Innlent

Allt reynt til að ná stöðugleikasáttmála

Fulltrúar launþega og atvinnurekenda ætla að reyna til þrautar í kvöld að ganga frá stöðugleikasáttmálanum. Stefnt er að því að aðilar vinnumarkaðarins fundi með forsætisráðherra seinna í kvöld.

Samkvæmt frétt á vef BRSB þá virðast viðsemjendur vongóðir um að sátt muni nást í kvöld.

Á heimasíðu BRSB segir að í framhaldi af þeirri vinnu munu svo hefjast viðræður fulltrúa ríkis og sveitarfélaga við BSRB og önnur samtök opinberra starfsmanna um kjarasamninga og er stefnt að því að ljúka þeim viðræðum fyrir mánaðamót

Reynt hefur verið að ná sáttum í stöðugleikasáttmálanum síðan í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×