Innlent

Fundað um kjaramál fram eftir nóttu

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Fundað var fram eftir nóttu um gerð stöðugleikasáttmálans svokallaða í stjórnarráðinu í gærkvöldi. Þokast hefur í samkomulagsátt og er bjartsýnni tónn í viðsemjendum en áður og segir í frétt Ríkisútvarpsins að þeir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, séu mjög bjartsýnir á að samkomulag náist í dag.

Með samkomulagi tekst væntanlega að koma í veg fyrir að kjarasamningar losni þann 1. júlí næstkomandi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að aðilar vinnumarkaðarins hafi fyrir fundinn í stjórnarráðinu í gær verið búnir að ná samkomulagi um launalið kjarasamninga til 1. nóvember næstkomandi. Boðað hefur verið til fundar formanna aðildarfélaga ASÍ um stöðuna klukkan þrjú síðdegis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×