Menntamálaráðherra vill takmarka nafnlaus ummæli á netinu 18. október 2009 13:00 Katrín Jakobsdóttir. Nýtt fjölmiðlafrumvarp verður kynnt fyrir öllum þingflokkum í næstu viku og svo lagt fyrir Alþingi til umræðu. Ein af tillögunum sem finna má í frumvarpinu er ábyrgðarákvæði um nafnlaus ummæli á fréttasíðum á netinu. Fjölmiðlar eru gerðir ábyrgir fyrir nafnlausum ummælum sem birtast á vefsvæðum þeirra. „Þetta er sem sagt ákvæði um ábyrgðaraðila sem hefur reyndar verið í prentlögum en blöð birta til dæmis ekki nafnlausa texta án ábyrgðar," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra um frumvarpið. Hún segir að það sé vel þekkt að pistlar eða bréf séu birt í dagblöðum samanber Velvakandi í Morgunblaðinu eða Svarthöfði í DV. Aftur á móti eru blöðin ábyrg fyrir þessum textum. Hinsvegar hefur það tíðkast á sumum fréttasíðum á netinu að einstaklingar geti tjáð sig nafnlaust. Hingað til hafa einstaklingar þurft að kæra ummæli til lögreglunnar sem svo hefur rannsókn til þess að finna þann sem skrifaði það sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á viðkomandi. Það ferli er einfaldað til muna, forsvarsmenn fréttasíðnanna eru ábyrgir verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Aðeins Eyjan.is býður upp á þann möguleika að menn tjái sig nafnlaust undir fréttum. Aðspurð hvort Katrín sé með þessu að takmarka tjáningarfrelsið segist hún ekki líta svo á. „Fjölmiðlar hljóta að vera ábyrgir fyrir því sem birtist í þeim. Það er ekki verið að setja hömlur á prívat síður," segir Katrín en bloggsvæði verða á ábyrgð þess sem þar skrifar samkvæmt frumvarpinu. Annað sem finna má í frumvarpinu eru lög um gagnsætt eignarhald. Þá er einnig í frumvarpinu ákvæði um að ritstjórnir þurfi að setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Ekkert um eignarhald er að finna í frumvarpinu. Katrín segist vilja setja það mál í þverpólitíska nefnd þar sem það verður sérstaklega skoðað. Því má búast við að sérstök lög um það líti dagsins ljós eftir að fjölmiðlafrumvarpið hefur verið samþykkt. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Nýtt fjölmiðlafrumvarp verður kynnt fyrir öllum þingflokkum í næstu viku og svo lagt fyrir Alþingi til umræðu. Ein af tillögunum sem finna má í frumvarpinu er ábyrgðarákvæði um nafnlaus ummæli á fréttasíðum á netinu. Fjölmiðlar eru gerðir ábyrgir fyrir nafnlausum ummælum sem birtast á vefsvæðum þeirra. „Þetta er sem sagt ákvæði um ábyrgðaraðila sem hefur reyndar verið í prentlögum en blöð birta til dæmis ekki nafnlausa texta án ábyrgðar," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra um frumvarpið. Hún segir að það sé vel þekkt að pistlar eða bréf séu birt í dagblöðum samanber Velvakandi í Morgunblaðinu eða Svarthöfði í DV. Aftur á móti eru blöðin ábyrg fyrir þessum textum. Hinsvegar hefur það tíðkast á sumum fréttasíðum á netinu að einstaklingar geti tjáð sig nafnlaust. Hingað til hafa einstaklingar þurft að kæra ummæli til lögreglunnar sem svo hefur rannsókn til þess að finna þann sem skrifaði það sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á viðkomandi. Það ferli er einfaldað til muna, forsvarsmenn fréttasíðnanna eru ábyrgir verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Aðeins Eyjan.is býður upp á þann möguleika að menn tjái sig nafnlaust undir fréttum. Aðspurð hvort Katrín sé með þessu að takmarka tjáningarfrelsið segist hún ekki líta svo á. „Fjölmiðlar hljóta að vera ábyrgir fyrir því sem birtist í þeim. Það er ekki verið að setja hömlur á prívat síður," segir Katrín en bloggsvæði verða á ábyrgð þess sem þar skrifar samkvæmt frumvarpinu. Annað sem finna má í frumvarpinu eru lög um gagnsætt eignarhald. Þá er einnig í frumvarpinu ákvæði um að ritstjórnir þurfi að setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Ekkert um eignarhald er að finna í frumvarpinu. Katrín segist vilja setja það mál í þverpólitíska nefnd þar sem það verður sérstaklega skoðað. Því má búast við að sérstök lög um það líti dagsins ljós eftir að fjölmiðlafrumvarpið hefur verið samþykkt.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira