Innlent

Slökkvilið kallað að Actavis - enginn eldur

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að höfuðstöðvum Actavis í Hafnarfirði um klukkan hálfníu í morgun þegar brunaboðar fóru í gang. Að sögn starfsmanns fór allt starfsfólk út úr húsinu til öryggis. Þegar slökkviliðið kom á vettvang kom í ljós að hitalykt hafði komið úr elementi í loftræstikerfi hússins sem varð til þess að eldvarnakerfið fór í gang. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu hefur þetta gerst áður í húsinu og er í raun nokkuð algengt þegar um slík hitaelement í loftræstikerfum er að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×