Fleiri fréttir

Slökkvilið kallað að Actavis - enginn eldur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að höfuðstöðvum Actavis í Hafnarfirði um klukkan hálfníu í morgun þegar brunaboðar fóru í gang. Að sögn starfsmanns fór allt starfsfólk út úr húsinu til öryggis. Þegar slökkviliðið kom á vettvang kom í ljós að hitalykt hafði komið úr elementi í loftræstikerfi hússins sem varð til þess að eldvarnakerfið fór í gang. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu hefur þetta gerst áður í húsinu og er í raun nokkuð algengt þegar um slík hitaelement í loftræstikerfum er að ræða.

Jökulsárlón orðið dýpsta vatn landsins

Jökulsárlón er dýpsta vatn Íslands samkvæmt nýjustu mælingum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en eftir síðasta framhlaup Breiðamerkurjökuls, þar sem allt að 700 metrar munu hafa brotnað af jöklinum á köflum, er vatnið orðið dýpra en Öskjuvatn sem hingað til hefur hampað metinu.

Nemandi veiktist af berklum

Nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð veiktist nýverið af berklum. Hópur fólks, einkum nemendur í skólanum, hefur verið sendur í berklapróf í kjölfarið. Endanlegar niðurstöður liggja þó ekki fyrir fyrr en í haust.

Ætla að urða um 800 tonn af færiböndum

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo ætlar að láta urða færibönd sem notuð voru til að koma grjóti og möl upp úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Færibandinu, sem var um hálfur metri á breidd, hefur verið rúllað upp í um 200 rúllur, sem hver um sig er um fjögur tonn. Samanlagt verða því um 800 tonn af gúmmíi, um fimmtíu vörubílshlöss, urðuð á urðunarstað Fljótsdalshéraðs á Tjarnarlandi á næstunni.

Reykjanesbær kaupir land og jarðhitaréttindi í Svartsengi

„Reykjanesbær er að kaupa land og jarðhitaréttindi til að tryggja að auðlindirnar séu í eigu almennings,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Stjórn HS Orku samþykkti í gær að selja land og jarðhitaréttindi í Svartsengi til Reykjanesbæjar.

Þjóðin sögð ráða við ábyrgðina á Icesave

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að það hvarfli ekki að henni að frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins verði fellt á Alþingi.

Farsælast að samið yrði aftur

„Ef eitthvað er hef ég enn styrkst í þeirri trú að allt of mörg vafaatriði séu í þessu máli. Aðalatriðið er að þetta er óráðsía, og það hjálpar ekki lánshæfismati landsins að lofa því að borga eitthvað sem við getum ekki staðið við,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, um frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave-skuldanna sem lagt var fyrir Alþingi í gær.

Ekki til neitt plan B

„Ég tel mig ekkert þurfa neitt Plan-B,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í gær aðspurð á blaðamannafundi hvaða áform ríkisstjórnin hefði, samþykki Alþingi ekki Icesave-samninginn.

Kvótabrask í skjóli umdeilanlegra laga

Kvótabrask útgerðarmanna vegna stórvægilegra galla á fiskveiðistjórnunarkerfinu veldur vannýtingu á tilteknum nytjastofnum og milljarðatapi þjóðarbúsins. Byggðirnar í landinu líða fyrir hráefnisskort og eftirlitsaðilar hafa brugðist hlutverki sínu.

Selja sprautur á bensínstöðvum

Nokkrar bensínstöðvar Skeljungs hafa undanfarið gert tilraun með sölu á sprautum, sem hugsaðar eru fyrir þá sem taka neftóbak í vörina.

Helmingur þingheims tengdur hlutafélögum

Alls eru 32 alþingismenn skráðir í hlutafélagaskrá, sem stjórnarmenn, prókúruhafar, framkvæmdastjórar, endurskoðendur eða meðstjórnendur samkvæmt nýrri greiningu Creditinfo Ísland fyrir Fréttablaðið.

Biðlistar hafa ekki verið styttri í tvö ár

Staða á biðlistum í júní 2009 er almennt góð og hafa biðlistar styst fyrir nær allar aðgerðir. Enn er þó bið eftir tilteknum aðgerðum, svo sem gerviliðaaðgerðum og aðgerðum á augasteini, en færri einstaklingar bíða eftir slíkum aðgerðum nú en á sama tíma í fyrra.

Allir grunnskólanemendur komnir með skólavist

„Allir sem eru að koma úr grunnskóla eru komnir með pláss,“ segir Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. Mikil aðsókn var í framhaldsskóla í ár og var mörgum hafnað. Katrín segir marga þó ekki sátta við þann skóla sem þeir komust í.

Heita á stuðningi við ríkisstjórnina verði Icesave frumvarp fellt

Formaður Framsóknarflokksins segir að stjórnarandstaðan eigi að gefa ríkisstjórninni grið ef andstaða stjórnarþingmanna við Icesave verði til þess að fella ríkisábyrgð vegna samningsins á Alþingi, að öðrum kosti verði ríkisstjórnin að fara frá.

Ekið á hjólreiðamann við Hringbraut

Ekið var á hjólreiðamann á móts við Landspítalann á Hringbraut á níunda tímanum í kvöld. Lögregla og sjúkrabíl komu á staðinn en sá er fyrir bílnum varð stóð upp að sjálfsdáðum og mun taldi ekki þörf á því flytja sig á sjúkrahús til nánari aðhlynningar.

Hátekjuskattur leggst ekki á hjón heldur einstaklinga

Hátekjuskatturinn leggst ekki á hjón heldur einstaklinga. Því geta hjón með tæplega fjórtán hundruð þúsund krónur í mánaðartekjur sloppið við hátekjuskatt á meðan hjón undir milljón í sameiginlegar tekjur geta þurft að greiða hátekjuskatt.

Icesave-frumvarp lagt fram

Frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave var lagt fram nú fyrir stundu. Hart hefur verið deilt um frumvarpið en á blaðamannafundi sagði Steingrímur J. Sigfússon að niðurstaðan væri ásættanlegt.

Hópuppsagnir hjá Reykjalundi-Plastiðnaði ehf.

Fyrirtækið Reykjalundur-Plastiðnaður ehf. í Mosfellsbæ hefur sagt upp svo til öllu starfsfólki sínu í dag og í gær. Gísli Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu, en hann telur að um 42 einstaklingar missi vinnuna. Um er að ræða hópuppsögn.

Lyfjasamstarf Noregs og Íslands kannað

Heilbrigðisráðherra Noregs, Bjarne Hákon Hansen ákvað á óformlegum fundi með Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra Íslands, að setja niður starfshóp sem á að kortleggja samstarf landanna á sviði lyfjamála.

Á topp Esjunnar þrátt fyrir mikil veikindi

„Viljinn og jákvætt hugarfar koma manni áfram. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, erfiðleikar eru bara til að yfirstíga þá og styrkja mann. Ég er hæstánægð og það er bara eintóm gleði hér við rætur Esjunnar,“ sagði Björk Andersen sem gekk á Esjuna í dag ásamt átta öðrum fjallgöngumönnum.

Rændur, laminn og stunginn með skrúfjárni í Kaupmannahöfn

„Ég var á leiðinni heim úr afmælispartýi hjá vini mínum og vantaði ekki nema um það bil 300 metra upp á að vera kominn heim," segir hinn 28 ára gamli Ási Heimisson sem var rændur og stunginn í lærið þegar hann var á gangi á Rantzausgade í Nörrebro í Danmörku á laugardaginn.

Stjórnlagaþing kostar 360 milljónir

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um ráðgefandi stjórnlagaþing til samræmis við 100 daga áætlun stjórnarinnar. Áætlað er að stjórnlagaþingið kosti um 360 milljónir.

Smíði Hvítárbrúar við Flúðir komin á fullt skrið

Fyrstu undirstöður nýrrar Hvítárbrúar við Flúðir í Árnessýslu voru reknar niður í árfarveginn í dag. Verktakinn segir það guðsgjöf að hafa hreppt verkið og oddviti Bláskógabyggðar segir brúna verða mikilvæga þvertengingu fyrir uppsveitir Suðurlands.

Renault Scénic stolið úr Breiðholti

Silfurlituðum Renault Scénic var stolið úr P-stæði við Æsufell 4 í Breiðholti í morgun eða nótt. Eigandi bílsins tók eftir þessu um níu leytið í morgun en hefur ekki hugmynd um á hvenær bílnum var stolið.

Þingmaður: Alþingi eins og skólastofa

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður samfylkingarinnar, tók samþingmenn sína á hinu háa Alþingi á teppið í dag, en henni þótti ólæti og framíköll hafa keyrt um þverbak.

Sviku út staðsetningatæki á kostnað björgunarsveitar

Par á þrítugsaldrinum voru dæmd í eins og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja meðal annars út GPS staðsetningartæki á kostnað Björgunarsveitarinnar Kyndils á Kirkjubæjarklaustri. Staðsetningatækin voru keypt af R.Sigmundssyni.

Evrópumálið þokast áfram á þingi

Búist er við að tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði sameinaðar í utanríkismálanefnd og komist til seinni umræðu á alþingi á fyrstu dögum júlímánaðar.

Leynd létt af Icesave

Forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður leynd aflétt af tugum skjala sem varða Icesave málið og fram eru lögð á Alþingi. Að auki verður fjallað um frumvarp fjármálaráðherra þar sem leitað er samþykkis Alþingis fyrir ríkisábyrgð lána vegna málsins.

Friðarhlaup hefst á morgun

Tuttugu og fimm hlauparar frá fimmtán þjóðlöndum taka þátt í friðarhlaupinu sem hefst á morgun. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, ræsir hlauparana hjá gervigrasinu í Laugardal klukkan 11 í fyrramálið.

Tinna Gunnlaugsdóttir sækist eftir endurskipun

Alls sóttu tíu manns um stöðu þjóðleikhússstjóra, en umsóknarfrestur rann út klukkan 16 síðastliðinn föstudag. Ein umsókn var dregin til baka. Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. janúar 2010. Í embætti þjóðleikhússtjóra skal skipaður einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa.

Ríkisstjórnin vel á veg komin

Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur afgreitt 32 af 48 málum sem eru á hundrað daga lista hennar samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fimmtíu dagar eru síðan ríkisstjórnin hófst handa.

Rýmingaræfing í Turninum

Mikill viðbúnaður er fyrir utan Turninn í Kópavogi en þar má sjá slökkviliðsbíla og sjúkrabíl. Þegar haft var samband við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að ekki var allt eins og sýndist. Nú fer nefnilega fram rýmingaæfing samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins.

Kristján Ara með 893 milljóna kúlulán

Kaupþing lánaði starfsfólki sínu samtals 47,3 milljarða til hlutabréfakaupa í bankanum árið 2006. Þetta kemur fram í DV í dag en blaðið hefur lánabækur bankans frá árinu 2006 undir höndum. Í blaðinu er meðal annars greint frá því að Kristján Arason, þáverandi framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs hafi fengið 893 milljónir að láni í formi svokallaðs kúluláns.

Björgunarsveit leitaði að ferðamanni

Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit leituðu í gær að ferðamanni sem hafði ekki skilað sér á tilsettum tíma í skála.

Hálaunafólk þiggur bætur

Dæmi eru um að hálaunafólk, sem vinnur minna en fulla vinnu vegna skerts starfshlutfalls, sæki um tekjutengdar atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingasjóði til viðbótar launum sínum. Enn sem komið er eru engin ákvæði sem kveða á um að laun fólks þurfi að vera undir ákveðnu marki til að það geti sótt um hlutabæturnar. Þetta segir segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Í nóvember síðastliðnum samþykkti Alþingi lagabreytingu sem veitir heimild til að greiða fólki í hlutastarfi tekjutengdar atvinnuleysisbætur í lengri tíma en áður.

Fyrirtæki þingmanna skila ársreikningi illa

Af 52 félögum sem núverandi alþingismenn tengjast eiga 15 enn eftir að skila inn ársreikningi fyrir árið 2007 til ásreikningaskrár. Skilafrestur rann út 31. ágúst 2008.

Erfiðar ráðstafanir en óumflýjanlegar

Alþingi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í ríkisfjármálum, svonefndur bandormur, var samþykktur á Alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um skattahækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum og miðar að því að bæta afkomu ríkissjóðs um 22 milljarða króna á þessu ári og 63 milljarða á því næsta.

Meintir ofbeldisbræður lausir

Tveimur meintum ofbeldisbræðrum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Annar þeirra hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní vegna alvarlegs líkamsárásarmáls í Smáíbúðahverfi 21. júní. Sá síðari var handtekinn fyrir helgi, sterklega grunaður um að tengjast málinu. Að loknum yfirheyrslum yfir honum var báðum bræðrunum sleppt.

Ungmenni björguðu kajakræðara úr sjó

„Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands.

Kröfuhafar fá kannski forkaupsrétt

Hugsanlegt er að tveir ríkisbankanna verði komnir, að einhverju eða jafnvel öllu leyti, í eigu erlendra aðila 17. júlí. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi í gær.

Endurreisnarsjóður í burðarliðnum á ný

„Við erum að vinna skipulega að því að koma fjár­festingasjóði á koppinn í anda þeirra hugmynda sem komið höfðu fram. Það má segja að sú vinna sé komin í fastar skorður á nýjan leik,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Lands­samtaka lífeyrissjóða, um stofnun Fjárfestingasjóðs Íslands. Vinna við stofnun sjóðs til að styðja við lífvænleg fyrirtæki í vanda hófst skömmu eftir hrunið í október. Sú vinna féll niður í vetur en hófst aftur nýlega.

Sjá næstu 50 fréttir