríkjum kom hingað til lands með flugi síðastliðið föstudagskvöld og var flutt rænulítil á sjúkrahús eftir að hafa látið ófriðlega í flugvélinni síðasta hluta leiðarinnar.

Nytjastofnarnir eru ágætlega settir

Nýlokið er fundi ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins þar sem fjallað var um ástand nokkurra nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi og tillögur um nýtingu þeirra.

Sjálfstæðisflokkur er í sókn á landsvísu

Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig sex þingmönnum yrðu niðurstöður kosninga í takt við nýja könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Vinstri grænir og Borgarahreyfingin myndu tapa þingmönnum.

Óskar eftir sjálfboðaliðum

Rauði kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að vera nokkurs konar varalið í viðbrögðum félagsins við neyð. Leitað er eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn og ýmisleg störf geta beðið sjálfboðaliðanna, svo sem símsvörun, túlkun, barnapössun, matreiðsla og sálrænn stuðningur.

Styrkja baðmenningu í höfuðborginni

Samtökin Vatnavinir ætla sér að þróa áfram hugmyndir um fjölbreyttari baðmenningu í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkur sem heilsuborg.

Gekk fram á lík á Langasandi

Vegfarandi sem var úti að viðra hundinn sinn gekk fram á lík ungs manns á Langasandi, fyrir neðan elliheimilið á Akranesi, seinni partinn í gær. Ekkert bendir til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en það er þó ekki hægt að útiloka.

Sjá næstu 50 fréttir