Innlent

Fimm handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar

Fimm menn voru handteknir í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar í heimahúsi í austurborg Reykjavíkur í gærkvöldi samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

 

Fórnalambið var maður á þrítugsaldri en hann var fluttur á slysadeild með mikla áverka, meðal annars á höfði og víðsvegar um líkamann.

 

Búið er að yfirheyra fimm menn, fjórum hefur þegar verið sleppt. Gerð hefur verið krafa um gæsluvarðhald yfir þeim fimmta.

 

Allir aðilar málsins eru af erlendu bergi brotnir en búsettir hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×