Innlent

Selja sprautur á bensínstöðvum

Nokkrar bensínstöðvar Skeljungs hafa undanfarið gert tilraun með sölu á sprautum, sem hugsaðar eru fyrir þá sem taka neftóbak í vörina.

„Það er búið að spyrja mikið um þetta," segir Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri neytendasviðs. Hann segir þetta aðeins tilraun og eftir sé að meta hvort nægur áhugi sé á sprautunum, en þeir sem noti tóbak í vör þurfi sprauturnar alveg eins og reykingafólk þurfi eldfæri. Guðmundur tekur fram að sprautunálar séu vitanlega ekki seldar á bensínstöðvunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×