Innlent

Enginn ungi sjáanlegur

Breiðafjörður.
Breiðafjörður.

Enginn ungi er sjáanlegur í arnarhreiðrinu í Breiðafirði sem vefmyndavél hefur sýnt frá undanfarnar vikur. Útungun hefði átt að eiga sér stað nú í byrjun júní en enn hefur ekki bólað á ungum. Að mati íbúa á Gróustöðum í Reykhólahreppi og Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fylgst hafa með örnunum, hefur varpið líklega mistekist.

Fuglarnir sitja enn á hreiðrinu og liggja því að öllum líkindum á fúleggi. Hreiðrið hefur verið vinsælt meðal netverja sem eflaust eru svekktir yfir ungaleysinu.-hds




Fleiri fréttir

Sjá meira


×