Innlent

Samstarf áfram með skilyrðum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í gær að Gunnsteinn Sigurðsson tæki við af Gunnari I. Birgissyni sem bæjarstjóri.

Framsóknarmenn funduðu í gærkvöldi og samþykkt var að halda samstarfinu áfram að nokkrum skilyrðum uppfylltum. Meðal annars að nýr bæjarstjóri úr röðum Sjálfstæðisflokks taki við ekki síðar en á miðvikudag og sitji út kjörtímabilið. Ætli Gunnar sér að snúa aftur sem bæjarfulltrúi þurfi að semja um samstarf flokkanna að nýju. Mikill hiti var á fundinum og tillaga um samstarfsslit var felld naumlega.

Á fundi Sjálfstæðismanna var samþykkt tillaga um að lýsa yfir fullu trausti á Gunnar Birgisson og hans störf. Í þrígang klöppuðu fundarmenn honum lof í lófa.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×