Innlent

Ökufantur færður á viðeigandi stofnun

Ökufanturinn gjörskemmti bifreiðina með glæfraakstri sínum.
Ökufanturinn gjörskemmti bifreiðina með glæfraakstri sínum. Mynd/ Arnþór Birkisson

Ökufanturinn sem handtekinn var í gærkvöldi fyrir vítaverðan akstur er enn í haldi lögreglunnar. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum en þess í stað verður hann færður á viðeigandi stofnun.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, ók í gegnum nokkrar hurðir á slökkvistöðinni í Skógarhlíð og hélt þaðan að lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þar var för hans stöðvuð. Ekki er vitað hvað honum gekk til en maðurinn olli miklu tjóni og skapaði stórhættu með vítaverðum akstri.

Áður en maðurinn lét til skarar skríða hafði hann samband við fréttamann Vísis og tilkynnti honum um fyrirætlan sína. Sagðist hann ætla að myrða lögreglumenn þar sem ofbeldi þeirra hefði gert hann að öryrkja.


Tengdar fréttir

Slökkviliðsstjóri: Ökuníðingnum var ekkert heilagt

„Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans.

Ökuníðingurinn hefur áður haft samband við fréttastofu - myndir

Maðurinn sem gekk berserksgang í gærkvöldi og reyndi meðal annars að aka niður lögreglumenn er enn í haldi lögreglu en yfirheyrslur yfir manninum eru ekki hafnar. Maðurinn ók meðal annars á dyr slökkviliðsstöðvarinnar í Skógarhlíð og var valdur að stjórtjóni. Maðurinn hafði skömmu áður hringt á Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×