Innlent

Stöðugleikasáttmáli í sjónmáli

Gylfi Arnbjörnsson formaður ASÍ á leiðinni í stjórnarráðið vegna stöðuleikasáttmálans.
Gylfi Arnbjörnsson formaður ASÍ á leiðinni í stjórnarráðið vegna stöðuleikasáttmálans.

Fulltrúar BSRB og aðilar vinnumarkaðarins munu funda í kvöld vegna stöðugleikasáttmálans en á heimasíðu BRSB kemur fram að stefnt sé að því að ganga frá sáttmálanum þá.

Stór samninganefnd hittist klukkan tvö í dag og var síðan ákveðið að hittast aftur í kvöld. Vonir standa til að aðilar ríkis og vinnumarkaða auk stéttafélaga nái samkomulagi um stöðugleika í kvöld.

Á heimasíðu BRSB segir að í framhaldi af þeirri vinnu munu svo hefjast viðræður fulltrúa ríkis og sveitarfélaga við BSRB og önnur samtök opinberra starfsmanna um kjarasamninga og er stefnt að því að ljúka þeim viðræðum fyrir mánaðamót

Unnið hefur verið að stöðugleikasáttámála síðan í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×