Innlent

Olís hækkar bensínverð um 12,5 krónur

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Olís þurfti fyrst olíufélaga að hækka verðin hjá sér í dag. Verð á mynd eru úrelt.
Olís þurfti fyrst olíufélaga að hækka verðin hjá sér í dag. Verð á mynd eru úrelt. Mynd/Valli

Olís hækkaði í dag verð á öllu bensíni um 12,5 krónur. Hækkunin er tilkomin vegna breytinga á vörugjöldum sem tóku gildi þann 28. maí síðastliðinn. Þær bensínbirgðir sem félagið átti fyrir hækkunina kláruðust að sögn 18. Júní síðastliðinn, en síðan þá hefur fyrirtækið tvisvar flutt inn bensín.

Hækkun vörugjalda náði ekki yfir birgðir fyrirtækjanna, og því kemur hún fyrst fram í bensínverði nú.

Að sögn Samúels Guðmundssonar, framkvæmdastjóra vörustýringarsviðs, hefur hið opinbera hingað til látið hækkun vörugjalda gilda um birgðir fyrirtækjanna svo þeim sé ekki mismunað eftir birgðastöðu.

Olís er fyrsta olíufyrirtækið til að hækka bensínverðið, en fleiri munu eflaust fylgja í kjölfarið í bráð.

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, sagði fyrirtækið eiga birgðir út mánuðinn miðað við eðlilega sölu.

Þá treysti Már Erlingsson, innkaupastjóri Skeljungs, sér ekki til þess að segja hversu lengi birgðir fyrirtækisins muni endast en sagði styttast í verðhækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×