Fleiri fréttir Innbrot í bíl og íþróttahús Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í bíl í Reykjavík og þá var brotist inn í íþróttahúsið í Mosfellsbæ en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. 23.6.2009 07:12 Fundað um kjaramál fram eftir nóttu Fundað var fram eftir nóttu um gerð stöðugleikasáttmálans svokallaða í stjórnarráðinu í gærkvöldi. 23.6.2009 07:07 Öryggismálin á einn stað „Ráðuneytið óskar eftir samvinnu um málið við okkur og hana veitum við glöð,“ segir Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, um þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins að leggja stofnunina af í núverandi mynd. 23.6.2009 06:00 Álfyrirtæki braska með krónuna Tvö af þremur álfyrirtækjum hérlendis stunda viðskipti með krónur á erlendum mörkuðum. Fyrirtæki sem stunda þessi viðskipti geta hagnast á misræmi milli opinbers gengis Seðlabanka Íslands og gengis krónunnar á markaði í Evrópu. 23.6.2009 06:00 Eignir bankans rýrna og skuldabyrði eykst Samkvæmt nýju mati skilanefndar Landsbanka Íslands hf. er gert ráð fyrir því að 83 prósent fáist upp í forgangskröfur miðað við stöðuna 30. apríl síðastliðinn. Matið hefur lækkað úr 89 prósentum í febrúar. Ef matið reynist rétt munu nettóskuldir íslenska ríkisins vegna Icesave-samningsins hækka úr 72 milljörðum í 115 milljarða. 23.6.2009 05:30 Stórslasaður eftir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri liggur stórslasaður á Landspítalanum eftir líkamsárás eða slagsmál í Smáíbúðahverfinu. Maðurinn gekkst undir aðgerð í gær. Hann var ekki talinn í lífshættu, en er meðal annars mikið laskaður í andliti. 23.6.2009 05:15 Stefnt að undirritun samnings Fundað var í Stjórnarráðinu fram eftir kvöldi í gær um stöðugleikasáttmála. Allt kapp var lagt á að undirrita samninginn í gær og stóð fundur enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. 23.6.2009 05:00 Piltar í miklum minnihluta Töluvert fleiri stúlkur voru teknar inn í Menntaskólann í Reykjavík en strákar fyrir næsta skólaár. Af þeim sem tekin voru inn var 151 stúlka og 115 piltar. Stúlkur á fyrsta ári verða því um 57 prósent nemenda þess árs. 23.6.2009 04:30 Mun koma niður á starfsemi Óhjákvæmilegt er að skerða heilbrigðisstarfsemi eigi að mæta þeim niðurskurði sem heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu er gert að gera, segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. 23.6.2009 04:00 Hækkar lán og ferðakostnað Olís hækkaði verð á öllu bensíni um 12,5 krónur í gær og er lítrinn á blýlausu bensíni rúmlega 190 krónur á flestum sölustöðum. 23.6.2009 03:30 Hrikalegt að missa ævistarfið „Þetta er alveg skelfilegt. Ef ég gæti bara fengið innvolsið úr annarri hvorri tölvunni til baka yrði ég mjög hamingjusamur og myndi borga gull og græna skóga,“ segir Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur. 23.6.2009 03:00 Grunaður um akstur undir áhrifum Ökufanturinn sem ók á fólksbíl og dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð og reyndi að aka niður lögreglumenn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og áfengis við aksturinn. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir fíkniefnaakstur. 23.6.2009 02:30 Tvær M&M búðir í miðbænum Ekki er enn ljóst hvert Bókabúð Máls og menningar fer eftir að versluninni við Laugaveg verður lokað 1. ágúst næstkomandi. 23.6.2009 02:00 Ferðamenn gera kjarakaup Erlendir ferðamenn koma í hópum í tölvuverslunina EJS í Reykjavík og á Akureyri og kaupa fartölvur, enda er gengið þeim hagstætt. „Ferðamenn eru að gera kjarakaup og það er mjög hagstætt verð hjá okkur og hefur alltaf verið. Einnig erum við að bjóða útlendingunum upp á alþjóðlega ábyrgð,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sölustjóri EJS. Kaupæðið hófst strax í október í fyrra í kjölfar gengishrunsins. 23.6.2009 01:30 Enginn ungi sjáanlegur Enginn ungi er sjáanlegur í arnarhreiðrinu í Breiðafirði sem vefmyndavél hefur sýnt frá undanfarnar vikur. Útungun hefði átt að eiga sér stað nú í byrjun júní en enn hefur ekki bólað á ungum. Að mati íbúa á Gróustöðum í Reykhólahreppi og Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fylgst hafa með örnunum, hefur varpið líklega mistekist. 23.6.2009 01:00 Arnarnesræningjar neita að hafa hótað Aðalmeðferð hófst í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir fjórum ungmennum sem rændu eldri hjón á Arnarnesi í apríl síðastliðnum. 23.6.2009 01:00 Ákærður fyrir handrukkun Karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu Hann veittist að öðrum manni við Lóuhóla í Reykjavík, þreif í peysu hans og dró hann með sér að bifreið. Þar rukkaði hann manninn um meinta skuld og barði hann í höfuð og líkama. 23.6.2009 01:00 Samstarf áfram með skilyrðum Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í gær að Gunnsteinn Sigurðsson tæki við af Gunnari I. Birgissyni sem bæjarstjóri. 23.6.2009 00:30 Meirihlutinn heldur - Gunnsteinn hugsanlega bæjarstjóri „Í þrígang stóðu fundargestir upp og klöppuðu Gunnari lof í lófa," segir Óttar Felix Hauksson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en þar var samþykkt tillaga Gunnars Birgissonar um að Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins, tæki við sem bæjarstjóri Kópavogs. 22.6.2009 22:20 Fundarhlé hjá Framsókn - málin rædd af hreinskilni „Málin hafa verið rædd af hreinskilni," segir Gestur Valgarðsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, en hann er staddur á miklum krísufundi þar sem pólitísk framtíð Kópavogsbæjar mun ráðast í kvöld. 22.6.2009 21:25 Barist um völdin í Kópavogi - tíðinda að vænta í kvöld Það ræðst í kvöld hvort áframhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi. 22.6.2009 18:49 Ökufantur og ofbeldiseggur í gæsluvarðhald Dómarar úrskurðuðu tvo menn í gæsluvarðhald í kvöld. Annar maðurinn var sá sem ók eins og óður maður á lögreglubifreiðar við Skógarhlíð og Hverfisgötu. 22.6.2009 21:47 Ólafur Þór Gunnarsson: Pólitísk veikindi farin að skaða Kópavog „Ég tel stöðuna slíka að meirihlutinn er afskaplega veikur og þessi veikindi meirihlutans eru farinn að skaða bæjarfélagið," segir Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. 22.6.2009 19:38 Allt reynt til að ná stöðugleikasáttmála Fulltrúar launþega og atvinnurekenda ætla að reyna til þrautar í kvöld að ganga frá stöðugleikasáttmálanum. Stefnt er að því að aðilar vinnumarkaðarins fundi með forsætisráðherra seinna í kvöld. 22.6.2009 19:04 115 milljarðir af Icesave-syndum falla á skattborgara Um 115 milljarðar króna munu falla íslenska ríkið vegna Icesave samkomulagsins samkvæmt mati skilanefndar Landsbankans. Eignir Landsbankans hafa rýrnað um 95 milljarða frá síðasta mati sem gert var í febrúar. 22.6.2009 18:53 Fimm handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Fimm menn voru handteknir í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar í heimahúsi í austurborg Reykjavíkur í gærkvöldi samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22.6.2009 17:51 Krafist gæsluvarðhalds yfir ökufanti Lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem keyrði á lögreglustöðina við Hverfisgötu og í Skógarhlíð í gærkvöldi. Í fyrstu kom fram að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þær upplýsingar reyndust rangar og hefur lögreglan leiðrétt það. 22.6.2009 17:46 Stöðugleikasáttmáli í sjónmáli Fulltrúar BSRB og aðilar vinnumarkaðarins munu funda í kvöld vegna stöðugleikasáttmálans en á heimasíðu BRSB kemur fram að stefnt sé að því að ganga frá sáttmálanum þá. 22.6.2009 17:27 Lækjarhvammsræningi áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem braust inn á heimili í Lækjarhvammi í Hafnarfirði í lok maí og réðist 17 ára dreng þar bjó hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í Hæstarétti. Tveimur dögum áður en maðurinn braust inn í Hafnarfirði hafði honum verið sleppt úr haldi vegna innbrots á Barðaströnd. 22.6.2009 16:46 Dæmdur fyrir hótanir og brot gegn valdstjórninni Karlmaður á þrítugsaldri var sakfelldur í héraðsdómi Austurlands í dag fyrir brot gegn valdstjórninni og hótanir. Maðurinn hótaði karlmanni og tíu ára dóttur hans í því skyni að fá hann til að falla frá kæru hendur ákærða vegna árásar sem átti sér stað í febrúar 2008. 22.6.2009 16:38 Ökufantur færður á viðeigandi stofnun Ökufanturinn sem handtekinn var í gærkvöldi fyrir vítaverðan akstur er enn í haldi lögreglunnar. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum en þess í stað verður hann færður á viðeigandi stofnun. 22.6.2009 16:16 Eins og að draga skemmdar tennur úr óviljugu barni Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum Indefence hópsins, segir að eftir fjölmarga fundi með þingmönnum í dag hafi komið í ljós að ekki liggi fyrir nein trúverðug áætlun um það hvernig Íslendingar getið staðið undir þeim skuldbindingum sem lagðar eru á þjóðina með Icesavesamningunum. Hann segir það algjörlega óhugsandi að einhver þingmaður geti samþykkt ríkisábyrgðina án þess að sjá slíka áætlun.I 22.6.2009 16:15 AGS krefst ekki að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fullyrti á Alþingi í dag að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekki gert kröfu um að lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir. 22.6.2009 16:07 Olís hækkar bensínverð um 12,5 krónur Olís hækkaði í dag verð á öllu bensíni um 12,5 krónur. Hækkunin er tilkomin vegna breytinga á vörugjöldum sem tóku gildi þann 28. maí síðastliðinn. Þær bensínbirgðir sem félagið átti fyrir hækkunina kláruðust að sögn 18. Júní síðastliðinn, en síðan þá hefur fyrirtækið tvisvar flutt inn bensín. 22.6.2009 16:03 Gunnsteinn aftekur þreifingar við Vinstri græna „Þetta er bara bull og vitleysa,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, aðspurður hvort þreifingar hafi farið fram við Vinstri-græna um meirihlutasamstarf flokkanna í bænum. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna sagði svo vera í samtali við fréttastofu fyrr í dag. 22.6.2009 15:26 Valgeir Skagfjörð tekur sæti á þingi Valgeir Skagfjörð, leikstjóri, tók í dag í fyrsta sinn sæti á Alþingi. Hann er varamaður Þórs Saari, þingmanns Borgarahreyfingarinnar, sem getur ekki sinnt þingstörfum í tvær vikur af persónulegum ástæðum. 22.6.2009 15:10 Ómari leiðist biðin eftir Sjálfstæðismönnum „Ég er að verða pirraður hérna bara á meðan ég tala við þig," sagði Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, en hann er að eigin sögn orðinn óþolinmóður að bíða eftir hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um framtíð meirihlutasamstarfsins. 22.6.2009 14:54 Stöðugleikasáttmálinn að fæðast Aðilar vinnumarkaðarins komu saman til fundar klukkan tvö í dag til að ræða um fyrirhugaðan stöðugleikasáttmála. Í framhaldinu mun samninganefndin funda með ríkisstjórninni þar sem stefnt er að því að ganga frá stöðugleikasáttmálanum, að fram kemur á vef BRSB. Þar segir að sáttmálinn sé að fæðast. 22.6.2009 14:49 Þingmaðurinn hefði getað komið í veg fyrir að sofna Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að þingkonan Ólína Þorvarðardóttir hefði geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri á leið heim til til sín í gærdag. 22.6.2009 14:26 Útilokar að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, útilokar að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu þjóðfélagsins líkt og rætt hefur verið um hafi þeir ekki birt ársuppgjör sín. 22.6.2009 14:20 Hvalur 8 á leið út Hvalveiðiskipið Hvalur 8 heldur klukkan tvö í sína fyrstu ferð í tvo áratugi en skipið hefur í rúmlega 20 ár legið við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Í febrúar fór skipið í slipp en hefur nú verið sjósett á nýjan leik. 22.6.2009 13:41 Tólf mánaða fangelsi fyrir hnífsstungu Tuttugu og eins árs gamall karlmaður, Frans Friðriksson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í desember á síðata ári, þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir. 22.6.2009 13:22 Kveikti í dagstofu Stuðla Mál á hendur nítján ára stúlku var þingfest í morgun í héraðsdómi Reykjavíkur. Stúlkan er ákærð fyrir brennu, með því að hafa í ágúst 2007 borið eld að salernispappír og blöðum er lágu í sófa í dagstofu neyðarvistunar Stuðla og valdið með því eldsvoða. 22.6.2009 12:25 Rætt við VG um nýjan meirihluta í Kópavogi Það ræðst í kvöld hvort framhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Sjálfstæðismenn hafa þegar sett í sig samband við Vinstri græna um mögulegt meirihlutasamstarf. 22.6.2009 12:22 Ökuníðingurinn hefur áður haft samband við fréttastofu - myndir Maðurinn sem gekk berserksgang í gærkvöldi og reyndi meðal annars að aka niður lögreglumenn er enn í haldi lögreglu en yfirheyrslur yfir manninum eru ekki hafnar. Maðurinn ók meðal annars á dyr slökkviliðsstöðvarinnar í Skógarhlíð og var valdur að stjórtjóni. Maðurinn hafði skömmu áður hringt á Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans. 22.6.2009 11:38 Sjá næstu 50 fréttir
Innbrot í bíl og íþróttahús Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í bíl í Reykjavík og þá var brotist inn í íþróttahúsið í Mosfellsbæ en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. 23.6.2009 07:12
Fundað um kjaramál fram eftir nóttu Fundað var fram eftir nóttu um gerð stöðugleikasáttmálans svokallaða í stjórnarráðinu í gærkvöldi. 23.6.2009 07:07
Öryggismálin á einn stað „Ráðuneytið óskar eftir samvinnu um málið við okkur og hana veitum við glöð,“ segir Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, um þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins að leggja stofnunina af í núverandi mynd. 23.6.2009 06:00
Álfyrirtæki braska með krónuna Tvö af þremur álfyrirtækjum hérlendis stunda viðskipti með krónur á erlendum mörkuðum. Fyrirtæki sem stunda þessi viðskipti geta hagnast á misræmi milli opinbers gengis Seðlabanka Íslands og gengis krónunnar á markaði í Evrópu. 23.6.2009 06:00
Eignir bankans rýrna og skuldabyrði eykst Samkvæmt nýju mati skilanefndar Landsbanka Íslands hf. er gert ráð fyrir því að 83 prósent fáist upp í forgangskröfur miðað við stöðuna 30. apríl síðastliðinn. Matið hefur lækkað úr 89 prósentum í febrúar. Ef matið reynist rétt munu nettóskuldir íslenska ríkisins vegna Icesave-samningsins hækka úr 72 milljörðum í 115 milljarða. 23.6.2009 05:30
Stórslasaður eftir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri liggur stórslasaður á Landspítalanum eftir líkamsárás eða slagsmál í Smáíbúðahverfinu. Maðurinn gekkst undir aðgerð í gær. Hann var ekki talinn í lífshættu, en er meðal annars mikið laskaður í andliti. 23.6.2009 05:15
Stefnt að undirritun samnings Fundað var í Stjórnarráðinu fram eftir kvöldi í gær um stöðugleikasáttmála. Allt kapp var lagt á að undirrita samninginn í gær og stóð fundur enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. 23.6.2009 05:00
Piltar í miklum minnihluta Töluvert fleiri stúlkur voru teknar inn í Menntaskólann í Reykjavík en strákar fyrir næsta skólaár. Af þeim sem tekin voru inn var 151 stúlka og 115 piltar. Stúlkur á fyrsta ári verða því um 57 prósent nemenda þess árs. 23.6.2009 04:30
Mun koma niður á starfsemi Óhjákvæmilegt er að skerða heilbrigðisstarfsemi eigi að mæta þeim niðurskurði sem heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu er gert að gera, segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. 23.6.2009 04:00
Hækkar lán og ferðakostnað Olís hækkaði verð á öllu bensíni um 12,5 krónur í gær og er lítrinn á blýlausu bensíni rúmlega 190 krónur á flestum sölustöðum. 23.6.2009 03:30
Hrikalegt að missa ævistarfið „Þetta er alveg skelfilegt. Ef ég gæti bara fengið innvolsið úr annarri hvorri tölvunni til baka yrði ég mjög hamingjusamur og myndi borga gull og græna skóga,“ segir Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur. 23.6.2009 03:00
Grunaður um akstur undir áhrifum Ökufanturinn sem ók á fólksbíl og dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð og reyndi að aka niður lögreglumenn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og áfengis við aksturinn. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir fíkniefnaakstur. 23.6.2009 02:30
Tvær M&M búðir í miðbænum Ekki er enn ljóst hvert Bókabúð Máls og menningar fer eftir að versluninni við Laugaveg verður lokað 1. ágúst næstkomandi. 23.6.2009 02:00
Ferðamenn gera kjarakaup Erlendir ferðamenn koma í hópum í tölvuverslunina EJS í Reykjavík og á Akureyri og kaupa fartölvur, enda er gengið þeim hagstætt. „Ferðamenn eru að gera kjarakaup og það er mjög hagstætt verð hjá okkur og hefur alltaf verið. Einnig erum við að bjóða útlendingunum upp á alþjóðlega ábyrgð,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sölustjóri EJS. Kaupæðið hófst strax í október í fyrra í kjölfar gengishrunsins. 23.6.2009 01:30
Enginn ungi sjáanlegur Enginn ungi er sjáanlegur í arnarhreiðrinu í Breiðafirði sem vefmyndavél hefur sýnt frá undanfarnar vikur. Útungun hefði átt að eiga sér stað nú í byrjun júní en enn hefur ekki bólað á ungum. Að mati íbúa á Gróustöðum í Reykhólahreppi og Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fylgst hafa með örnunum, hefur varpið líklega mistekist. 23.6.2009 01:00
Arnarnesræningjar neita að hafa hótað Aðalmeðferð hófst í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir fjórum ungmennum sem rændu eldri hjón á Arnarnesi í apríl síðastliðnum. 23.6.2009 01:00
Ákærður fyrir handrukkun Karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu Hann veittist að öðrum manni við Lóuhóla í Reykjavík, þreif í peysu hans og dró hann með sér að bifreið. Þar rukkaði hann manninn um meinta skuld og barði hann í höfuð og líkama. 23.6.2009 01:00
Samstarf áfram með skilyrðum Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í gær að Gunnsteinn Sigurðsson tæki við af Gunnari I. Birgissyni sem bæjarstjóri. 23.6.2009 00:30
Meirihlutinn heldur - Gunnsteinn hugsanlega bæjarstjóri „Í þrígang stóðu fundargestir upp og klöppuðu Gunnari lof í lófa," segir Óttar Felix Hauksson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en þar var samþykkt tillaga Gunnars Birgissonar um að Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins, tæki við sem bæjarstjóri Kópavogs. 22.6.2009 22:20
Fundarhlé hjá Framsókn - málin rædd af hreinskilni „Málin hafa verið rædd af hreinskilni," segir Gestur Valgarðsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, en hann er staddur á miklum krísufundi þar sem pólitísk framtíð Kópavogsbæjar mun ráðast í kvöld. 22.6.2009 21:25
Barist um völdin í Kópavogi - tíðinda að vænta í kvöld Það ræðst í kvöld hvort áframhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi. 22.6.2009 18:49
Ökufantur og ofbeldiseggur í gæsluvarðhald Dómarar úrskurðuðu tvo menn í gæsluvarðhald í kvöld. Annar maðurinn var sá sem ók eins og óður maður á lögreglubifreiðar við Skógarhlíð og Hverfisgötu. 22.6.2009 21:47
Ólafur Þór Gunnarsson: Pólitísk veikindi farin að skaða Kópavog „Ég tel stöðuna slíka að meirihlutinn er afskaplega veikur og þessi veikindi meirihlutans eru farinn að skaða bæjarfélagið," segir Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. 22.6.2009 19:38
Allt reynt til að ná stöðugleikasáttmála Fulltrúar launþega og atvinnurekenda ætla að reyna til þrautar í kvöld að ganga frá stöðugleikasáttmálanum. Stefnt er að því að aðilar vinnumarkaðarins fundi með forsætisráðherra seinna í kvöld. 22.6.2009 19:04
115 milljarðir af Icesave-syndum falla á skattborgara Um 115 milljarðar króna munu falla íslenska ríkið vegna Icesave samkomulagsins samkvæmt mati skilanefndar Landsbankans. Eignir Landsbankans hafa rýrnað um 95 milljarða frá síðasta mati sem gert var í febrúar. 22.6.2009 18:53
Fimm handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Fimm menn voru handteknir í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar í heimahúsi í austurborg Reykjavíkur í gærkvöldi samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22.6.2009 17:51
Krafist gæsluvarðhalds yfir ökufanti Lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem keyrði á lögreglustöðina við Hverfisgötu og í Skógarhlíð í gærkvöldi. Í fyrstu kom fram að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þær upplýsingar reyndust rangar og hefur lögreglan leiðrétt það. 22.6.2009 17:46
Stöðugleikasáttmáli í sjónmáli Fulltrúar BSRB og aðilar vinnumarkaðarins munu funda í kvöld vegna stöðugleikasáttmálans en á heimasíðu BRSB kemur fram að stefnt sé að því að ganga frá sáttmálanum þá. 22.6.2009 17:27
Lækjarhvammsræningi áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem braust inn á heimili í Lækjarhvammi í Hafnarfirði í lok maí og réðist 17 ára dreng þar bjó hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í Hæstarétti. Tveimur dögum áður en maðurinn braust inn í Hafnarfirði hafði honum verið sleppt úr haldi vegna innbrots á Barðaströnd. 22.6.2009 16:46
Dæmdur fyrir hótanir og brot gegn valdstjórninni Karlmaður á þrítugsaldri var sakfelldur í héraðsdómi Austurlands í dag fyrir brot gegn valdstjórninni og hótanir. Maðurinn hótaði karlmanni og tíu ára dóttur hans í því skyni að fá hann til að falla frá kæru hendur ákærða vegna árásar sem átti sér stað í febrúar 2008. 22.6.2009 16:38
Ökufantur færður á viðeigandi stofnun Ökufanturinn sem handtekinn var í gærkvöldi fyrir vítaverðan akstur er enn í haldi lögreglunnar. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum en þess í stað verður hann færður á viðeigandi stofnun. 22.6.2009 16:16
Eins og að draga skemmdar tennur úr óviljugu barni Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum Indefence hópsins, segir að eftir fjölmarga fundi með þingmönnum í dag hafi komið í ljós að ekki liggi fyrir nein trúverðug áætlun um það hvernig Íslendingar getið staðið undir þeim skuldbindingum sem lagðar eru á þjóðina með Icesavesamningunum. Hann segir það algjörlega óhugsandi að einhver þingmaður geti samþykkt ríkisábyrgðina án þess að sjá slíka áætlun.I 22.6.2009 16:15
AGS krefst ekki að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fullyrti á Alþingi í dag að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekki gert kröfu um að lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir. 22.6.2009 16:07
Olís hækkar bensínverð um 12,5 krónur Olís hækkaði í dag verð á öllu bensíni um 12,5 krónur. Hækkunin er tilkomin vegna breytinga á vörugjöldum sem tóku gildi þann 28. maí síðastliðinn. Þær bensínbirgðir sem félagið átti fyrir hækkunina kláruðust að sögn 18. Júní síðastliðinn, en síðan þá hefur fyrirtækið tvisvar flutt inn bensín. 22.6.2009 16:03
Gunnsteinn aftekur þreifingar við Vinstri græna „Þetta er bara bull og vitleysa,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, aðspurður hvort þreifingar hafi farið fram við Vinstri-græna um meirihlutasamstarf flokkanna í bænum. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna sagði svo vera í samtali við fréttastofu fyrr í dag. 22.6.2009 15:26
Valgeir Skagfjörð tekur sæti á þingi Valgeir Skagfjörð, leikstjóri, tók í dag í fyrsta sinn sæti á Alþingi. Hann er varamaður Þórs Saari, þingmanns Borgarahreyfingarinnar, sem getur ekki sinnt þingstörfum í tvær vikur af persónulegum ástæðum. 22.6.2009 15:10
Ómari leiðist biðin eftir Sjálfstæðismönnum „Ég er að verða pirraður hérna bara á meðan ég tala við þig," sagði Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, en hann er að eigin sögn orðinn óþolinmóður að bíða eftir hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um framtíð meirihlutasamstarfsins. 22.6.2009 14:54
Stöðugleikasáttmálinn að fæðast Aðilar vinnumarkaðarins komu saman til fundar klukkan tvö í dag til að ræða um fyrirhugaðan stöðugleikasáttmála. Í framhaldinu mun samninganefndin funda með ríkisstjórninni þar sem stefnt er að því að ganga frá stöðugleikasáttmálanum, að fram kemur á vef BRSB. Þar segir að sáttmálinn sé að fæðast. 22.6.2009 14:49
Þingmaðurinn hefði getað komið í veg fyrir að sofna Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að þingkonan Ólína Þorvarðardóttir hefði geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri á leið heim til til sín í gærdag. 22.6.2009 14:26
Útilokar að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, útilokar að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu þjóðfélagsins líkt og rætt hefur verið um hafi þeir ekki birt ársuppgjör sín. 22.6.2009 14:20
Hvalur 8 á leið út Hvalveiðiskipið Hvalur 8 heldur klukkan tvö í sína fyrstu ferð í tvo áratugi en skipið hefur í rúmlega 20 ár legið við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Í febrúar fór skipið í slipp en hefur nú verið sjósett á nýjan leik. 22.6.2009 13:41
Tólf mánaða fangelsi fyrir hnífsstungu Tuttugu og eins árs gamall karlmaður, Frans Friðriksson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í desember á síðata ári, þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir. 22.6.2009 13:22
Kveikti í dagstofu Stuðla Mál á hendur nítján ára stúlku var þingfest í morgun í héraðsdómi Reykjavíkur. Stúlkan er ákærð fyrir brennu, með því að hafa í ágúst 2007 borið eld að salernispappír og blöðum er lágu í sófa í dagstofu neyðarvistunar Stuðla og valdið með því eldsvoða. 22.6.2009 12:25
Rætt við VG um nýjan meirihluta í Kópavogi Það ræðst í kvöld hvort framhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Sjálfstæðismenn hafa þegar sett í sig samband við Vinstri græna um mögulegt meirihlutasamstarf. 22.6.2009 12:22
Ökuníðingurinn hefur áður haft samband við fréttastofu - myndir Maðurinn sem gekk berserksgang í gærkvöldi og reyndi meðal annars að aka niður lögreglumenn er enn í haldi lögreglu en yfirheyrslur yfir manninum eru ekki hafnar. Maðurinn ók meðal annars á dyr slökkviliðsstöðvarinnar í Skógarhlíð og var valdur að stjórtjóni. Maðurinn hafði skömmu áður hringt á Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans. 22.6.2009 11:38